Hoppa yfir valmynd

Sjálfsmat á rekstraraðilum

Fjarskiptastofa metur fyrirkomulag netöryggismála og umgjörð áhættustýringar fjarskiptafyrirtækja og rekstraraðila stafrænna grunnvirkja meðal annars með því að leggja fyrir spurningalista þar sem fyrirtæki og rekstraraðilar meta stöðu sína gagnvart lágmarkskröfur til netöryggis.

Tilgangur með slíku sjálfsmati er aukin yfirsýn Fjarskiptastofu á stöðu netöryggismála hjá eftirlitsskyldum aðilum. Sjálfsmatið gefur  fyrirtækjum og rekstraraðilum einnig tækifæri til að meta sitt öryggisskipulag með tilliti til þeirra lágmarkskrafna sem gilda hér á landi og alþjóðlegum viðmiðum um bestu framkvæmd.

Stefnt er að því að leggja sjálfsmat fyrir stærstu fjarskiptafyrirtæki og rekstraraðila stafrænna grunnvirkja á þriggja ára fresti. Það er í samræmi við núverandi framkvæmd en stofnunin hefur tvisvar lagt  sjálfsmat fyrir rekstraraðila nauðsynlegrar þjónustu á sviði stafrænna grunnvirkja og einu sinni fyrir stærstu fjarskiptafyrirtæki landsins.

Til viðbótar vinnur Fjarskiptastofa í samvinnu við önnur eftirlitsstjórnvöld að framkvæmd sjálfsmats á öðrum mikilvægum innviðum á grundvelli netöryggislaga. Um er að ræða aðgerð innan aðgerðaráætlunar ráðherra á sviði netöryggis.

Niðurstöður sjálfsmats nýtast sem mikilvægt innlegg fyrir afmörkun og forgangsröðun frekara eftirlits með fjarskiptafyrirtækjunum í formi úttekta og prófana.