Hoppa yfir valmynd

Algengar spurningar og svör

Óheimilt er að nota óumbeðin fjarskipti í markaðslegum tilgangi nema viðtakandi hafi gefið fyrirfram samþykki sitt fyrir að taka á móti slíkum sendingum.

Þessa reglu er að finna í 94. gr. fjarskiptalaga nr. 70/2022. Tilgangur hennar er að takmarka það ónæði sem notendur fjarskiptaþjónustu geta orðið fyrir vegna beinnar markaðssetningar með hjálp fjarskiptatækni, t.d. SMS eða tölvupósti, óháð því hvort hún á sér göfugan tilgang eða helgast af hreinum viðskiptahagsmunum.

Hvað er bein markaðssetning?

Bein markaðssetning er hvers konar markaðsátak sem hefur í för með sér beina sókn að einstaklingi í því skyni að selja eða bjóða honum vöru eða þjónustu.

Söluaðili snýr sér beint að tilteknum aðila, einum eða fleiri, ýmist á grundvelli nafns viðkomandi, tölvupóstfangs, símanúmers eða annarra upplýsinga.

Kynning eða boð um vöru og/eða þjónustu þarf ekki að vera í hagnaðarskyni til að teljast bein markaðssetning.

Ef markmiðið er að fá viðkomandi aðila til að skuldbinda sig með einhverjum hætti, t.d. að kaupa áskrift, kaupa eitthvað til að styrkja félagsstarfsemi eða inna greiðslur af hendi í öðrum tilgangi er um beina markaðssetningu að ræða. Þetta á einnig við þó ekki sé um fjármuni að ræða, t.d. þegar verið er að biðja fólk um að setja nöfn sín á stuðningslista.

Hafi efni óumbeðinna fjarskipta ekki að geyma kynningu eða sölu á vörum eða þjónustu eða boð um slíkt og ekki má skilja efni þeirra þannig að ætlast sé til þess að móttakandinn bregðist við sendingunni eða símtalinu með tilteknum hætti, þá telst slíkt ekki vera bein markaðssetning.

Hvað felst í samþykki?

Samþykki hefur verið skilgreint með eftirfarandi hætti:

„Óþvinguð, sértæk, upplýst og ótvíræð viljayfirlýsing hins skráða um að hann samþykki, með yfirlýsingu eða ótvíræðri staðfestingu, vinnslu persónuupplýsinga um sig.“

Það er ekki heimilt að senda út tölvupóst til einstaklinga í þeim tilgangi að afla samþykkis fyrir sendingu tölvupósta í markaðslegum tilgangi. Ekki er nóg að einstaklingur gefi í skyn að hann vilji fá slíkan tölvupóst, t.d. með athafnaleysi, svo sem því að taka ekki merkingu úr fyrirfram útfylltum reitum áður en form er sent. Skilgreining á samþykki kveður á um að það skuli innihalda yfirlýstan vilja hans. Má því segja að samþykki þurfi að fela í sér ákveðna athöfn af hálfu hlutaðeigandi svo það teljist vera ótvírætt.

Það er þó heimilt fyrir fyrirtæki og söluaðila að nálgast fyrirtæki í markaðslegum tilgangi með sendingu tölvupósta á almenn tölvupóstföng fyrirtækja og stofnana, séu þau fyrir hendi. Ekki er heimilt að senda tölvupósta á tölvupóstföng sem fyrirtæki eða stofnun hefur úthlutað einstaka starfsmönnum sínum.

Bannmerkingar í símaskrá og þjóðskrá

Virða verður bannmerkingu í símaskrá. Slíkar bannmerkingar gilda einungis um símtöl. Einstaklingar eiga ætíð rétt á að fá að vita hvaðan upplýsingar um þá koma sem liggja úthringingu til grundvallar.

Ef einstaklingur óskar eftir að vera bannmerktur í símaskrá þarf viðkomandi að hafa samband við það fjarskiptafyrirtæki sem hann er í viðskiptum hjá, eða þann aðila sem veitir símaskrárupplýsingar.

Þar með er óleyfilegt að ónáða viðkomandi af aðilum sem stunda beina markaðssetningu. Tekur þetta jafnframt til annarra sem hafa afnot af sama númeri.

Hjá Þjóðskrá Íslands geta aðilar óskað eftir að vera undanþegnir frá því að vera á úrtakslistum úr þjóðskrá vegna markaðsstarfsemi. Þá er viðkomandi settur á svokallaða bannskrá skv. reglum nr. 36/2005 um bannskrár Þjóðskrár. Þegar einstaklingar eru skráðir á bannskrá hjá Þjóðskrá færist sú skráning ekki sjálfkrafa yfir á úrtakslista sem þegar eru í notkun hjá öðrum og veitt hefur verið heimild til að nota í markaðs-setningarskyni. Þess vegna er mikilvægt að þeir aðilar sem nota úthringilista til markaðssetningar uppfæri þá reglulega til að koma í veg fyrir að haft sé samband við aðila sem eru bannmerktir, hvort heldur sem er í símaskrá eða bannskrá.

Hver ber ábyrgð, fyrirtækið eða úthringiþjónustan?

Fyrirtæki fá oft úthringiþjónustu sér til aðstoðar vegna hvers konar úthringiverkefna. Fjarskiptastofa hefur litið svo á að fyrirtækið sem kaupir úthringiþjónustuna beri ábyrgð á að úthringi-, eða útsendingarlistar sem notaðir eru séu réttir. Því er mikilvægt að uppfæra slíka lista reglulega, þó svo annar aðili sé fenginn til að sjá um sjálfar úthringingarnar.

Kvartanir til Fjarskiptastofu vegna óumbeðinna fjarskipta

Neytendur geta sent kvörtun vegna óumbeðinna fjarskipta til Fjarskiptastofu. Hér á vefnum er sérstakt kvörtunareyðublað sem fylla þarf út og senda inn.

Ef óskað er frekari upplýsinga er velkomið að hafa samband við okkur. Sjá upplýsingar um netfang, símanúmer og afgreiðslutíma hér neðst.

Hér fyrir neðan er Leiðbeiningabæklingur Fjarskiptastofu um óumbeðin fjarskipti sem PDF skjal.

Leiðbeiningabæklingur vegna óumbeðinna fjarskipta. Uppfærður árið 2023.

 

Til alþjónustu teljast þeir þættir fjarskipta sem boðnir eru öllum neytendum á viðráðanlegu verði, óháð landfræðilegri staðsetningu þeirra.

Sjá nánar um alþjónustu í fjarskiptum.

 

 

Já. Tilkynna skal til Fjarskiptastofu, ef rökstuddur grunur er um að óeðlilegar truflanir á fjarskiptum.

Fjarskiptastofa á að tryggja að fjarskipti séu truflanalaus og hefur það hlutverk að miða út og stöðva rekstur ólöglegra truflanavalda í ljósvakanum.

Ef vart verður truflana á sjónvarps- eða útvarpsmóttöku telur Fjarskiptastofa hins vegar eðlilegt að fyrst sé leitað til fagmanna, þ.e. þeirra sem bera ábyrgð á loftnetslögnum í húsinu. Ef þeir komast að þeirri niðurstöðu með mælingum að ólöglegar sendingar séu í loftinu, skulu þeir tilkynna um það til stofnunarinnar með því að fylla út rafrænt eyðublað hér á vefnum. Einnig er hægt að tilkynna um truflanir með tölvupósti (bjarni(hjá)fjarskiptastofa.is) eða í síma 822-1596.

 

Það getur verið í lagi, en rétt er að vera vel á varðbergi, til þess að komast hjá vandræðum, þegar varan kemur til landsins.

