Tíðnimál

Fjarskiptatíðnir innan íslensks yfirráðasvæðis og númer úr íslenska númeraskipulaginu eru auðlindir undir stjórn íslenska ríkisins. Fjarskiptastofa hefur með höndum útlhlutun tíðna og númera samkvæmt ákvæðum fjarskiptalaga. Úthlutunin felur í sér tímabundna heimild til skilyrtra afnota sem hvorki leiðir til eignarréttar né varanlegs nýtingar- og ráðstöfunarréttar.

Ljósvakinn er alþjóðlegur og skynsamleg notkun hans fyrir þráðlaus fjarskipti krefst náinnar samvinnu ríkja heimsins. Þessi samvinna fer fram á vegum Alþjóðafjarskiptasambandsins (ITU, International Telecommunications Union).

Á tíðniráðstefnum ITU (WRC, World Radio Conference), er formlega skilgreint og ákveðið hvaða tíðnisvið eru til ráðstöfunar fyrir hina ýmsu þjónustu (hljóðvarp, sjónvarp, farsíma, gervihnattafjarskipti, fjarskipti amatöra o.s.frv).

Greint er frá þessari skiptingu og þeim reglum sem um hana gilda í alþjóðlegri radíóreglugerð (Radio Regulation,RR). Ríki hafa nokkurt svigrúm til þess að skipuleggja ljósvakann innan þess ramma, sem RR setur.

Í Evrópu hefur samvinna á þessu sviði farið ört vaxandi á síðustu árum og hefur Ísland tekið virkan þátt í henni.

Fyrirtæki með tíðniheimildir

Fjarskiptastofa hefur með höndum úthlutun tíðna og númera samkvæmt ákvæðum fjarskiptalaga.
Þar ber hæst tíðniheimildir fyrirtækja sem reka farsíma- og/eða netkerfi fyrir almenna fjarskiptaþjónustu, þ.e. GSM, 3G, 4G, 5G, háhraða aðgangsnet á 3,5 GHz og svo DVB tíðnir fyrir stafrænt sjónvarp. Hér fyrir neðan er listi yfir þau fyrirtæki sem hafa slíkar tíðniheimildir.

Tíðniheimild Öryggisfjarskipta ehf.

 Heiti  Tíðnisvið  Stærð  Útgáfud.  Gildist.(ár)
 Rennur út
 Svæði Tíðniheimild
TETRA
farstöðvakerfi
 380 MHz
 2x5  15.1.2013  9  1.1.2022  Allt landið
Heimild

 

Tíðniheimild Gagnaveitu Suðurlands

 Heiti  Tíðnisvið  Stærð  Útgáfud.  Gildist.(ár)
 Rennur út
 Svæði Tíðniheimild
 Háhraða
aðgangsnet
 3,5 GHz
 60MHz  23.01.2020  10  31.12.2021  Suðurland og Vesturland Heimild

 

 

Tíðniheimild IMC Ísland ehf.

 

 Heiti  Tíðnisvið  Stærð  Útgáfud.  Gildist.(ár)
 Rennur út
Svæði
 Tíðniheimild
 GSM 1800
 1800 MHz
 2x3,4  14.2.2012  10  14.2.2022  Allt landið nema
Suðurland og
SV-land
 Heimild

 

Tíðniheimildir Nova ehf.

Heiti
 Tíðnisvið  Stærð  Útgáfud.  Gildist.(ár)  Rennur út
 Svæði  Tíðniheimildir
 Háhraða farnet (C) 3600  MHz  100MHz  30.4.2020   1 2/3   31.12.2021 Allt landið  Heimild
 Háhraða farnet (C)
 800 MHz
 2x5  3.4.2013  10  2.4.2023 Allt landið
 Heimild
 Háhraða farnet (C2)  800 MHz  2x5  7.7.2017  15  6.7.2032 Allt landið  Heimild
 Háhraða farnet (J)
 1800 MHz
 2x5  3.4.2013  10  2.4.2023 Allt landið
 Heimild
 Háhraða farnet  2100 MHz
 2x15+5  30.3.2007  15  30.3.2022 Allt landið
 Heimild
 Háhraða farnet (G)  2100 MHz  2x5  7.7.2017  5  30.3.2022 Allt landið  Heimild
 Háhraða farnet (J og K)  2600 MHz  2x20  7.7.2017  15  31.7.2032 Allt landið  Heimild
 Háhraða farnet
 1800 MHz
 2x15  14.2.2012  10  30.3.2022 Allt landið
 Heimild
 Háhraða farnet
 900 MHz E
 2x5  30.3.2007  15  30.3.2022 Allt landið
 Heimild

