Kvörtun frá neytendum til Fjarskiptastofu
Fjarskiptastofa tekur við kvörtunum vegna eftirfarandi:
- framkvæmda fjarskiptafyrirtækja á fjarskiptalögum,
- starfsemi traustþjónustuveitenda,
- neytendamála á sviði fjarskipta og mála er varða friðhelgi einkalífs og persónuvernd í fjarskiptum
Vinsamlega athugið að sá sem kvartar yfir starfsemi traustþjónustuveitenda fær ekki aðilastöðu samkvæmt stjórnsýslulögum. Kvartandi verður því ekki aðili málsins sem er milli Fjarskiptastofu og traustþjónustuveitanda. Kvartandi hefur því ekki upplýsingarétt skv. 15. gr. stjórnsýslulaga og hefur ekki aðgang að gögnum sem traustþjónustuveitandi hefur skilað til Fjarskiptastofu og þagnarskylda ríkir um. Um rétt kvartanda til upplýsinga fer eftir ákvæðum upplýsingalaga.
Umboð
Fyllið út í reitina hér fyrir neðan og sendið. Athugið að fylla verður út í stjörnumerkta reiti til að hægt sé að senda eyðublaðið.