Hoppa yfir valmynd

Athugasemdir RÚV

Fréttasafn
08. mars 2005

Athugasemdir RÚV

Athugasemdir Ríkisútvarpsins við drög að auglýsingu um fyrirhugað útboð á UHF tíðnum fyrir stafrænt sjónvarp
skv. DVB-T staðli.

 

Töluliðir hér á eftir vísa til sömu töluliða í drögunum.

1.    Markmið útboðs

Meðan hugtakið “sem flestir landsmenn” er ekki skilgreint, eru 2 árin í lagi, sem æskilegt markmið, en útbreiðsluhraðann í 6. grein teljum við full brattann.

2.    Rásir sem verða í boði

Við notkun rásanna ættu DVB-T útsendingar að hafa forgang 1, en hins vegar ættu aðrar gagnaútsendingar að vera heimilar með víkjandi hætti (forgangur 2). Þetta kemur t.d. dreifðum byggðum í Noregi til góða, sem hafa ekki aðra möguleika á háhraðatengingu.

 

Tiltaka ætti hvaða verndar úthlutaði rásalistinn kemur til með að njóta af hálfu Póst- og fjarskiptastofnunar, þ.e. hvaða “protection ratio” P&f fer eftir í sínum úthlutunum.

 

Ekki eru VHF rásir nefndar, en þær geta hentað sums staðar betur en UHF rásir og unnt er að gera kröfur um að aðgangskassar geti tekið á móti þeim.

3.    Framkvæmd útboðs

Við úthlutun ætti ennfremur að taka tillit til að Ríkisútvarpið hefur skyldur við almenning í landinu umfram aðra skv. útvarpslögum, hvort sem um er að ræða á svæðum sem standa undir sér markaðslega eða ekki.

 

Vegna skyldna Ríkisútvarpsins umfram aðra til að koma dagskrám sínum til alls landsins og næstu miða, hvort sem það stendur undir sér markaðslega eða ekki, telur Ríkisútvarpið nauðsynlegt að vanda til hönnunar stafræns dreifikerfis, til að halda stofnkostnaði og framtíðar rekstrarkostnaði í lágmarki. Því teljum við fyrirhugaðan 6 vikna tilboðsfrest of skamman og viljum frá ráðrúm til tilraunasendinga áður en endanleg hönnun dreifingarinnar er afráðin. Annað hvort mætti lengja tilboðsfrestinn eða heimila að leggja fram drög að hönnun, þótt lokahönnun kæmi síðar.

 

Til að flýta málinu vísum við til umsóknar okkar um slíkar tilraunasendingar dags. 4. maí 2004, sem ekki hefur verið svarað. Við förum þess hér með á leit, að fá jákvætt svar, eða til vara UHF rás 22 til þessara tilrauna.

5. Útbreiðslusvæði

Til að geta gert tímaáætlanir þurfa nánast að liggja fyrir samningar eða tilboð frá framleiðendum um afhendingartíma. 6 vikur er full knappur tími til þess, sbr. t.d. útboðsskyldur RÚV sem opinberrar stofnunar.

 

Venjulegast er að með lágmarkssviðsstyrk sé átt við miðgildis sviðsstyrk (median field strength) í 10m hæð yfir jörð, miðgildi í merkingunni 50% staða yfir og 50% staða undir sviðsstyrksgildinu. Tilgreina þarf hvort P&f á við þetta eða eitthvað annað.

 

Einnig er í erlendum viðmiðum, ekki notaður sami viðmiðunarstyrkur fyrir neðri og efri hluta UHF sviðsins. Eitt viðmið sem við höfum sér er t.d. 52 dB/uV/m í bandi IV og 56 dB/uV/m í bandi V.

 

Enn fremur kann viðmiðunarstyrkur að vera háður vali á mótunartegund, sem ætti að endurspeglast í lágmarkssviðsstyrk.

6. Útbreiðsluhraði

Lágmarkskröfur um uppbyggingarhraða samkvæmt drögunum eru mjög strangar. DVB-T kerfi á þessu tíðnisviði hefur ekki verið byggt fyrr á Íslandi og ef bygging þess hæfist utan SV-lands (frá Akranesi til Suðurnesja) eru bæði mörkin of ströng. Lagt er til að bæði mörkin verði aukin um tvö ár.

 

Fh. Ríkisútvarpsins,

 

Eyjólfur Valdimarsson,

forstöðumaður þróunarsviðs