Þjónusta
CERT-IS veitir fyrst og fremst mikilvægum innviðum og fjarskiptafélögum eftirfarandi þjónustu:
Tilkynningar og viðvaranir
CERT-IS leggur upp úr því að senda tilkynningar og viðvaranir til að vara við mögulegum ógnum innan netumdæmis Íslands
Miðlun ástandsvitundar
CERT-IS safnar upplýsingum bæði hér á landi og erlendis frá um þær ógnir sem eru í gangi og þróun veikleika, sem við miðlum áfram.
Samræming viðbragða
Ef upp kemur alvarleg ógn eða áhætta, svo sem stórir veikleikar, er það hlutverk CERT-IS að samræma viðbrögð um varnir svo allir fái réttar og tímanlegar upplýsingar til sín
Aðstoð í og eftir atvik
CERT-IS aðstoðar með viðbragð í atvikum sem og veitir ráðgjöf um hvernig draga skal úr tjóni og hjálpar við atvikagreiningu þegar viðbragði er lokið.
Trúnaður
Þar sem CERT-IS er undanskilið upplýsingalögum er öll þjónusta frá okkur veitt í algjörum trúnaði.
Atvik er varða þjóðaröryggi eða sem hafa alvarleg áhrif á landsvísu er okkur lagalega skylt að tilkynna til Almannavarnardeilda Ríkislögreglustjóra.
Enginn kostnaður fyrir mikilvæga innviði
Mikilvægir innviðir fá þessa þjónustu sér að kostnaðarlausu. Aðrir geta gert sérstaka samstarfssamning við okkur til að fá sambærilega þjónustu gegn gjaldi.