Fréttasafn
3. apríl 2020
Afturköllun á tíðniheimild Yellowmobile B.V staðfest
Nánar
Með úrskurði sínum í kærumáli nr 5/2019 hefur úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála (ÚFP) staðfest ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) nr. 18/2019 frá 23. ágúst 2019. Með þeirri ákvörðun var tíðniheimild Yellowmobile B.V á 2600 MHz tíðnisviðinu afturkölluð vegna vanefnda félagsins við að hefja nýtingu og þjónustu á tíðninni.
3. apríl 2020
Fjarskiptakerfin standa áfram vel undir auknu álagi og umferð
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun og fjarskiptafélög landsins héldu vikulegan fjarfund 2. apríl 2020. Engin breyting hefur orðið á þeirri aukningu sem þegar var komin fram í síðustu viku og fjarskiptakerfin anna því áfram auknu álagi og hafa umframafkastagetu.
31. mars 2020
Stefna PFS um öryggi og virkni fjarskiptainnviða
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun birtir nú stefnu stofnunarinnar um öryggi og virkni fjarskiptainnviða. Í stefnunni er sett fram framtíðarsýn stofnunarinnar hvað varðar öryggi og virkni fjarskiptainnviða hér á landi.
27. mars 2020
Staðan á fjarskipta- og póstmálum á landsvísu
Nánar
Samantekt á stöðu póst- og fjarskiptamála 26. mars 2020
20. mars 2020
Íslensk fjarskiptakerfi standa vel undir auknu álagi
Nánar
PFS og fjarskiptafélög landsins áttu fjarfund um stöðu fjarskiptakerfanna 19. mars 2020 vegna Covid-19. Allir þessir aðilar starfa samkvæmt viðbragðsáætlunum sínum og Almannavarna og fara ítarlega eftir leiðbeiningum sem komið hafa frá Sóttvarnalækni og Almannavörnum varðandi varúðarráðstafanir.
18. mars 2020
Póstnúmeraskrá PFS nú aðgengileg á vefnum
Nánar
Í nýjum lögum um póstþjónustu nr. 98/2019, er umsýsla á póstnúmeraskrá færð frá Íslandspósti ohf. yfir til Póst- og fjarskiptastofnunar
16. mars 2020
Tilkynning til viðskiptavina PFS vegna COVID-19
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun virkjaði viðbragðsáætlun stofnunarinnar um leið og óvissustigi vegna hugsanlegs COVID-19 faraldurs var lýst yfir.
10. mars 2020
Niðurstaða samráðs um úthlutun á 5G tíðniheimildum
Nánar
Þann 20. desember 2019 efndi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til opins samráðs um fyrirætlun sína um að úthluta tíðniheimildum fyrir 5G þjónustu á 3,6 GHz tíðnisviðinu til þeirra þriggja fjarskiptafyrirtækja sem hafa nú til umráða 4G tíðniheimildir. PFS hefur unnið úr umsögnum umsagnaraðila og birtir nú niðurstöður samráðsins.