 

 

Tíðniheimildir Fjarskipta hf. (Vodafone)

 Heiti  Tíðnisvið  Stærð  Útgefið  Gildist. (ár)
Rennur út
 Svæði  Tíðniheimildir
Háhraða farnet
3600 MHz
 100 MHz
 30.04.2020
1 2/3 31.12.2021  Allt landið
Heimild
 Háhraða farnet (D)  800 MHz  2x5  22.5.2017  6   2.4.2023  Allt landið  Heimild  
Háhraða farnet (D2)  800 MHz  2x5  7.7.2017  15  6.7.2032  Allt landið  Heimild  
Háhraða farnet (D og E)  800 MHz  2x10  3.4.2013  10  2.4.2023  Allt landið  Heimild  
Háhraða farnet (I)
1800 MHz
 2x5  3.4.2013  10  2.4.2023  Allt landið  Heimild
Háhraða farnet
 2100 MHz
 2x15  3.4.2007  15  2.4.2022  Allt landið
 Heimild
Háhraða farnet (F)
 2100 MHz  2x5  7.7.2017  5  30.3.2022  Allt landið  Heimild  
Háhraða farnet (I)  2600 MHz  2x20  7.7.2017  15  31.7.2032  Allt landið  Heimild  
Háhraða farnet
 1800 MHz
 2x15,4  14.2.2012  10  13.2.2022  Allt landið
 Heimild
Háhraða farnet
 900 MHz
 2x15  13.2.2017  5  13.2.2022  Allt landið
 Heimild
Stafrænt sjónvarp
 UHF  3x8  7.7.2017  12  8.7.2029  Allt landið
 Heimild
       
 
 

 

 

 

Tíðniheimildir Símans hf  

 Heiti Tíðnisvið
Stærð
 Útgáfud.

 Gildist.(ár)

Rennur út
 Svæði  Tíðniheimild
 Hahraða farnet (B)  3600 MHz  100 MHz  30.4.2020 1 2/3   31.12.2021  Allt landið  Heimild
 Háhraða farnet (F, G og H)  1800 MHz
 2x15  3.4.2013  10  2.4.2023  Allt landið
 Heimild
 Háhraða farnet  2100 MHz
 2x15+5  30.3.2007  15  30.3.2022  Allt landið
 Heimild
 Háhraða farnet (E)  2100 MHz  2x5  7.7.2017  5  30.3.2022  Allt landið  Heimild
 Háhraða farnet (H)  2600 MHz  2x20  7.7.2017  15  31.7.2032  Allt landið  Heimild
 Háhraða farnet
 1800 MHz
 2x15  14.2.2012  10  14.2.2022  Allt landið
 Heimild
 Háhraða farnet
 900 MHz  2x14,8  13.2.2017  5  13.2.2022  Allt landið
 Heimild
 Háhraða farnet (A)  700 MHz  2x10  7.7.2017  15  6.7.2032  Allt landið  Heimild
 Háhraða farnet (B)  700 MHz  2x10  7.7.2017  15  6.7.2032  Allt landið  Heimild

Farnetstíðnir

Kort yfir farnetstíðnir á Íslandi (Heimild: www.spectrummonitoring.com)

Tíðniskipulag

Evrópskur gagnabanki um tíðnirófið- EFIS
Á evrópskum gagnabanka (EFIS) eru upplýsingar um notkun tíðnirófsins í nokkrum Evrópuríkjum, þeirra á meðal Íslandi. Búið er að tengja þá pappíra sem gilda í hverju tilfelli (tilmæli, ákvarðanir, reglugerðir. o.s.frv.) þannig að hægt er að sækja öll gögn um tíðniskipulagið.
 
