Hoppa yfir valmynd

Stefna Fjarskiptastofu um öryggi og virkni fjarskiptainnviða

Stefna Fjarskiptastofu um öryggi og virkni fjarskiptainnviða var birt í mars 2020.

Í stefnunni er sett fram framtíðarsýn stofnunarinnar hvað varðar öryggi og virkni fjarskiptainnviða hér á landi. Þessi framtíðarsýn byggir á almennum markmiðum er varða, í fyrsta lagi, öryggisstig og öryggisvitund á fjarskiptamarkaðinum og í öðru lagi, framkvæmd áhættumats á mikilvægum þáttum fjarskiptainnviða. Þá er einnig sett fram kynning á sértækari aðgerðum, svo sem gerð úttektarstefnu og setningu verklagsreglna, sem eftirfylgni með almennum markmiðum stofnunarinnar.

Fjarskiptastofa vinnur að framkvæmd áhættumats í samvinnu við stærstu fjarskiptafélög landsins líkt og stefnan kveður á um. Um er að ræða mjög umfangsmikið verkefni sem mun veita stofnuninni yfirsýn yfir stöðu, samvirkni og stærstu áhættuþætti sem steðja að fjarskiptainnviðum og geta valdið alvarlegum truflunum og rofi á fjarskiptum hjá miklum fjölda notenda og/eða á stórum landssvæðum. Niðurstöður matsins munu jafnframt veita stofnuninni leiðarljós í forgangsröðun við framkvæmd eftirlits hennar og gerð úttektaráætlunar á mikilvægum fjarskiptainnviðum.

Drög að stefnunni fóru í samráð í nóvember 2019 og bárust ekki efnislegar athugasemdir frá hagsmunaaðilum varðandi þau almennu og sértæku markmið sem þar voru sett fram. Stefnan er því efnislega óbreytt frá drögunum.

Stefnuna má  finna í leitarvel fyrir útgefið efni Fjarskiptastofu.