Aðeins má setja radíótæki, sem eru CE-merkt, á markað á Evrópska efnahagssvæðinu. Ef vara er keypt frá útlöndum á Netinu, er seljandinn að setja vöruna á markað hér á landi og gilda því sömu reglur og um vöru, sem seld er í verslunum hér á landi.

CE-merkingin felur í sér yfirlýsingu frá framleiðanda um að varan sé ætluð til notkunar í Evrópu.

Radíóbúnaður, t.d. talstöðvar og fjarstýrð leikföng, sem er leyfður og almennt notaður utan Evrópu en framleiðandinn hefur ekki ætlað beint til notkunar í Evrópu, er því ólöglegur og notkun hans óheimil hér á landi.

Sjá meira um CE merkingar og kaup á tækjum.

 


 

Fjarskiptastofa tekur við kvörtunum frá neytendum telji þeir að fjarskiptafyrirtæki brjóti gegn þeim skyldum sínum sem kveðið er á um í lögum eða almennum heimildum og rekstrarleyfum.

Rafrænt kvörtunareyðublað

 

 

Í gildi eru reglur Evrópusambandsins um verðþök á notkun farsíma milli landa innan EES svæðisins (Evrópusambandið, Noregur, Ísland og Lichtenstein).  Þessar reglur gilda ekki utan þessa svæðis.

Hér á vefnum eru góð ráð um farsímanotkun í útlöndum.

Á heimasíðum símafyrirtækjanna eiga einnig að vera upplýsingar um reikisamninga þeirra og gjaldskrár erlendra símafyrirtækja sem samið hefur verið við.

Rétt er að benda notendum á að ofan á uppgefna gjaldskrá erlenda símafyrirtækisins leggst jafnan þjónustugjald og 25,5% virðisaukaskattur.

 

Heimasími

Óumbeðin símtöl 
Notkun sjálfvirkra uppkallskerfa, símbréfa eða tölvupósts fyrir beina markaðssetningu er því aðeins leyfð að áskrifandi hafi fyrirfram veitt samþykki sitt. Þó er heimilt að nota tölvupóstfang við sölu á vörum eða þjónustu fyrir beina markaðssetningu á eigin vörum eða þjónustu ef áskrifanda er gefinn kostur á að andmæla slíkri notkun þeim að kostnaðarlausu þegar skráning á sér stað og sömuleiðis í hvert sinn sem skilaboð eru send. Að öðru leyti er hin almenna regla að óumbeðin símtöl í formi beinnar markaðssetningar eru óheimil til áskrifenda sem óska ekki eftir að taka á móti þeim.

Bannmerking í símaskrá
Áskrifendur geta óskað eftir að gefið verði til kynna með merkingu í símaskrá að upplýsingar um hann megi ekki nota í tilgangi beinnar markaðssetningar.
(Sjá 46. grein laga um fjarskipti nr 81/2003)

Kvartanaleiðir

  • Notandi sem vill kvarta  yfir heimasíma skal snúa sér til viðkomandi fjarskiptafyrirtækis
  • Kvörtun til Fjarskiptastofu:
    Telji notandi að fjarskiptafyrirtæki sem rekur fastasíma hafi brotið gegn skyldum sínum samkvæmt lögum um fjarskipti eða gegn skilyrðum sem mælt er fyrir um í almennum heimildum, réttindum eða í rekstrarleyfi getur hlutaðeigandi beint kvörtun til Fjarskiptastofu um að hún láti málið til sín taka. Stofnunin skal leita álits viðkomandi fjarskiptafyrirtækis á kvörtuninni og jafnframt freista þess að jafna ágreining aðila á skjótan hátt. Náist ekki samkomulag skal úr ágreiningi skorið með ákvörðun. Ákvarðanir Fjarskiptastofu sæta kæru til sérstakrar nefndar, úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Kæra skal berast nefndinni innan fjögurra vikna frá því að viðkomanda varð kunnugt um ákvörðun stofnunarinnar.

Sjá meira um óumbeðin fjarskipti hér á vefnum.

 

 

 

Póst- og fjarskiptastofnun afhendir fjarskiptafyrirtækjum númerröðum,m.a. fyrir fastasíma. Við pöntun á síma úthluta fyrirtækin áskrifendumnúmerum og stendur þeim yfirleitt til boða að velja úr lausum númerum ínúmerröðunum. Almenn símanúmer á Íslandi eru með 7 tölustöfum en þegarnúmer er valið erlendis frá er landsnúmerinu 354 skeytt framan við.Fastasímanúmer sem í notkun eru byrja á tölustöfunum 4 eða 5.

Númeraflutningur

  • Áskrifendur heimasíma/fastasíma sem gera þjónustusamning við annað fjarskiptafyrirtæki en þeir hafa áður þegið þjónustu hjá skulu eiga rétt á að flytja með sér númer sem þeir hafa hjá því fjarskiptafyrirtæki sem þeir voru áður tengdir
  • Áskrifendur fastasíma sem flytja milli símastöðvasvæða fjarskiptafyrirtækja hvar sem er á landinu eiga rétt á að halda númerum sínum óbreyttum
  • Áskrifendur í fastasíma eiga rétt á að flytja númer sín milli mismunandi þjónustu hjá sama fjarskiptafyrirtæki ef forsendur fyrir verðlagningu þjónustu eru í grundvallaratriðum hinar sömu
  • Áskrifandi sem óskar eftir númeraflutningi milli fjarskiptafyrirtækja skal gera þjónustusamning við fjarskiptafyrirtækið sem hann vill skipta við. Samningurinn getur verið skriflegur, á rafrænu formi eða munnlegur. Í síðasttalda tilfellinu skal fjarskiptafyrirtækið senda áskrifandanum staðfestingu skriflega eða á rafrænu formi.

Númerabirting 
Fjarskiptafyrirtæki sem reka almenna fastasímaþjónustu skulu bjóðanúmerabirtingu í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd. Áskrifendurgeta valið þann kost að númer þeirra birtist ekki viðtakanda símtalsins.
Sjá einnig Reglur um númerabirtingar nr. 629/2008

Símaskrá
Öllum notendum skal vera opin a.m.k. ein símaskrá sem inniheldurupplýsingar um öll símanúmer. A.m.k. ein símaupplýsingaþjónusta á aðvera opin öllum notendum með upplýsingum um öll símanúmer nemaáskrifandi hafi óskað eftir því að vera óskráður í gagnagrunnisímaskrár.
Nokkrir aðilar hafa þessa upplýsingaþjónustu um símanúmer með höndum en Já upplýsingaveitur hafa skuldbundið sig til að halda úti vefþjónustu og prentaðri símaskrá til ársloka 2016. Sjá nánar um Já.is.
Óheimilt er að krefja áskrifanda sem vill vera óskráður um gjald fyrirþað. Áður en persónulegar upplýsingar um áskrifendur eru skráðar íprentuðum eða rafrænum skrám skulu þeir eiga aðgang að upplýsingunum.Upplýsingar í skrám og númerupplýsingaþjónustu eiga að takmarkast viðþað sem þarf til að kennsl á áskrifandann nema hann hafi veitt ótvíræðaheimild til annars.

Stuttnúmer
Fjögurra tölustafa stuttnúmer eru úthlutuð sem aðgangsnúmer að ýmiskonar þjónustu símafyrirtækjanna þ.m.t. forval en einnig fyrir ákveðnaopinbera þjónustu. Auk þess er í notkun þriggja tölustafa númer fyrirneyðarsímtöl (112).

