Hoppa yfir valmynd

Auglýsing

Fréttasafn
19. október 2002

Auglýsing


Póst- og fjarskiptastofnun auglýsir fyrirhugaða úthlutun á rekstrarleyfum fyrir þráðlaus notendakerfi á örbylgju.

 

Með vísan til 10. gr. laga um fjarskipti nr. 107/1999 auglýsir Póst- og fjarskiptastofnun eftir umsóknum um leyfi til reksturs þráðlausra notendakerfa á örbylgju, nánar tiltekið í tíðnisviðunum 3,5 Gigaherz og 10 Gigaherz.

 

Á hverju þjónustusvæði verða veitt 1-2 leyfi í 3,5 Gigaherz sviðinu og að hámarki 6 leyfi í 10 Gigaherz sviðinu.

 

Umsóknarfrestur er til 18. nóvember 2002 og má afhenda umsóknir í afgreiðslu Póst- og fjarskiptastofnunar til kl. 16 þann dag. Með hverri umsókn skal fylgja greiðsla að upphæð kr. 50.000.

 

Þráðlaus notendakerfi tengja miðstöð leyfishafa við notendur á ákveðnu svæði og þjóna svipuðu hlutverki og heimtaugar í koparstrengjum. Þjónusta sem veitt er notendum samanstendur af talþjónustu og gagnaflutningi með bitahraða a.m.k. sambærilegum og í samnetinu.

 

 Upplýsingar um útboðið og skilmála má fá í afgreiðslu Póst- og fjarskiptastofnunar, Smiðjuvegi 68-70, Kópavogi. Sömu upplýsingar er að finna hér fyrir neðan:

 

Upplýsingar fyrir umsækjendur um rekstrarleyfi fyrir þráðlaus notendakerfi á örbylgju. Útgefið í október 2002 vegna auglýsingar um umsóknir um leyfi. (skjal á pdf formi)