Hoppa yfir valmynd

Fjarskiptastofa samþykkir gjaldskrá Mílu fyrir aðstöðuleigu

Fréttasafn
26. nóvember 2021

Fjarskiptastofa samþykkir gjaldskrá Mílu fyrir aðstöðuleigu

Mynd með frétt

Með ákvörðun Fjarskiptastofu nr. 8/2021 samþykkir stofnunin kostnaðargreiningu Mílu ehf. fyrir aðstöðuleigu í húsum og möstrum, sem og fyrir rafmagnsnotkun í hýsingu Mílu ehf.

Kostnaðargreiningin leiðir fram mánaðarleg leiguverð í húsum í samræmi við mismunandi staðsetningu á aðstöðu svo og skápastærða sem eru í boði. Jafnframt eru leidd fram mánaðarverð fyrir aðstöðu í möstrum eftir stærð leigueiningar og staðsetningu í mastri, sem og landfræðilegri staðsetningu. Þá eru reiknuð verð fyrir rafmagn í samræmi við notkun.

Í meðfylgjandi ákvörðun er forsendum og aðferðum við greiningu á kostnaði lýst nánar. Í viðauka I er lýsing á því hvernig vegið meðaltal fjármagnskostnaðar er ákvarðað og í viðauka II er síðan gjaldskrá Mílu ehf. birt i heild sinni. Hina nýja heildsölugjaldskrá Mílu ehf. tekur gildi þann 1. janúar næstkomandi en Míla ehf. hefur þegar sent út tilkynningu um gildistökuna með tilskildum fyrirvara.

Frumdrög að ákvörðuninni fóru í innanlandssamráð sem stóð frá 29. júní til 20. júlí 2021. Engar athugasemdir bárust í samráðinu. Þá voru drög að ákvörðuninni send Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og öðrum eftirlitsstofnunum á EES-svæðinu til samráðs þann 18. október sl. Samráðinu lauk þann 18. nóvember sl. og hefur Fjarskiptastofa móttekið álit ESA sem fylgir með í viðauka III við ákvörðun þessa. Fjarskiptastofa vísar í álit ESA og kafla 1 í ákvörðuninni varðandi athugasemdir þeirra.

Ákvörðun Fjarskiptastofu nr. 8/2021

Viðauki I - WACC fyrir árið 2018
Viðauki II - Gjaldskrá
Viðauki III - Álit ESA