Hoppa yfir valmynd

Óljós símakostnaður vegna númeraflutnings - tilkynning

Fréttasafn
17. desember 2004

Óljós símakostnaður vegna númeraflutnings - tilkynning

Þann 1. október síðastliðinn var farsímanotendum gert mögulegt að flytja númer sín með sér vilji þeir  eiga viðskipti við annað farsímafyrirtæki.
Borið hefur á kvörtunum frá notendum um hækkun á símreikningum sem rekja má til þess að viðkomandi hafi hringt í númer sem áður var hjá sama farsímafyrirtæki og viðkomandi en vegna breytinganna er nú hjá öðru farsímafyrirtæki. Verð  símtala milli farsímafyrirtækja eru allt að 120% hærri en verð símtala milli notenda sem eru hjá sama farsímafyrirtæki.
Svipuð staða er uppí í löndum þar sem númeraflutningur er skylda. Almennt hefur lausnin verið sú að tryggja að farsímanotendur geti nálgast upplýsingar um í hvað net er hringt og þannig vitað hver verður kostaður af viðkomandi símtali.
Farsímafélögin á Íslandi hafa þegar mætt þessu með því að bjóða notendum að fletta upp á vefsíðum sínum í hvaða kerfi  notandi er.

Sjá t.d. http://www.siminn.is/control/index?pid=6116  (Neðst á síðunni)
http://www.ogvodafone.is/index.aspx?GroupId=750(Efst á síðunni)

Hérlendis sem og annars staðar er verið að kanna aðrar lausnir t.d með því  að veita upplýsingarnar gegnum talvél, smáskilaboð (SMS) eða þjónustuver.
Neytendur eru hvattir til að kynna sér vel hvaða áhrif það getur haft á símreikninga þeirra að skipta um þjónustuveitanda. Þannig breytingar geta haft áhrif bæði til hækkunar eða lækkunar, allt eftir því hvort mikið eða lítið er hringt á milli kerfa.