Hoppa yfir valmynd

Laus störf

 Leiðandi sérfræðingur á sviði stafræns öryggis

Fjarskiptastofa leitar að metnaðarfullum sérfræðingi til að leiða eftirlit á sviði rafrænnar auðkenningar og traustþjónustu, í takt við nýjustu þróun og kröfur í Evrópu.

Í starfinu felst að fylgja eftir að íslenskar traustþjónustur, þar á meðal þær sem veita rafrænar undirskriftir, auðkenningar, tímastimpla og innsigli, starfi samkvæmt ströngum öryggiskröfum og reglum samkvæmt eIDAS-reglugerð Evrópusambandsins (eIDAS 1 og eIDAS 2) ásamt komandi EU ID Wallet.

Um er að ræða starf innan sviðs stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu. Sviðið fer jafnframt með eftirlit með netöryggi fjarskiptafyrirtækja og aðila á hinum stafræna markaði. Þá er sviðið samhæfingarstjórnvald á sviði netöryggis hér á landi.

Helstu verkefni:

  • Eftirlit með þjónustuaðilum sem bjóða upp á rafræna auðkenningu, rafrænar undirskriftir, tímastimpla, auk annara. traustþjónusta og fullgilding á slíkri þjónustu innan EES.
  • Eftirlit með öryggi og samræmi við nýjustu staðla, þar á meðal stafrænt veski ESB (EU ID Wallet).
  • Þátttaka í innleiðingu nýs evrópsks regluverks á sviði rafrænna auðkenninga og traustþjónustu.
  • Umsjón með tilkynningu á rafrænni auðkenningarskipan fyrir íslenska ríkið.
  • Samskipti og ráðgjöf til hagaðila, svo sem ráðuneyta og þjónustuaðila, og þátttaka í umræðu um mikilvægi öruggra og fullgildra lausna í stafrænum innviðum á Íslandi.
  • Þátttaka í alþjóðasamstarfi á sviði traustþjónustu innan Evrópu, þ.m.t. nýstofnuðum Cooperation Group á grundvelli eIDAS2.

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem í lögfræði, upplýsingatækni eða verkfræði.
  • Þekking eIDAS-reglugerðinni og tengdum reglum er kostur.
  • Haldbær reynsla af eða þekking á stjórnsýslu er kostur.
  • Haldbær reynsla af eftirliti eða vinnu tengdum rafrænum auðkenningum, traustþjónustum eða öðrum rafrænum lausnum.
  • Góð þekking á öryggiskröfum og persónuverndarlöggjöf.
  • Geta til að vinna sjálfstætt, meta áhættu og leysa úr vandamálum á skilvirkan hátt.
  • Framúrskarandi samskiptafærni og geta til samstarfs við bæði innlenda og erlenda aðila.
  • Mjög góð hæfni í íslensku og ensku í ræðu og riti.

Við leitum að einstaklingi sem hefur áhuga á að taka þátt í spennandi framtíðarþróun sviði stafrænna lausna og eftirlits. Ef þú telur þig hafa hæfni og áhuga á þessu verkefni, hvetjum við þig til að sækja um.

Um Fjarskiptastofu:

Fjarskiptastofa gegnir veigamiklu hlutverki á sviði netöryggis hér á landi og er ætlað að stuðla að öryggi almennings, fyrirtækja og samfélagsins alls á sviði fjarskipta- og netöryggis. Stofnunin leiðir samráðsvettvang eftirlitsstjórnvalda á sviði eftirlits með netöryggi og starfrækir netöryggissveit Íslands, CERT-IS. Þá ber stofnuninni að horfa til almannahagsmuna og þjóðaröryggis við framkvæmd eftirlits síns á þessu sviði. Stofnunin er framsækinn samstarfsaðili um þróun öruggs stafræns samfélags og er fyrirséð að hlutverk hennar mun halda áfram að þróast samhliða hraðri framþróun stafrænnar tækni.

Hjá stofnuninni starfar samhentur hópur yfir 50 sérfræðinga á sviði netöryggis, fjarskiptatækni og lögfræði. Mikið er lagt upp úr að skapa jákvætt starfsumhverfi í skipulagðri teymisvinnu þar sem hver og einn hefur skilgreint ábyrgðarhlutverk og fær tækifæri til að hafa áhrif á þróun verkefna.  Fjarskiptastofa eru fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur vinnustaður  þar sem áhersla er lögð á að starfsfólki líði vel í vinnunni og að starfsandi sé eins og best verður á kosið.

Umsóknarfrestur er til og með 2. janúar.

Sótt er um störfin á www.vinnvinn.is

Um er að ræða 100% störf. Byrjunartími er samkomulagsatriði. Launakjör eru samkeppnishæf og byggja á kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra við viðkomandi stéttarfélag.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf á íslensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og settur fram rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Áður en af ráðningu verður munu umsækjendur þurfa að gangast undir og standast öryggisvottun ríkislögreglustjóra.

Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. reglur um auglýsingar lausra starfa nr. 1000/2019.

Umsjón með störfunum hafa Jensína Kristín Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is) og Margrét Stefánsdóttir (margret@vinnvinn.is).

Frekari upplýsingar veitir Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu (unnur@fjarskiptastofa.is)

Fjarskiptastofa gegnir veigamiklu hlutverki á sviði netöryggis hér á landi og er ætlað að stuðla að öryggi almennings, fyrirtækja og samfélagsins alls á sviði fjarskipta- og netöryggis. Stofnunin leiðir samráðsvettvang eftirlitsstjórnvalda á sviði eftirlits með netöryggi og starfrækir netöryggissveit Íslands, CERT-IS. Þá ber stofnuninni að horfa til almannahagsmuna og þjóðaröryggis við framkvæmd eftirlits síns á þessu sviði. Stofnunin er framsækinn samstarfsaðili um þróun öruggs stafræns samfélags og er fyrirséð að hlutverk hennar mun halda áfram að þróast samhliða hraðri framþróun stafrænnar tækni.

CERT-IS er svið innan Fjarskiptastofu og hjá stofnuninni starfar samhentur hópur hátt í 50 sérfræðinga á sviði netöryggis, fjarskiptatækni og lögfræði. Mikið er lagt upp úr að skapa jákvætt starfsumhverfi í skipulagðri teymisvinnu þar sem hver og einn hefur skilgreint ábyrgðarhlutverk og fær tækifæri til að hafa áhrif á þróun verkefna.  Fjarskiptastofa er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem áhersla er lögð á að starfsfólki líði vel í vinnunni og að starfsandi sé eins og best verður á kosið.