Hoppa yfir valmynd

Samráð við ESA um heildsöluverð fyrir lúkningu símtala í farsímanetum og föstum almennum talsímanetum

Fréttasafn
29. september 2021

Samráð við ESA um heildsöluverð fyrir lúkningu símtala í farsímanetum og föstum almennum talsímanetum

Mynd með frétt

Í dag sendi Fjarskiptastofa ákvörðunardrög varðandi heildsöluverð fyrir lúkningu símtala í farsímanetum og föstum almennum talsímanetum til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. 

Samkvæmt ákvörðunardrögunum skal heildsöluverð fyrir lúkningu símtala í farsímanetum vera að hámarki 0,74 kr./mín., en 0,10 kr./mín. í fastanetum í samræmi við niðurstöðu verðsamanburðar sem Fjarskiptastofa hefur framkvæmt. Nánari lýsingu á þeim viðmiðum sem fylgt var við verðsamanburðinn má finna í ákvörðunardrögunum hér að neðan. Áformað er að heildsöluverðin samkvæmt ákvörðunardrögunum taki gildi frá og með 1. janúar 2022 og gildi til og með 31. desember 2022.

Á tímabilinu 10. ágúst til 31. ágúst sl. fór fram innanlandssamráð um umræddar breytingar á heildsöluverði fyrir lúkningu símtala í farsímanetum og föstum almennum talsímanetum. Engar athugasemdir bárust vegna hámarksverða fyrir lúkningu símtala í föstum almennum talsímanetum. Athugasemdir bárust hins vegar frá Sýn hf. vegna hámarksverða fyrir lúkningu símtala í farsímanetum og er fjallað um athugasemdir Sýnar í kafla 2 í ákvörðunardrögunum.

Ákvörðunardrögin eru nú send til ESA og annarra eftirlitsstofnana á EES-svæðinu til samráðs í dag með vísan til 28. gr. laga nr. 75/2021 um Fjarskiptastofu og 7. gr. rammatilskipunar ESB nr. 2002/21/EB. Umræddir aðilar hafa einn mánuð til að setja fram athugasemdir við ákvörðunardrögin. Eftir það getur Fjarskiptastofa formlega tekið ákvörðun nema fram komi óskir frá ESA um að Fjarskiptastofa dragi ákvörðunardrögin til baka. Ekki er gert ráð fyrir því að innlendir hagsmunaaðilar geri athugasemdir við ákvörðunardrögin að þessu sinni.

Samráðsskjölin má finna hér að neðan á íslensku og ensku.

Drög að ákvörðun Heildsöluverð fyrir lúkningu í föstum talsímanetum.pdf

Drög að ákvörðun Heildsöluverð fyrir farsímalúkningu.pdf

Draft Decision Fixed Termination Rates in 2022.pdf

Draft Decision Mobile Termination Rates in 2022.pdf