Nánari upplýsingar veitir Hörður R. Harðarson verkefnisstjóri.

Hér fyrir neðan eru töflur sem sýna skipulag tíðnirófsins frá 9 kHz til 400 GHz (NTFA, National Table of Frequency Allocation)

Umsóknir um tíðnir

Sækja þarf um heimild til þess að nota ljósvakann til fjarskipta og fá tíðni úthlutað í því skyni.  Greiða þarf fyrir heimildirnar skv. lögum nr 75/2021 um Fjarskiptastofu og gjaldskrá stofnunarinnar.

Leiðbeiningar og upplýsingar um aðferðir Fjarskiptastofu við úthlutanir á tíðnum.

Nánari upplýsingar um úthlutun á tíðnum veitir Hörður R. Harðarson

Sértíðnum á VHF (150-174 MHz) og UHF (440-470 MHz) tíðnisviðum er úthlutað til fyrirtækja, stofnana og félaga en ekki til einstaklinga. Reiknað er með að hver sértíðni geti staðið undir notkun 40-100 talstöðva. Þær reglur gilda að ef fjöldi talstöðva er undir 20 þá mega aðilar eiga von á að þurfa að deila tíðni með öðrum og er þá gerð krafa um að í stöðvarnar sé settur sítónsbúnaður.

Í umsókn um VHF/UHF tíðni þarf eftirfarandi að koma fram :

 

 1. Nafn og kennitala
 2. Staðsetning móðurstöðvar (ef um móðurstöð er að ræða)
 3. Þjónustusvæði
 4. Einnar tíðni eða tveggja tíðni notkun (simplex eða duplex)
 5. Hvort óskað er eftir VHF eða UHF rás
 6. Fjöldi talstöðva

Ekki má flytja móðurstöðvar nema að fengnu samþykki Fjarskiptastofu.

 

 

 

Samhliða umsókn um leyfi til fjölmiðlanefndar skal sótt um senditíðni til Fjarskiptastofu vegna skammtímahljóðvarpsins. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram í umsókninni:

 

 1. Nafn og kennitala umsækjanda
 2. Útsendingardagar
 3. Staðsetning sendis
 4. Frá hverjum er sendirinn

Þegar um er að ræða hljóðvarp frá kirkjum vegna jarðarfarar (hámark 3 klst), þarf ekki að sækja um hljóðmiðlunarleyfi til fjölmiðlanefndar en nóg er að sækja um senditíðni til Fjarskiptastofu með ofangreindum upplýsingum.
Senda má umsókn á faxi 5101509 eða með tölvupósti á fjarskiptastofa@fjarskiptastofa.is
 

Sé ætlunin að sækja um eða endurnýja leyfi til hljóð- og myndmiðlunar, vinsamlegast hafið samband við fjölmiðlanefnd.

 

 

 

Sækja þarf skriflega um tíðnir vegna hljóðvarps og sjónvarps. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að berast vegna úthlutunar á tíðnum fyrir hljóðvarp og sjónvarp:

 1. Útvarpsleyfi frá fjölmiðlanefnd
 2. Nafn og kennitala
 3. Þjónustusvæði og sendistaður
 4. Sendiafl og loftnetsmögnun
 5. Sendibúnaður

Sé ætlunin að sækja um eða endurnýja leyfi til hljóð- og myndmiðlunar, vinsamlegast hafið samband við fjölmiðlanefnd.

Erlendir ferðamenn og aðrir sem vilja nota radíóbúnað tímabundið hér á landi skulu sækja um það til Fjarskiptastofu á þar til gerðu umsóknareyðublaði (PDF skjal).