Forval
Í gildi eru reglur um forval símnotenda.  Í forvali geta símnotendurkosið þjónustu nýrra þjónustuveitenda t.d. fyrir símtöl til útlanda meðþví að velja fjögurra tölustafa forskeyti. Er þá fyrst valið forskeytið,síðan 00 og eftir það landsnúmer og símanúmer þess sem hringt er til.Forskeytin eru frá 1000 upp í 1100. Nauðsynlegt er að notendur skrái sighjá viðkomandi þjónustuveitanda fyrirfram.

Útlandaforskeyti
Þegar beina á símtölum til útlanda verður að velja 00 á undan viðkomandi landsnúmeri.

Símtöl í farsíma
Þegar hringt er úr fastasíma í farsíma er tímagjaldið hærra en ef hringt er í annan fastasíma.

Læsingar
Áskrifendur fastasíma geta óskað þess að fjarskiptafyrirtæki læsi fyrirákveðnar tegundir símtala eða fyrir símtöl í ákveðnar númeraraðir, þeimað kostnaðarlausu. Þannig er hægt að láta læsa síma fyrir símtöl tilútlanda eða símtöl í númer sem bera yfirgjald.

Þann 1. júlí 2011 tók gildi reglugerð um reikningagerð fyrirfjarskiptaþjónustu. Þar er tiltekið hvaða upplýsingar skulu að lágmarkikoma fram á reikningum fjarskiptafyrirtækja til viðskiptavina sinna.Einnig er tiltekið hvaða upplýsinga notendur geta farið fram á þegarbeðið er um ítarlega sundurliðun á reikningum.
Sjá Reglugerð um reikningagerð fyrir fjarskiptaþjónustu nr. 526/2011

Áskrift
Áskrifandi að fastasíma fær gegn greiðslu stofngjalds notandalínu,þráðlausa eða í streng, til símastöðvar fjarskiptafyrirtækis og númer ístöðinni. Eftir að línan hefur verið tengd greiðist fast mánaðargjaldsem leiga fyrir hana.

Tímamælingar á símtölum
Greiðslur fyrir símtöl byggjast á tímamælingum. Greitt er:

  • upphafsgjald fyrir hvert símtal
  • lágmarksgjald
  • gjald fyrir hverja byrjaða tímaeiningu sem samtalið stendur yfir. 

Hið sama gildir þegar línan er notuð til að tengjast Internetinu. Ívenjulegri áskrift eru engin símtöl innifalin í mánaðargjaldinu.

Sjá nánar um Tímamælingar

Neyðarsími gjaldfrjáls
Neyðarlínan hf rekur afgreiðslu þar sem svarað er símtölum íneyðarnúmerið 112 og útveguð neyðarþjónusta. Símtöl í 112 eiga að veragjaldfrjáls sama hvaðan hringt er og gildir það einnig fyrir farsíma ogalmenningssíma.
Sjá Lög um samræmda neyðarsvörun nr. 40/2008

Númer með yfirgjaldi
Heimilt er að taka yfirgjald fyrir símtöl í númer sem byrja á 75,901-905 og 907-9. Hið sama gildir fyrir sum stuttnúmer svo sem 118.
Áskrifendur fastasíma geta óskað þess að fjarskiptafyrirtæki læsi fyrirákveðnar tegundir símtala eða fyrir símtöl í ákveðnar númeraraðir, þeimað kostnaðarlausu. Þannig er hægt að láta læsa síma fyrir símtöl tilútlanda eða símtöl í númer sem bera yfirgjald.

 

 

Samningur við fjarskiptafyrirtæki (Sjá lög um fjarskipti nr. 81/2003, 37. grein)
 

Áskrifendur fastasíma á einstaklingsmarkaði eiga rétt á samningi við fjarskiptafyrirtæki sem skal innihalda a.m.k. eftirfarandi atriði:

a. nafn og heimilisfang þjónustuveitanda,
b. þjónustu sem veita á, gæði hennar og tímann sem upphafleg tenging mun taka,
c. viðhaldsþjónustu sem boðin er,
d. nákvæmar upplýsingar um verð og gjaldskrá og hvernig hægt er að nálgast nýjustu upplýsingar um viðeigandi gjöld og viðhaldsgjöld,
e. gildistíma samningsins, skilmála fyrir endurnýjun hans og uppsögn,
f.  skaðabætur og fyrirkomulag endurgreiðslu ef þjónusta er ekki í samræmi við samning,
g. hvernig hefja skuli mál til lausnar á deilum milli áskrifenda og fjarskiptafyrirtækis. 
 

Fjarskiptafyrirtæki eiga að birta viðskiptaskilmála og gjaldskrá fyrir alla þjónustu sína á aðgengilegan hátt.

Binditími samnings
Óheimilt er í samningi að kveða á um lengri binditíma áskrifenda en sex mánuði. Eftir þann tíma er áskrifanda heimilt að segja upp samningi með eins mánaðar fyrirvara. Ákveði áskrifandi að færa viðskipti sín til annars fjarskiptafyrirtækis skal vera tryggt að þjónustuflutningur gangi greiðlega fyrir sig.

Uppsögn samnings vegna breytinga á skilmálum
Áskrifendur á einstaklingsmarkaði skulu eiga rétt á því að segja samningum fyrirvaralaust upp án greiðslu skaðabóta þegar þeir fá tilkynningu um fyrirhugaða breytingu á samningsskilmálum. Áskrifendum á einstaklingsmarkaði skal veittur a.m.k. eins mánaðar uppsagnarfrestur áður en breytingar taka gildi og skulu þeir jafnframt upplýstir um rétt sinn til að segja upp samningi að skaðlausu vilji þeir ekki samþykkja hina nýju skilmála.

Pakkatilboð
Símafyrirtækin bjóða upp á mismunandi áskriftarleiðir, þ.á.m. svokölluð pakkatilboð þar sem fleiri þættir t.d. áskrift að heimasíma, farsíma og nettengingu eru settar inn í sama pakkann og eitt grunnverð greitt fyrir allt.  Mismunandi er hvað felst í pökkunum, t.d. hve mikið niðurhal, símanotkun o.fl.  Þess vegna er nauðsynlegt fyrir neytendur að meta sína eigin notkun, t.d. hvort internetið er notað mikið eða lítið, hvort mikið er sótt af efni á erlendar síður, hvort hringt er mikið eða lítið úr farsíma í annað símafyrirtæki og þá hvaða o.s.frv. 

Ábyrgð fjarskiptafyrirtækja
Fjarskiptafyrirtæki geta í viðskiptaskilmálum sínum undanþegið sig bótaábyrgð á tjóni sem rekja má til sambandsleysis, rofs á fjarskiptum eða annarra truflana sem kunna að verða á rekstri fjarskiptaneta. Ábyrgðartakmörkunin er þó bundin við að tjónið verði ekki rakið til stórfelldra mistaka starfsmanna fyrirtækisins.

Vanskil og lokanir
Áskrifendur sem eru í vanskilum með greiðslu símagjalda annarra en símtala með yfirgjaldi geta átt von á að lokað verði fyrir þjónustu við þá að undangenginni skriflegri aðvörun a.m.k. einum mánuði fyrir lokun. Fyrsta mánuð eftir lokun á að vera hægt að hringja í áskrifandann og sömuleiðis á að vera hægt að hringja í neyðarnúmerið 112.

Farsími

Sérstök síða er hér á vefnum um notkun farsímans í útlöndum.

 

Fjarskiptastofa úthlutar tíðnum til fjarskiptafyrirtækja fyrir mismunandi tegundir fjarskiptaþjónustu. 

Hér á vefnum má sjá fjarskiptafyrirtæki á Íslandi sem hafa tíðniheimildir og skoða tíðniheimildir þeirra.

