Fréttasafn
4. maí 2018
Niðurstaða í kvörtunarmáli gegn Mílu varðandi jarðvegsframkvæmdir
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt ákvörðun sína nr. 5/2018 í deilumáli milli Mílu og GR varðandi auglýsingar á fyrirhuguðum jarðvegsframkvæmdum.
3. maí 2018
Breyting á reglum um innanhússfjarskiptalagnir
Nánar
PFS vekur athygli á því að í gær voru í Stjórnartíðindum birtar reglur nr. 421/2018 til breytinga á reglum PFS nr. 1111/2015 um innanhússfjarskiptalagnir.
2. maí 2018
PFS samþykkir skilmála Mílu fyrir IPTV sjónvarpsflutning á aðgangsleið 3
Nánar
Með ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) nr. 6/2018 samþykkir stofnunin skilmála Mílu ehf. (Mílu) á nýrri þjónustu, IPTV sjónvarpsflutnings á aðgangsleið 3.
16. apríl 2018
Samráð við ESA um gjaldskrá Mílu á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína
Nánar
Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að ákvörðun varðandi endurskoðun á heildsölugjaldskrá Mílu fyrir stofnlínuhluta leigulína til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Samkvæmt ákvörðunardrögunum hyggst PFS samþykkja kostnaðargreiningu Mílu með þeim breytingum sem gerðar voru við meðferð greiningarinnar hjá stofnuninni.
16. apríl 2018
Niðurstaða síðara samráðs um breytingar á reglum innanhússfjarskiptalagnir
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur nú unnið úr umsögnum um þær breytingar sem stofnunin boðaði í síðara samráði um breytingar á reglum nr. 1111/2015 um innanhússfjarskiptalagnir. Að þessu sinni bárust stofnuninni athugasemdir frá fjórum aðilum, þ.e. Gagnaveitu Reykjavíkur ehf., Mílu ehf. og Tengi hf. og frá sjálfstætt starfandi rafeindavirkjameistara.
11. apríl 2018
Aðalritari Alþjóðafjarskiptasambandsins afhendir íslenskum stjórnvöldum viðurkenningu fyrir árangur í fjarskiptum og upplýsingatækni árið 2017
Nánar
Ísland varð í fyrsta sæti á heimsvísu árið 2017, á lista Alþjóðafjarskiptasambandsins (ITU) yfir árangur þjóða heimsins í útbreiðslu og notkun fjarskipta og upplýsingatækni er mældur. Aðalritari sambandins er staddur hér á landi af þessu tilefni og afhenti í dag Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra viðurkenningu fyrir þennan góða árangur Íslands.
6. apríl 2018
Hlutfall línulegs áhorfs á íslenskar sjónvarpsstöðvar breytist lítið
Nánar
PFS hefur nú í þriðja sinn fengið rannsóknarfyrirtækið Gallup til að skoða sérstaklega hlutfall hliðraðs áhorfs á íslenskar sjónvarpsstöðvar, en fyrirtækið hefur mælt sjónvarpsáhorf með rafrænum hætti frá árinu 2008. Sú skýrsla sem hér er lögð fram sýnir þróun á hlutfalli hliðraðs áhorfs gagnvart línulegu áhorfi á síðustu fimm árum, frá upphafi ársins 2012 til loka ársins 2017.
28. mars 2018
Samráð við ESA um viðbætur við viðmiðunartilboð Mílu og heildsölugjaldskrá fyrir IP sjónvarpsþjónustu á aðgangsleið 3
Nánar
Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að ákvörðun um skilmála Mílu ehf. (Míla) fyrir IP sjónvarpsþjónustu (IPTV) á aðgangsleið 3 í samráð til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA).