- Fjarskiptastofa
- Um Fjarskiptastofu
- Stefnur, vottanir og gæðamál
Stefnur, vottanir og gæðamál
Framtíðarsýn Fjarskiptastofu
Fjarskiptastofa er framsækinn samstarfsaðili um þróun öruggs stafræns samfélags og eflingu samkeppni
Framtíðarsýn stjórnvalda er að Íslands verði í fremstu röð með trausta og örugga innviði og framúrskarandi þjónustu. Fjarskiptastofa gegnir þar mikilvægu hlutverki við að annast stjórnsýslu og eftirlit með framkvæmd fjarskipta og netöryggismála.
Fjarskiptastofa vill vera framsækinn samstarfsaðili við þróun og uppbyggingu öruggs stafræns samfélags enda hvílir virkni nútímasamfélaga á öflugum og öruggum fjarskiptakerfum og stöðugri nýsköpun á því sviði
Gildi Fjarskiptastofu
Gildi Fjarskiptastofu ramma inn vinnu stofnunarinnar og eru starfsmönnum stuðningur í forgangsröðun og áherslum hvort sem það snýr að samskiptum innan og utan stofnunarinnar. Gildin eiga sér stoð í bæði hlutverki og framtíðarsýn þar sem þau eru hvatar sem styðja við framtíðarsýn.
Við sýnum af okkur HEILINDI með því
að bera virðingu fyrir ytri sem innri hagsmunaaðilum
að standa undir því trausti sem okkur er sýnt
að sýna samfélagslega ábyrgð
Við sýnum FAGÞEKKINGU okkar með því
að veita faglega þjónustu
að ástunda fagmennsku í öllum okkar vinnubrögðum
að ástunda stöðuga þekkingaröflun
Við sýnum FRAMSÆKNI með því
að leita nýrra leiða og lausna
að vera samvinnu- og samstarfsfús
að hafa skýra framtíðarsýn