 


 

 

Á ferðalögum erlendis freistast margir til að kaupa sér ódýr fjarskipta- og rafmagnstæki s.s. farsíma. Fjarskiptabúnaður þarf hins vegar að uppfylla ákveðin skilyrði til að nota megi hann hér á landi.Hann þarf að uppfylla reglur um CE merkingar sem gilda á evrópska efnahagssvæðinu. Fjarskiptatæki sem eru almennt í notkun í löndum utan Evrópu geta því verið ólögleg hér á landi og jafnvel valdið truflunum á fjarskiptum.
 

Sjá nánar hér á vefnum um kaup á tækjum.

 

Snjallsímaeign hefur aukist gríðarlega á síðustu tveimur árum.  Þannig er netnotkun í símanum orðin auðveld og aðgengileg allsstaðar. Þá er mikilvægt að hafa í huga að um netnotkun í símanum gildir hið sama varðandi kostnað og öryggi eins og í fartölvum.  

Öryggi
Fjarskiptastofa hefur um árabil haldið úti vefnum Netöryggi.is þar sem almenningur getur leitað upplýsinga og leiðbeininga um hvernig hægt er að efla öryggi í netnotkun.  

Kostnaður innanlands

  • Þegar farið er á þráðlaust net gegnum ADSL, VDSL eða ljósleiðaratengingar er aðeins greitt fyrir erlent niðurhal.  Almennt er ekki greitt fyrir niðurhal af innlendum vefþjónum, né það sem sent er.
  • Þegar farið er á netið með 3G eða 4G er greitt fyrir allt gagnamagn, innlent og erlent, sótt og sent. Því er mikilvægt er að muna að slökkva á internetinu þegar það er ekki í notkun.  Annars er hætta á að talsverð notkun skapist t.d. þegar tölvupóstur er sóttur sjálfkrafa, opnar vefsíður uppfæra sig eða þegar smáforrit (Apps) uppfæra sig sjálfvirkt.

 

Óumbeðin símtöl 
Notkun sjálfvirkra uppkallskerfa, símbréfa eða tölvupósts fyrir beina markaðssetningu er því aðeins leyfð að áskrifandi hafi fyrirfram veitt samþykki sitt. Þó er heimilt að nota tölvupóstfang við sölu á vörum eða þjónustu fyrir beina markaðssetningu á eigin vörum eða þjónustu ef áskrifanda er gefinn kostur á að andmæla slíkri notkun þeim að kostnaðarlausu þegar skráning á sér stað og sömuleiðis í hvert sinn sem skilaboð eru send. Að öðru leyti er hin almenna regla að óumbeðin símtöl í formi beinnar markaðssetningar eru óheimil til áskrifenda sem óska ekki eftir að taka á móti þeim.

Sjá sérstaka upplýsingasíðu um óumbeðin fjarskipti hér á vefnum.

Bannmerking í símaskrá
Áskrifendur geta óskað eftir að gefið verði til kynna með merkingu í símaskrá að upplýsingar um hann megi ekki nota í tilgangi beinnar markaðssetningar.
(Sjá 46. grein laga um fjarskipti nr 81/2003)

Kvartanaleiðir

  • Notandi sem vill kvarta  yfir farsímaþjónustu skal snúa sér til viðkomandi fjarskiptafyrirtækis.
  • Kvörtun til Fjarskiptastofu:
    Telji notandi að fjarskiptafyrirtæki sem rekur farsímakerfi hafi brotið gegn skyldum sínum samkvæmt lögum um fjarskipti eða gegn skilyrðum sem mælt er fyrir um í almennum heimildum, réttindum eða í rekstrarleyfi getur hlutaðeigandi beint kvörtun til Fjarskiptastofu um að hún láti málið til sín taka. Stofnunin skal leita álits viðkomandi fjarskiptafyrirtækis á kvörtuninni og jafnframt freista þess að jafna ágreining aðila á skjótan hátt. Náist ekki samkomulag skal úr ágreiningi skorið með ákvörðun. Ákvarðanir Fjarskiptastofu sæta kæru til sérstakrar nefndar, úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Kæra skal berast nefndinni innan fjögurra vikna frá því að viðkomanda varð kunnugt um ákvörðun stofnunarinnar.

Enn eru svæði á landinu þar sem erfitt getur reynst að ná GSM sambandi og/eða 3G sambandi.

Fjarskiptastofa hefur gert kort sem sýna þessi skuggasvæði:

GSM útbreiðslukort

3G útbreiðslukort

4G útbreiðslukort

5G á Íslandi

 

Tenglar á vefsíður símafyrirtækjanna sem sýna þjónustusvæði þeirra:

Fjarskiptastofa afhendir fjarskiptafyrirtækjum númeraraðir. Við pöntun á síma úthluta fyrirtækin áskrifendum númerum og stendur þeim yfirleitt til boða að velja úr lausum númerum í númerröðunum. Almenn símanúmer á Íslandi eru með 7 tölustöfum en þegar númer er valið erlendis frá er landsnúmerinu 354 skeytt framan við. Farsímanúmer á Íslandi byrja á tölustöfunum 6, 7 eða 8.

Númeraflutningur

  • Áskrifendur farsíma sem gera þjónustusamning við annað fjarskiptafyrirtæki en þeir hafa áður þegið þjónustu hjá, skulu eiga rétt á að flytja með sér númer sem þeir hafa hjá því fjarskiptafyrirtæki sem þeir voru áður tengdir
  • Farsímanotandi sem notar fyrirfram greidd símkort (frelsi) og vill skipta um fjarskiptafyrirtæki þarf að hafa samband við  fjarskiptafyrirtækið sem hann vill skipta við, láta flytja númerið og fá símkort hjá fyrirtækinu.

 

Númerabirting 
Fjarskiptafyrirtæki sem reka almenna símaþjónustu skulu bjóðanúmerabirtingu í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd. Áskrifendur geta valið þann kost að númer þeirra birtist ekki viðtakanda símtalsins.
Sjá einnig Reglur um númerabirtingar nr. 629/2008

Símaskrá
Öllum notendum skal vera opin a.m.k. ein símaskrá sem inniheldur upplýsingar um öll símanúmer. A.m.k. ein símaupplýsingaþjónusta á að vera opin öllum notendum með upplýsingum um öll símanúmer nema áskrifandi hafi óskað eftir því að vera óskráður í gagnagrunni símaskrár.
Nokkrir aðilar hafa þessa upplýsingaþjónustu um símanúmer með höndum en Já upplýsingaveitur hafa skuldbundið sig til að halda úti vefþjónustu og prentaðri símaskrá til ársloka 2016. Sjá nánar um Já.is.
Óheimilt er að krefja áskrifanda sem vill vera óskráður um gjald fyrir það. Áður en persónulegar upplýsingar um áskrifendur eru skráðar í prentuðum eða rafrænum skrám skulu þeir eiga aðgang að upplýsingunum. Upplýsingar í skrám og númer upplýsingaþjónustu eiga að takmarkast við það sem þarf til að kennsl á áskrifandann nema hann hafi veitt ótvíræða heimild til annars.

Stuttnúmer
Fjögurra tölustafa stuttnúmerum er úthlutað sem aðgangsnúmerum að ýmis konar þjónustu símafyrirtækjanna þ.m.t. forval en einnig fyrir ákveðna opinbera þjónustu. Auk þess er í notkun þriggja tölustafa númer fyrir neyðarsímtöl (112).

Útlandaforskeyti
Þegar beina á símtölum til útlanda verður að velja 00 á undan viðkomandi landsnúmeri.

Forval
Í gildi eru reglur um forval og fast forval símnotenda.  Í forvali geta símnotendur kosið þjónustu nýrra þjónustuveitenda t.d fyrir símtöl til útlanda. Þá þarf að velja fjögurra tölustafa forskeyti þess þjónustuaðila sem sér um símtalið. Er þá fyrst valið forskeytið, síðan 00 og eftir það landsnúmer og símanúmer þess sem hringt er til. Forskeytin eru frá 1000 upp í 1100. Nauðsynlegt er að notendur skrái sig hjá viðkomandi þjónustuveitanda fyrirfram.

Læsingar
Áskrifendur farsíma geta óskað þess að fjarskiptafyrirtæki læsi fyrir ákveðnar tegundir símtala eða fyrir símtöl í ákveðnar númeraraðir, þeim að kostnaðarlausu. Þannig er hægt að láta læsa síma fyrir símtöl til útlanda eða símtöl í númer sem bera yfirgjald.

Neytendur geta keypt svokölluð frelsiskort í farsímann í stað þess að gerast áskrifendur að farsímaþjónustu gegnföstu mánaðargjaldi.  Keypt er fyrirfram greidd inneign fyrir ákveðna upphæð og síðan hægt að nota farsímann þangað til að inneignin á kortinu er uppurin.

Venjulega er í byrjun greitt gjald fyrir pakka sem samanstendur af SIMkorti, símanúmeri og inneign fyrir tiltekna upphæð. Þegar búið er aðnota inneignina er hægt að hlaða kortið að nýju. Hægt er að kaupainneign hjá því fyrirtæki sem númerið er skráð hjá, bæði áþjónustustöðum/verslunum þess og á vefsíðum fyrirtækjanna.  Einnig erhægt að hlaða kortið í gegn um heimabanka.  Sumar óskyldar verslanirselja einnig inneign á frelsisnúmer.

Ýmist gildir að sú inneign semkeypt er í frelsi er til ráðstöfunar fyrir notandann þar til hún eruppurin eða að inneign og fríðindi gilda ífyrirfram ákveðið tímabil, t.d. einn mánuð eða 31 dag.

Þegar notuð eru fyrirfram greidd farsímakort ræður notandi því hvorthann skráir sig hjá viðkomandi fjarskiptafyrirtæki eða ekki. Ekki ergreitt fast mánaðargjald og notendur fá ekki reikning. 


Þann 1. júlí 2011 tók gildi reglugerð um reikningagerð fyrir fjarskiptaþjónustu. Þar er tiltekið hvaða upplýsingar skulu að lágmarki koma fram á reikningum fjarskiptafyrirtækja til viðskiptavina sinna. Einnig er tiltekið hvaða upplýsingar notendur geta farið fram á þegar beðið er um ítarlega sundurliðun á reikningum.
Sjá Reglugerð um reikningagerð fyrir fjarskiptaþjónustu nr. 526/2011

Símareikningar fyrir farsímanotkun byggjast á notkun og þeirri þjónustuleið sem valin er hjá viðkomandi þjónustufyrirtæki.
Greiðslan er samsett úr þremur þáttum skv. verðskrám símafyrirtækjanna:

  • Upphafsgjald
  • Lágmarksgjald (greiðsla fyrir lágmarkstímalengd, oftast 1 mínúta)
  • Gjald fyrir hverja byrjaða tímaeiningu sem símtalið stendur yfir

 

Neyðarsími gjaldfrjáls
Neyðarlínan hf. rekur afgreiðslu þar sem svarað er símtölum í neyðarnúmerið 112 og útveguð neyðarþjónusta. Símtöl í 112 eiga að vera gjaldfrjáls sama hvaðan hringt er. 
Sjá Lög um samræmda neyðarsvörun nr. 40/2008

Númer með yfirgjaldi
Heimilt er að taka yfirgjald fyrir símtöl í númer sem byrja á 75,901-905 og 907-9. Hið sama gildir fyrir sum stuttnúmer svo sem 118. 
Áskrifendur fastasíma geta óskað þess að fjarskiptafyrirtæki læsi fyrir ákveðnar tegundir símtala eða fyrir símtöl í ákveðnar númeraraðir, þeim að kostnaðarlausu. Þannig er hægt að láta læsa síma fyrir símtöl til útlanda eða símtöl í númer sem bera yfirgjald.

Samningur við fjarskiptafyrirtæki
Áskrifendur farsíma á einstaklingsmarkaði eiga rétt á samningi viðfjarskiptafyrirtæki sem skal innihalda a.m.k. eftirfarandi atriði:

a.     nafn og heimilisfang þjónustuveitanda,
b.     þjónustu sem veita á, gæði hennar og tímann sem upphafleg tenging mun taka,
c.     viðhaldsþjónustu sem boðin er,
d.     nákvæmar upplýsingar um verð og gjaldskrá og hvernig hægt er að nálgast nýjustu upplýsingar um viðeigandi gjöld og viðhaldsgjöld,
e.     gildistíma samningsins, skilmála fyrir endurnýjun hans og uppsögn,
f.      skaðabætur og fyrirkomulag endurgreiðslu ef þjónusta er ekki í samræmi við samning,
g.     hvernig hefja skuli mál til lausnar á deilum milli áskrifenda og fjarskiptafyrirtækis.

Fjarskiptafyrirtæki eiga að birta viðskiptaskilmála og gjaldskrá fyrir alla þjónustu sína á aðgengilegan hátt.

Pakkatilboð
Símafyrirtækin bjóða upp á mismunandi áskriftarleiðir, þ.á.m. svokölluð pakkatilboð þar sem fleiri þættir t.d. áskrift að heimasíma, farsíma og nettengingu eru settir inn í sama pakkann og eitt grunnverð greitt fyrir allt.  Mismunandi er hvað felst í pökkunum, t.d. hve mikið niðurhal, símanotkun o.fl.  Þess vegna er nauðsynlegt fyrir neytendur að meta sína eigin notkun, t.d. hvort netið er notað mikið eða lítið, hvort mikið er sótt af efni á erlendar síður, hvort hringt er mikið eða lítið úr farsíma í annað símafyrirtæki og þá hvaða o.s.frv. 

Binditími samnings
Óheimilt er í samningi að kveða á um lengri binditíma áskrifenda en sex mánuði. Eftir þann tíma er áskrifanda heimilt að segja upp samningi með eins mánaðar fyrirvara. Ákveði áskrifandi að færa viðskipti sín til annars fjarskiptafyrirtækis skal vera tryggt að þjónustuflutningur gangi greiðlega fyrir sig.

Uppsögn samnings vegna breytinga á skilmálum
Áskrifendur á einstaklingsmarkaði skulu eiga rétt á því að segja samningum fyrirvaralaust upp án greiðslu skaðabóta þegar þeir fá tilkynningu um fyrirhugaða breytingu á samningsskilmálum. Áskrifendum á einstaklingsmarkaði skal veittur a.m.k. eins mánaðar uppsagnarfrestur áður en breytingar taka gildi og skulu þeir jafnframt upplýstir um rétt sinn til að segja upp samningi að skaðlausu vilji þeir ekki samþykkja hina nýju skilmála.

Vanskil og lokanir
Áskrifendur sem eru í vanskilum með greiðslu símagjalda annarra en símtala með yfirgjaldi geta átt von á að lokað verði fyrir þjónustu við þá að undangenginni skriflegri aðvörun a.m.k. einum mánuði fyrir lokun. Fyrsta mánuð eftir lokun á að vera hægt að hringja í áskrifandann og sömuleiðis á að vera hægt að hringja í neyðarnúmerið 112. 

