Fréttasafn
22. júní 2017
Ný tölfræðiskýrsla um fjarskiptanotkun á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum: Gagnamagn í farnetum heldur áfram að aukast hratt.
Nánar
Í dag kemur út skýrsla sem Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) og systurstofnanir hennar á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum hafa tekið saman um notkun helstu þátta fjarskiptaþjónustu og þróun undanfarinna ára í löndunum átta. Þetta er áttunda árið í röð sem fjarskiptanotkun íbúa Norðurlandanna er borin saman og Eystrasaltslöndin hafa einnig verið með síðustu ár.
22. júní 2017
Póst og fjarskiptastofnun hefur vísað frá umsókn Mílu um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu
Nánar
Í ákvörðuninni vísar stofnunin m.a. til þess að hún hafi með ákvörðun sinni nr. 29/2013 tekið formlega og efnislega afstöðu til álitamála varðandi umsókn Mílu þá um framlag úr jöfnunarsjóði.
22. júní 2017
Sjónvarpi ekki lengur dreift yfir örbylgju. Slökkt á örbylgjusendum á höfuðborgarsvæðinu í skrefum í júní og júlí
Nánar
Eingöngu er hér um að ræða sjónvarpsútsendingar fyrir örbylgjuloftnet. Þeir sem hafa séð Rúv+ eða Hringbraut í gegn um Digital Ísland myndlykil þurfa að gera ráðstafanir. Á vef Vodafone eru upplýsingar fyrir notendur.
21. júní 2017
Samráð um endurskoðun á alþjónustuskyldum Mílu um að útvega og viðhalda tengingum við almenna fjarskiptanetið
Nánar
Um næstu áramót fellur úr gildi ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar nr. 4/2016 um útnefningu Mílu með alþjónustukvöð um að útvega og viðhalda tengingu við almenna fjarskiptanetið.
14. júní 2017
Reikigjöld falla niður innan EES-svæðisins frá 15. júní
Nánar
Frá og með fimmtudeginum 15. júní nk. munu sérstök gjöld á reiki innan EES-svæðisins falla niður. Eftir að sú breyting tekur gildi munu neytendur frá þeim löndum sem tilheyra svæðinu borga það sama fyrir símanotkun og gagnamagn á ferðalögum innan EES-svæðisins og þeir greiða heima.
8. júní 2017
Skrifstofa Póst- og fjarskiptastofnunar lokuð föstudaginn 9. júní frá kl. 11:00
Nánar
Skrifstofa Póst- og fjarskiptastofnunar verður lokuð föstudaginn 9. júní frá kl. 11:00.
1. júní 2017
Slökkt á örbylgjusendum fyrir sjónvarp á höfuðborgarsvæðinu í júní
Nánar
Vegna þróunar í fjarskiptum og aukinnar notkunar háhraðatækni var tíðniheimild Vodafone fyrir örbylgjusenda fyrir sjónvarp ekki framlengd frekar á síðasta ári.
30. maí 2017
PFS samþykkir gjaldskrár Mílu á þremur heildsölumörkuðum
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur, eftir samráð við Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkt með ákvörðunum gjaldskrár Mílu á þremur heildsölumörkuðum, nr. 4/2008, 5/2008 og 6/2008. Þetta eru ákvörðun nr. 5/2017 - Endurskoðun á heildsölugjaldskrá Mílu fyrir koparheimtaugar, ákvörðun nr. 6/2017 - Endurskoðun á heildsölugjaldskrá Mílu fyrir bitastraumsaðgang og ákvörðun nr. 7/2017 -Endurskoðun á heildsölugjaldskrá Mílu fyrir lúkningarhluta leigulína.