Fréttasafn
22. júní 2016
Norræn fjarskiptanotkun: Gagnanotkun í farnetum heldur áfram að aukast hratt
Nánar
Í dag kemur út skýrsla sem Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) og systurstofnanir hennar á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum hafa tekið saman um notkun helstu þátta fjarskiptaþjónustu og þróun undanfarinna ára í löndunum átta. Þetta er sjöunda árið í röð sem fjarskiptanotkun íbúa Norðurlandanna er borin saman og Eystrasaltslöndin hafa einnig verið með síðustu ár.
15. júní 2016
Ársskýrsla PFS fyrir árið 2015 komin út
Nánar
Í skýrslunni er farið yfir það helsta sem einkenndi starfsemi stofnunarinnar og starfssvið á því ári og litið til framtíðar á fjarskipta- og póstmarkaði.
14. júní 2016
Úrskurðarnefnd staðfestir ákvörðun PFS um útnefningu Mílu með umtalsverðan markaðsstyrk á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína
Nánar
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur með úrskurði sínum í máli nr. 8/2015 staðfest ákvörðun PFS nr. 21/2015 um að Míla hafi stöðu fyrirtækis með umtalsverðan markaðsstyrk á viðkomandi heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína.
13. júní 2016
Ákvörðun PFS um óumbeðin fjarskipti Sjálfstæðisflokksins felld úr gildi
Nánar
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur með úrskurði sínum í máli nr. 6/2015, frá 9. júní sl., fellt úr gildi ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) nr. 13/2015 varðandi óumbeðin fjarskipti Sjálfstæðisflokksins
9. júní 2016
Samráð um viðmiðunartilboð Mílu fyrir bitastraumsaðgang í heildsölu
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur borist uppfært viðmiðunartilboð Mílu fyrir bitastraumsaðgang í heildsölu. Með ákvörðun PFS nr. 21/2014 um útnefningu fyrirtækis með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumörkuðum heimtauga og bitastraums var Mílu gert að uppfæra viðmiðunartilboð sitt á þessu sviði.
31. maí 2016
PFS samþykkir beiðni Íslandspósts um hækkun gjaldskrár fyrir bréf innan einkaréttar (0 - 50 gr.)
Nánar
Hækkunin er fyrst og fremst til komin vegna frávika frá þeim forsendum Íslandspósts sem gengið var út frá í ákvörðun PFS nr. 35/2015 vegna svokallaðs SALEK samkomulags.
27. maí 2016
Nýjar reglur ESB um nethlutleysi - opinn kynningarfundur BEREC
Nánar
Samstarfsvettvangur fjarskiptaeftirlitsstofnana Evrópusambandsins heldur opinn kynningarfund þann 6. júní nk. þar sem hægt verður að taka þátt gegnum netið. Hægt að skrá sig til þátttöku til 1. júní nk.
25. maí 2016
PFS kallar eftir samráði um endurskoðun gjaldskrár Mílu fyrir lúkningarhluta leigulína
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lokið við yfirferð á kostnaðargreiningu Mílu ehf. á heildsölugjaldskrá fyrir lúkningarhluta leigulína. Þær vörur sem verðskrá Mílu nær til tilheyra heildsölumarkaði fyrir lúkningarhluta leigulína sem er markaður nr. 6 samkvæmt tilmælum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá árinu 2008.