Ábyrgð fjarskiptafyrirtækja
Fjarskiptafyrirtæki geta í viðskiptaskilmálum sínum undanþegið sig bótaábyrgð á tjóni sem rekja má til sambandsleysis, rofs á fjarskiptum eða annarra truflana sem kunna að verða á rekstri fjarskiptaneta. Ábyrgðartakmörkunin er þó bundin við að tjónið verði ekki rakið tilstórfelldra mistaka starfsmanna fyrirtækisins.

Þegar dvalið er um lengri tíma í útlöndum getur borgað sig að kaupa SIMkort hjá einhverju símafyrirtæki í landinu og nota það númer. Þá greiðir þú ekki fyrir þau símtöl sem berast þér.

Í mörgum tilfellum getur komið sér vel fyrir farsímnotendur að velja sjálfir hvaða þjónustufyrirtæki þeir vilja nota á meðan þeir dvelja erlendis. Það gildir ekki síst um þá sem ferðast utan Evrópu. Forsendan er þó að þjónustufyrirtækið heima hafi gert reikisamning við fleiri en eitt símafyrirtæki í því landi sem ferðast er til. Því er rétt að kynna sér reikisamninga þjónustufyrirtækisins og bera saman gjaldskrá þeirra erlendu símafyrirtækja sem það hefur samið við. Í leiðbeiningum um notkun flestra farsíma eru upplýsingar um hvernig hægt er að velja farsímanet í útlöndum, telji notandinn að sú reikiþjónusta sem sjálfkrafa kemur upp, sé ekki sú ódýrasta. 

Þegar hlaðið er niður gögnum af netinu í farsímann eða í útlöndum getur það verið mun dýrara en netnotkun innanlands.

Þeir sem eru með 3G/4G síma eða önnur snjalltæki og hafa netþjónustu tengda geta aftengt þessa þjónustu þegar farið er til útlanda. Ef það er ekki gert fer síminn sjálfvirkt að leita að netþjónustu. Þetta getur haft mikinn aukakostnað í för með sér. Hægt er að fá aðstoð við að aftengja netþjónustumöguleika símans hjá því fyrirtæki sem viðkomandi er í viðskiptum við. Athugið þó að evrópskum farsímafyrirtækjum (þ.m.t. íslenskum) er skylt að láta notandann vita þegar um sérstök reikigjöld er að ræða og notkun nær 50 evrum.

Þegar fartölvan er tengd netinu með netkorti eða netlykli sem notar 3G eða 4G kerfi er það sami kostnaður og þegar hlaðið er niður efni í farsímann.

 

Hugið að öryggi í netnotkun

Mikilvægt er að huga að öryggi í netnotkun allsstaðar. 
 

 



 

Það kostar meira að taka á móti skilaboðum úr símsvaranum heima þegar dvalið er erlendis og jafngildir það millilandasímtali að hringja í talhólfið. Því er rétt að kynna sér fyrirfram á hvaða kjörum hægt er að nýta símsvarann á meðan dvalið er í útlöndum.
 

Farsímanotandi í útlöndum greiðir fyrir símtal sem endar í talhólfinu hans jafnvel þó sá sem hringir leggi á um leið og talhólf svarar.

Gott sparnaðarráð er því að aftengja talhólfið áður en farið er til útlanda.

Það kostar jafnan meira að senda textaskilaboð frá útlöndum og heim heldur en innanlands. 

Greitt er fyrir MMS eins og gagnanotkun.

Kynntu þér verðskrána hjá fjarskiptafyrirtækinu þínu.

 

Sá sem hringir frá Íslandi í farsímanotanda með íslenskt númer sem staddur er í útlöndum greiðir skv. innanlandsgjaldskrá síns fjarskiptafyrirtækis en sá sem tekur á móti símtalinu greiðir samkvæmt útlandagjaldskrá síns fjarskiptafyrirtækis.

Því greiðir farsímanotandi í útlöndum bæði fyrir þau símtöl sem hann hringir sjálfur og þau símtöl sem honum berast. Athugið þó að gjaldið er lægra fyrir móttekin símtöl en þegar hringt er heim.

Öll símtöl fara í gegnum símgátt þjónustufyrirtækis á Íslandi og  því jafngildir það millilandasímtali ef hringt er í vin eða ættingja sem er með notandanum á ferðalagi og eru með honum í vinaáskrift.

Gjaldskrá þess fyrirtækis sem íslenska símafyrirtækið hefur gert reikisamning við gildir fyrir alla símnotkun að viðbættu 20 %þjónustugjaldi og 24,5% virðisaukaskatti. Það kostar því töluvert meira að hringja erlendis frá til Íslands, en það kostar að hringja innanlands.

Talhólf
Farsímanotandi sem er í útlöndum greiðir fyrir símtöl sem enda í talhólfinu hans eins og um móttekin símtöl sé að ræða.

Hægt er að nota flest fyrirframgreidd símkort í útlöndum, en það getur þurft að skrá sig fyrir slíkri þjónustu áður en lagt er í ferðalag. Því er mælt með því að notendur fyrirframgreiddra korta kynni sér kjörin og gangi úr skugga um það hjá þjónustufyrirtækinu hvort þeir geti notað þau í því landi sem ferðast er til.

Net og netnotkun

Notandi sem vill kvarta yfir netþjónustu skal snúa sér til viðkomandi fjarskiptafyrirtækis.

Kvörtun til Fjarskiptastofu
Telji notandi að fjarskiptafyrirtæki sem rekur netþjónustu hafibrotið gegn skyldum sínum samkvæmt lögum um fjarskipti eða gegnskilyrðum sem mælt er fyrir um í almennum heimildum, réttindum eða írekstrarleyfi getur hlutaðeigandi beint kvörtun til Fjarskiptastofu um að hún láti málið til sín taka.

Stofnunin skalleita álits viðkomandi fjarskiptafyrirtækis á kvörtuninni og jafnframtfreista þess að jafna ágreining aðila á skjótan hátt.

Náist ekki samkomulag skal úr ágreiningi skorið með ákvörðun.

Ákvarðanir Fjarskiptastofu sæta kæru til sérstakrar nefndar, úrskurðarnefndarfjarskipta- og póstmála. Kæra skal berast nefndinni innan fjögurra viknafrá því að viðkomanda varð kunnugt um ákvörðun stofnunarinnar.

Rafrænt kvörtunareyðublað hér á vefnum

Netið er eins og hvert annað samfélag. Þegar Netið er notað er opnuðgátt út í ys og þys veraldarvefsins og þar eru glæpamenn eins ogannarsstaðar. Því er nauðsynlegt að tryggja öryggi sitt eftir föngumm.a. með notkun eldveggja, vírusvarna og reglulegri uppfærslu forrita. Ýmsar upplýsingar eru aðgengilegar almenningi um leiðir til að eflanetöryggi.  Netþjónustufyrirtækin veita viðskiptavinum sínum ýmsarupplýsingar og auðvelt er að finna upplýsingar og leiðbeiningar á netinu.

Íslenskir vefir um örugga netnotkun:

  • Netöryggi.is - Vefur um örugga netnotkun. Aðgengilegar upplýsingar og leiðbeiningar fyrir almenning og smærri fyrirtæki um hvernig hægt er að efla öryggi í netnotkun.
  • SAFT.is - vefur SAFT verkefnisins um örugga notkun barna og unglinga á Netinu og nýjum miðlum.  Verkefnið er rekið af Heimili og skóla, landssamtökum foreldra.

Netþjónustufyrirtækin rukka viðskiptavini sína fyrir netnotkun.  Oft erákveðið magn netnotkunar innifalið í áskriftarleiðum.  Einnig ermismunandi hvernig greitt er fyrir netnotkun eftir því hvaða tegundnettengingar er notuð.Notandi með fastlínutengingar, þ.e. ADSL, VDSL eða ljósleiðara, greiðirfyrir niðurhal frá erlendum netþjónum.

