Hoppa yfir valmynd

Laus störf

Engin laus störf í auglýsingu sem stendur

Fjarskiptastofa gegnir mikilvægu hlutverki sem samhæfingarstjórnvald á sviði netöryggis hér á landi. Stofnunin hefur einnig eftirlit með netöryggi fjarskiptafyrirtækja, stafrænna grunnvirkja og veitenda stafrænnar þjónustu. Fjarskiptastofa er einnig virkur þátttakandi í þeim alþjóðlegu verkefnum sem tengjast þróun og framkvæmd netöryggis innan Evrópu.

Það er markmið stofnunarinnar að stuðla að öryggi almennings, fyrirtækja og samfélagsins alls á sviði fjarskipta og netöryggis og er fyrirséð að hlutverk Fjarskiptastofu muni áfram þróast í takt við hraða framþróun stafrænnar tækni og aukna áherslu á netöryggismál.

Á stofnuninni starfar öflugur hópur sérfræðinga á sviði netöryggis, fjarskiptatækni og traustþjónustu, sem vinna saman í skipulagðri teymisvinnu þar sem hver og einn hefur skilgreinda ábyrgð og tækifæri til að hafa áhrif á verkefnin sem unnið er að. Fjarskiptastofa er fjölskylduvænn og skemmtilegur vinnustaður þar sem mikil áhersla er lögð á vellíðan starfsfólks og góðan starfsanda.