Hoppa yfir valmynd

Alþjóðasamstarf

Fjarskiptastofa tekur þátt í margvíslegu erlendu samstarfi sem leiðir af alþjóðlegum skuldbindingum Íslands á sviði fjarskipta- og netöryggismála. Slíkt samstarf hefur mikla þýðingu fyrir hag íslenskra neytenda, fyrirtækja og stjórnvalda.

Hæst ber samstarf við stofnanir innan Evrópusambandsins í gegnum EES samninginn og öflugt samsstarf við systurstofnanir Fjarskiptastofu á Norðurlöndum, ekki síst varðandi söfnun og vinnslu tölfræðigagna og netöryggismál. Fjarskiptastofa  tekur einnig virkan þátt í starfi helstu alþjóðastofnana á sviði fjarskipta- og póstmála.

Listi og tenglar á samstarfsaðila Fjarskiptastofu innanlands og utan.