Í 3G og 4G gagnaflutningi gildir almennt að allt gagnamagn er mælt.  Bæði innlent og erlent, svo og gögn sem notandi sendir og sækir. Netþjónustufyrirtækin mæla magn netnotkunar viðskiptavina sinna ognotendur geta því fengið upplýsingar um notkun sína hjá sínumnetþjónustuaðila.

Fastlínu nettengingar

  • ADSL tengingar
    Hægt er að nýta hefðbundnar símalínur (kopar) og símanet til háhraðasendinga á gögnum til og frá viðskiptavinum sem eru í fastri áskrift. Notandinn þarf að fá ADSL beini (e. router) til að geta verið áskrifandi að ADSL-þjónustu sem felur í sér háhraðaflutning á gögnum og myndefni, gagnvirka margmiðlun og fl.
  • VDSL tengingar
    Ljósleiðari er notaður til að flytja gögn að tengikassa í götu.  Frá götu og inn í hús til notanda fara gögnin um hefðbundnar símalínur (kopar). Notandinn þarf að fá VDSL beini (e. router) til að geta verið áskrifandi að VDSL-þjónustu sem felur í sér háhraðaflutning á gögnum og myndefni, gagnvirka margmiðlun og fl.
  • Ljósleiðari 
    Ljósleiðarar hafa mestu flutningsgetu fyrir stafræn gögn í tvær áttir, þ.e. til og frá notandanum. 
    Á ljósleiðara er hægt að senda tugi sjónvarpsrása og stórar gagnasendingar fyrir gagnvirk samskipti. Verið er að leggja ljósleiðara á þéttbýlissvæðum hér á landi s.s. í Reykjavík og Akureyri. Enn sem komið er takmarkast gagnaflutningar á ljósleiðaranetum við hverfi og þéttbýliskjarna.
  • Kapalsjónvarp    
    Dreifing á sjónvarpsefni er algeng breiðbandsþjónusta. Sjónvarpsrásum er þá dreift um lokuð kapalkerfi í fjölbýlishúsum, hverfum eða minni þéttbýliskjörnum. Kapalkerfin hafa í fæstum tilfellum verið uppfærð þannig að þau geti annað öðrum gagnaflutningum samhliða sjónvarpssendingum, en þó eru dæmi um að boðið sé upp á símaþjónustu og háhraðatengingar á kapalkerfum.
  • Stafrænt sjónvarp 
    Með stafrænum sjónvarpssendingum opnast sá möguleiki að dreifa myndefni á nýjum leiðum t.d. um fastlínunetið, á ljósleiðara og með örbylgjusendingum í loftinu.

Þráðlausar nettengingar

  • UMTS – háhraða-farþjónusta (3G / 4G)
    Talað er um aðra, þriðju og fjórðu kynslóð farsímakerfa, þ.e. GSM (2G) og síðan 3G og 4G.  Með hverri kynslóð margfaldast magn og hraði gagnaflutninga.
    Með tilkomu 3G og síðan 4G kerfa  hefur opnast möguleiki á því að byggja upp háhraða-farnet um allt land. Kveðið er á um slíka uppbyggingu í fjarskiptaáætlunum.
  • WLAN – Þráðlaus net
    Skammdrægar örbylgjusendingar á þráðlausum netum geta haft mikla flutningsgetu og þykja henta vel fyrir fyrirtæki og stofnanir. Á þráðlausum netum er hægt að senda gögn á útvarpstíðnum sem eru ekki leyfisskyldar. Það ræðst af flutningsgetu um netgátt á Internetið hvaða burðargetu þráðlausa netið hefur. Þráðlaus net fyrir tölvunotendur hafa verið sett upp víða.

 

Þann 1. júlí 2011 tók gildi reglugerð um reikningagerð fyrirfjarskiptaþjónustu. Þar er tiltekið hvaða upplýsingar skulu að lágmarki koma fram á reikningum fjarskiptafyrirtækja til viðskiptavina sinna.Varðandi netþjónustu skulu lágmarks upplýsingar um gagnatengingar sýna hvert er raunmagn þeirra mælieininga, gagna eða tíma, sem notaðar voru á gjaldtímabilinu. Einnig magn innifalið í áskrift, og magn og upphæð vegna gjaldfærðrar umframnotkunar.
Einnig er tiltekið í reglugerðinni hvaða upplýsingar notendur geta farið fram á þegar beðið er um ítarlega sundurliðun á reikningum.

Kostnaður við nettengingar

Verð og innihald netþjónustuleiða er mjög mismunandi. Best er að kynna sér vel hvað er innifalið og fyrir hvað er greitt þegar valin er netþjónustuleið.

Línugjald
Línugjald er sérstakt gjald sem greitt er fyrir tengilínuna sjálfa inn til notandans. Verðið getur verið mismunandi eftir því hjá hvaða þjónustuaðila tengingin er keypt. 
 


 

Samningur við fjarskiptafyrirtæki (Sjá lög um fjarskipti nr. 81/2003, 37. grein)
Áskrifendur fastasíma á einstaklingsmarkaði eiga rétt á samningi viðfjarskiptafyrirtæki sem skal innihalda a.m.k. eftirfarandi atriði:

a. nafn og heimilisfang þjónustuveitanda,
b. þjónustu sem veita á, gæði hennar og tímann sem upphafleg tenging mun taka,
c. viðhaldsþjónustu sem boðin er,
d. nákvæmar upplýsingar um verð og gjaldskrá og hvernig hægt er aðnálgast nýjustu upplýsingar um viðeigandi gjöld og viðhaldsgjöld,
e. gildistíma samningsins, skilmála fyrir endurnýjun hans og uppsögn,
f.  skaðabætur og fyrirkomulag endurgreiðslu ef þjónusta er ekki í samræmi við samning,
g. hvernig hefja skuli mál til lausnar á deilum milli áskrifenda og fjarskiptafyrirtækis.

Fjarskiptafyrirtæki eiga að birta viðskiptaskilmála og gjaldskrá fyrir alla þjónustu sína á aðgengilegan hátt.

Binditími samnings
Óheimilt er í samningi að kveða á um lengri binditíma áskrifenda ensex mánuði. Eftir þann tíma er áskrifanda heimilt að segja upp samningimeð eins mánaðar fyrirvara. Ákveði áskrifandi að færa viðskipti sín tilannars fjarskiptafyrirtækis skal vera tryggt að þjónustuflutningur gangigreiðlega fyrir sig.

Uppsögn samnings vegna breytinga á skilmálum
Áskrifendur á einstaklingsmarkaði skulu eiga rétt á því að segjasamningum fyrirvaralaust upp án greiðslu skaðabóta þegar þeir fátilkynningu um fyrirhugaða breytingu á samningsskilmálum. Áskrifendum áeinstaklingsmarkaði skal veittur a.m.k. eins mánaðar uppsagnarfresturáður en breytingar taka gildi og skulu þeir jafnframt upplýstir um réttsinn til að segja upp samningi að skaðlausu vilji þeir ekki samþykkjahina nýju skilmála.

Pakkatilboð
Fjarskiptafyritækin bjóða upp á mismunandi áskriftarleiðir, þ.á.m.svokölluð pakkatilboð þar sem fleiri þættir t.d. áskrift að heimasíma,farsíma og nettengingu eru settar inn í sama pakkann og eitt grunnverðgreitt fyrir allt.  Mismunandi er hvað felst í pökkunum, t.d. hve mikiðniðurhal, símanotkun o.fl.  Þess vegna er nauðsynlegt fyrir neytendur aðmeta sína eigin notkun, t.d. hvort Netið er notað mikið eða lítið,hvort mikið er sótt af efni á erlendar síður, hvort hringt er mikið eðalítið úr farsíma í annað símafyrirtæki og þá hvaða o.s.frv. 

