Hoppa yfir valmynd

Sviðshópar

Á vegum CERT-IS eru starfræktir sviðshópar mikilvægra innviða þar sem fyrirtæki og stofnanir vinna saman að bættu netöryggi nauðsynlegrar þjónustu á Íslandi.

Hóparnir eru stofnaðir á grundvelli 13. gr. reglugerðar 480/2021: 
„Netöryggissveit skal viðhafa virkt samstarf við þjónustuhópa sína og hvetja til tæknilegs samstarfs innan og meðal þeirra. Í því skyni skal sveitin setja á fót og leiða starf eftirfarandi hópa og skulu allir viðeigandi aðilar tilnefna fulltrúa sinn í þá.“

CERT-IS hefur virkjað eftirfarandi hópa, en hópur vatnsveitna bíður tilnefninga:

  • Samstarfshópur Fjarskiptainnviða
  • Sviðshópur Stafrænna grunnvirkja
  • Sviðshópur Fjármálainnviða
  • Sviðshópur Orkuinnviða
  • Sviðshópur Samgönguinnviða
  • Sviðshópur Heilbrigðisinnviða
     

Þátttakendur í sviðshópum miðast við rekstraraðila nauðsynlegrar þjónustu en listi þeirra er gefinn út af ráðherra og birtur í stjórnartíðindum. 

Innan hópanna er markvisst unnið að því að auka virk samskipti um netöryggismál, m.a. með því að fara yfir áhættur og ógnir. 

Skipulagðar eru netöryggisæfingar með hópunum en þær eru veigamikill hluti í undirbúningi undir stóráföll og skila miklum ávinningi hjá þeim sem taka þátt. 

Hóparnir eru líka vettvangur til að auka ástandsvitund um netöryggi og byggja undir stöðumynd fyrir Ísland og hvern geira.

 

Svidshopar