Fréttasafn
29. október 2018
Opið samráð um leiðbeiningar PFS um frágang og öryggi ljósleiðarastrengja
Nánar
PFS hefur nú samið drög að óskuldbindandi leiðbeiningum um frágang og öryggi ljósleiðarastrengja. PFS er ljóst að markaðsaðilar, margir hverjir, búa yfir áratuga reynslu og þekkingu á því hvernig skuli byggja upp almenn fjarskiptanet þannig að þau standist eðlilegar og jafnvel fyllstu öryggiskröfur. PFS óskar því eftir samráði við markaðsaðila og aðra hagsmunaaðila um efni leiðbeininganna.
25. október 2018
PFS hefur ákvarðað ný heildsöluverð fyrir lúkningu símtala í farsímanetum og föstum almennum talsímanetum
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt ákvarðanir sínar nr. 18/2018 um heildsöluverð fyrir lúkningu símtala í föstum almennum talsímanetum (markaður 1/2016) og nr. 19/2018 um heildsöluverð fyrir lúkningu símtala í farsímanetum (markaður 2/2016). Mælt er fyrir um að niðurstaða verðsamanburðar sem stofnunin hefur framkvæmt verði grundvöllur hámarksverða fyrir lúkningu símtala í farsímanetum og föstum almennum talsímanetum.
5. október 2018
Úrlausn ágreinings um staðsetningu bréfakassa
Nánar
Í málunum var deilt um það hvort Íslandspósti hafi verið heimilt að krefjast þess að hússtjórnir í tilteknum fjölbýlishúsum í Hafnarfirði settu upp sameiginlega bréfakassa.
27. september 2018
Samráð við ESA um heildsölugjaldskrá fyrir lúkningu símtala í farsímanetum og föstum almennum talsímanetum
Nánar
Drög að ákvörðun varðandi heildsölugjaldskrár fyrir lúkningu símtala í farsímanetum og föstum almennum talsímanetum hafa verið send til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA.
14. september 2018
Kvörtun Gagnaveitu Reykjavíkur varðandi kostnaðargrunn gjaldskrár Mílu fyrir koparheimtaugar hafnað
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) birtir ákvörðun sína nr. 14/2018 í kvörtunarmáli Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. (GR) gegn Símanum hf. sem varðaði hækkun Símans hf. á línugjaldi ljósleiðara í nóvember 2017. Samkvæmt kvörtuninni taldi GR að með þeirri aðgerð hafi Símasamstæðan verið að innheimta kostnað af innviðafjárfestingu Mílu ehf. hjá viðskiptavinum Símans hf.
28. ágúst 2018
PFS kallar eftir samráði um endurskoðun Íslandspósts á gjaldskrá innan einkaréttar í póstþjónustu
Nánar
Með ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) nr. 2/2018, var það niðurstaða stofnunarinnar að ekki væru skilyrði til þess að breyta ákvörðun Íslandspósts ohf. um fækkun dreifingardaga sem tók gildi þann 1. febrúar sl. Sjá nánar frétt stofnunarinnar þann 23. janúar 2018. Ákvörðunin kvað hins vegar einnig á um það að Íslandspóstur skyldi endurskoða gjaldskrá fyrirtækisins fyrir 1. júní 2018.
10. ágúst 2018
PFS kallar eftir samráði um heildsöluverð fyrir lúkningu símtala í farsímanetum og föstum netum
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur nú framkvæmt verðsamanburð til að ákvarða hámarksverð fyrir lúkningu símtala sem gilda skulu á árinu 2019. Verðsamanburðurinn byggir á ákvörðun PFS nr. 20/2015, um útnefningu fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumörkuðum fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum, og ákvörðun PFS nr. 22/2016, um útnefningu fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumörkuðum fyrir lúkningu símtala í einstökum föstum almennum talsímanetum. Framkvæmd og niðurstaða verðsamanburðarins er nánar tilgreind í þeim ákvörðunardrögum sem hér eru lögð fram til samráðs.
3. júlí 2018
Síminn braut fjölmiðlalög með því að beina viðskiptavinum Sjónvarps Símans að tengdu fjarskiptafyrirtæki
Nánar
Í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS), nr. 10/2018, kemst stofnunin að þeirri niðurstöðu að Síminn hf. (Síminn) hafi brotið gegn bannákvæði 5. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga nr. 38/2011, sem leggur bann við því að fjölmiðlaveita beini viðskiptum viðskiptamanna sinna að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Með stoð í 4. mgr. 54. gr. fjölmiðlalaga leggur PFS 9.000.000 kr. stjórnvaldssekt á Símann sem greiðist í ríkissjóð, en hámarks sektarheimild er 10.000.000 kr.