Fréttasafn
17. ágúst 1998
Tal hf. fær rekstraleyfi
Nánar
17. ágúst 1998 FRÉTTATILKYNNING Í samræmi við fjarskiptalög og lög um Póst- og fjarskiptastofnun hefur Póst og fjarskiptastofnun gefið út í dag rekstrarleyfi til Tals hf. Samkvæmt rekstrarleyfinu hefur Tal hf. nú leyfi til að starfrækja DCS 1800 (GSM 1800) fjarskiptanet og -þjónustu og er Tal hf. þar með rekstrarleyfishafi númer tvö sem hefur slíkt leyfi. Auk fyrrgreinds rekstrarleyfis hefur Tal hf. einnig leyfi til að starfrækja GSM 900 fjarskiptanet og -þjónustu en það leyfi fékk Tal hf. á síðastliðnu ári.
30. júlí 1998
Landssíminn með verulega markaðshlutdeild
Nánar
30.07.1998 Í samræmi við fjarskiptalög og lög um Póst- og fjarskiptastofnun hefur Póst- og fjarskiptastofnun gefið út í dag rekstrarleyfi til Landssíma Íslands hf. Í leyfinu er skilgreint hvaða fjarskiptaþjónustu og hvaða fjarskiptanet Landssímanum sé heimilt að starfrækja.