Ábyrgð fjarskiptafyrirtækja
Fjarskiptafyrirtæki geta í viðskiptaskilmálum sínum undanþegið sigbótaábyrgð á tjóni sem rekja má til sambandsleysis, rofs á fjarskiptumeða annarra truflana sem kunna að verða á rekstri fjarskiptaneta.Ábyrgðartakmörkunin er þó bundin við að tjónið verði ekki rakið tilstórfelldra mistaka starfsmanna fyrirtækisins.

Meðferð persónuupplýsinga

Fjarskiptastofa tekur á móti kvörtunum sem varða meint brot á hámarks varðveislutíma fjarskiptaumferðagagna miðað við 42. gr. fjarskiptalaga og hvort að fullnægjandi öryggis hafi verið gætt við meðferð þeirra og varðveislu. Fjarskiptalög gilda hins vegar almennt ekki um efni fjarskiptasendinga. Fjarskiptastofa sker þar af leiðandi ekki úr um t.d. mörk tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs, s.s. í málum er varða meiðyrði, birtingu á einkamálefnum fólks o.s.frv. Heyra slík málefni undir dómstóla.

Ef persónugreinanlegar upplýsingar hafa verið birtar um þig af þriðja aðila er best að hafa samband við lögreglu.

 

Í lögunum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga er m.a. kveðið á um almennan upplýsingarétt hins skráða (sbr. 18. gr. laganna) og þær takmarkanir sem kunna að vera á þeim upplýsingarétti (sbr. 19. gr.laganna), en Persónuvernd fer með eftirlit með lögunum. Sjá má nánari upplýsingar um hlutverk Persónuverndar og gildissvið persónuverndarlaga á heimasíðu stofnunarinnar www.personuvernd.is.

Gögn um fjarskipti, samkvæmt orðalagi 42. gr. fjarskiptalaga, kallast upplýsingar um fjarskiptaumferð. Almennt séð má segja að þetta séu þær tengiupplýsingar sem verða til í fjarskiptaneti og greiðslukerfum fjarskiptafyrirtækja vegna fjarskiptanotkunar viðskiptavina og liggja til grundvallar gjaldfærslu fyrir þjónustuna. Dæmi um slíkt er upplýsingar um númer sem hringir í annað númer, tímasetning símtalsins og hversu lengi það stóð yfir. Innan þessa mengis tengiupplýsinga falla þær upplýsingar sem taldar eru til gjaldfærsluupplýsinga, en þær eru eðli málsins samkvæmt persónugreinanlegar þar sem reikningar eru gefnir út á nafn og kennitölu einstaklinga og fyrirtækja, nema að um sé að ræða frelsisþjónustu.

Varðandi svokallaða lágmarksskráningu gagna um fjarskiptaumferð þá á slík lágmarksskráning að tryggja að að fjarskiptafyrirtæki geti upplýst hver af viðskiptavinum þess var notandi tiltekins símanúmers, IP-tölu eða notandanafns. Einnig á sú skráning að upplýsa um allar tengingar sem notandinn hefur gert, dagsetningar þeirra, hverjum var tengst og magn gagnaflutnings til viðkomandi notanda. Fjarskiptafyrirtækjum ber lögum samkvæmt að tryggja vörslu framangreindra gagna og er óheimilt að nota eða afhenda umræddar upplýsingar öðrum en lögreglu eða ákæruvaldi í samræmi við 47. grein fjarskiptalaga. Eyða ber umferðargögnunum að sex mánuðum liðnum, nema þörf sé fyrir þau á grundvelli 2. mgr. 42. gr. laganna.

Í lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga er hugtakið persónuupplýsingar skilgreint svo: "Sérhverjar persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar um hinn skráða, þ.e.upplýsingar sem beint eða óbeint má rekja til tiltekins einstaklings, látins eða lifandi." Er þannig ljóst að upplýsingar um fjarskiptaumferð og fjarskiptanotkun sem beint eða óbeint má rekja til tiltekins einstaklings teljast til persónuupplýsinga í skilningi laganna.

Samkvæmt 42. grein fjarskiptalaga er meginreglan sú að gögnum um fjarskiptaumferð notenda skal eyða eða gera ópersónugreinanleg þegar þeirra er ekki lengur þörf og fjarskiptasendingunni hefur verið komið til skila. Undantekningar frá þessu eru annars vegar þær að gögn vegna reikningsgerðar má geyma þart il að ekki er hægt að véfengja reikning eða hann fyrnist og hins vegar er kveðið á um að varðveita skuli lágmarksskráningu gagna umfjarskiptaumferð notenda í 6 mánuði í þágu rannsókna opinberra mála. Að þessum 6 mánuðum liðnum ber fjarskiptafyrirtækinu þó að eyða upplýsingunum, ef þeirra er ekki lengur þörf. Undantekningarákvæði sem þessi ber þó ávallt að túlka þröngt, sem frávik frá hinni almennu reglu.

Birting þriðja aðila á persónugreinanlegum upplýsingum án samþykkis er að öllu jöfnu óheimil þótt á því kunni að finnast undantekningar, t.d.opinberar birtingar á dómum samkvæmt lögum um meðferð sakamála og sérstökum reglum sem settar hafa verið um slíkt.

Varðandi persónuupplýsingar þá kveða lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga ítarlega á um þær reglur sem gilda um meðferð og vinnslu slíkraupplýsinga. Þetta á t.d. við um hvort upplýsingar teljist viðkvæmar persónuupplýsingar og hvort þörf sé á að afla samþykkis fyrir vinnslu þeirra, t.d. opinbera birtingu þeirra, svo dæmi séu tekin. Brot á ákvæðum persónuverndarlaganna og tengdum reglum geta varðað fésektum eða fangelsi allt að þremur árum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Sama refsing liggur við ef ekki er farið að fyrirmælum Persónuverndar sbr. 42. gr. laganna.

Í 25. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er kveðið á um ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs. Brot gegn ákvæðum þessa kafla geta varðað við sektir eða fangelsi. Í lögunum (229. grein) er t.d. skýrt kveðið á um að hver sem skýrir opinberlega frá einkamálefnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi er réttlæti verknaðinn, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári.

Lykilorðin eru eitt mikilvægasta öryggistækið sem þú hefur yfir að ráða.

Skiptu reglulega um lykilorð.
Í framhaldi af netárás á Vodafone og tilraunum til innbrota á aðra innlenda vefi ættu allir að nota tækifærið og skipta um lykilorð sín á sem flestum stöðum.

Hafðu eftirfarandi atriði í huga þegar þú býrð til ný lykilorð.

Kröfur til lykilorða:
  • Nota lágmark 8 stafi
  • Nota a.m.k. 3 af 4 möguleikum um hástafi, lágstafi, tölustafi og tákn

Reyna að dreifa stöfunum á hnappaborðið þannig að erfiðara sé að átta sig fyrir þann sem á horfir

Það sem á ekki að gera:

  • Ekki stafa algeng orð afturábak óbreytt
  • Ekki nota nafnið þitt eða hluta úr nafninu
  • Ekki velja algeng/venjuleg orð, t.d. bolli, mynd, vetur o.s.frv
  • Ekki nota óbreyttar upplýsingar er tengjast þér, svo sem símanúmer, kennitölu o.s.frv.
  • Ekki nota talna eða stafarunur eins og 123456, né takkaraðir á hnappaborðinu t.d. qwerty

Kynntu þér fleiri góð ráð um lykilorð á vefnum Netöryggi.is