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:

 1. Nafn og heimilisfang (ef Íslendingur þá einnig kennitala)
 2. Upplýsingar um hvar og hvenær búnaðurinn kemur til landsins og fer úr landi
 3. Upplýsingar um þær tíðnir sem óskað er eftir að nota
 4. Upplýsingar um búnaðinn (tegund og raðnúmer)
 5. Upplýsingar um sendiafl
 6. Upplýsingar um hvar á að nota búnaðinn

Eftir að fjallað hefur verið um umsókn er áritað umsóknareyðublað notað sem leyfisbréf og skal það sýnt tollyfirvöldum bæði við komu búnaðar til landssins og brottför hans úr landi.

Almennar upplýsingar varðandi tímabundinn innflutning og starfrækslu radíóbúnaðar á ensku.

 

 

 

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma með umsókn um tíðnir fyrir fastasambönd:

 

 1. Nafn og kennitala umsækjanda
 2. Tíðnisvið
 3. Bandbreidd
 4. Sendistaður A (heiti staðar, staðsetning, lengd og breidd)
 5. Sendistaður B (heiti staðar, staðsetning, lengd og breidd)
 6. Vegalengd og stefnur
 7. Gerð búnaðar
 8. Sendiafl
 9. Loftnetsmögnun
 10. Loftnetshæð

Senda má umsókn á faxi 5101509 eða með tölvupósti á fjarskiptastofa@fjarskiptastofa.is.

 

Tíðnisvið án leyfis

Sum tíðnisvið eru ætluð fyrir tiltekna þjónustu án sérstakrar úthlutunar á tíðnum til einstakra notenda. Þetta á t.d. við um:

 • Tíðnisvið fyrir fjarskipti við skip, flugvélar, amatöra o.fl.
 • Tíðniisvið fyrir skammdrægan fjarskiptabúnað  sjá excellista, í samræmi við Evróputilmæli um skammdrægan fjarskiptabúnað (Short Range Devices (SRD)) sem gilda hér á landi
  ERC/REC/70-03
 • Tíðnisvið fyrir farnet sbr. töfluna hér fyrir neðan.
 Tíðnisvið fyrir farnet
 Notkun
 713 - 733 / 768 - 788 MHz 4G
 791-821 / 832-862 MHz 4G
 880.000 - 915.000 / 925.000 - 960.000 MHz GSM/3G
 1710.000 - 1785.000 / 1805.000 - 1880.000 MHz 4G
 1920 -1980 MHz / 2010 - 2170 MHz3G
 2500 - 2570 / 2620 - 2690 MHz 4G/5G
3500 - 3800 MHz5G

Tímabundin tíðnileyfi

umsóknareyðublaðiErlendir ferðamenn og aðrir sem vilja nota radíóbúnað tímabundið hér á landi skulu sækja um það til Fjarskiptastofu á þar til gerðu umsóknareyðublaði.
Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:

 • Nafn og heimilisfang (ef Íslendingur þá einnig kennitala)
 • Upplýsingar um hvar og hvenær búnaðurinn kemur til landsins og fer úr landi.
 • Upplýsingar um þær tíðnir sem óskað er eftir að nota
 • Upplýsingar um búnaðinn (tegund og raðnúmer)
 • Upplýsingar um sendiafl
 • Upplýsingar um hvar á að nota búnaðinn

Eftir að fjallað hefur verið um umsókn er áritað umsóknareyðublað notað sem leyfisbréf og skal  það sýnt tollyfirvöldum bæði við komu búnaðar til landssins og brottför hans úr landi.
Greiða skal leyfisgjald fyrir notkun búnaðar skv. gjaldskrá Fjarskiptastofu.

Kort sem sýna tíðnir/rásir og staðsetningar hljóðvarpssenda og sjónvarpssenda

Staðsetning og tíðnir sjónvarpssenda:

Allt landið - kort

Listi yfir sjónvarpssenda UHF TV rásir - DVB (02.09.2021)

Staðsetning og tíðnir hljóðvarpssenda (FM):