Hoppa yfir valmynd

Virða skal bannmerki í símaskrá

Fréttasafn
28. maí 2003

Virða skal bannmerki í símaskrá

Ábending um að virða bannmerki í símaskrá.

Nú þegar hafa um 90 þúsund talsímanotendur farið fram á að Landssíminn merki við þá í símaskrá með bannmerki og er það um tvöföldun frá því sem var í símaskránni fyrir 2002.

Grunur leikur á  að aðilar sem nota talsímaþjónustu sem lið í markaðssetningu á vöru eða þjónustu virði ekki bannmerki í símaskrá sem gefa til kynna að viðkomandi áskrifandi talsímaþjónustu vilji ekki slíkar hringingar til sín.

Þeir áskrifendur sem hafa farið fram á að sett verði bannmerki við nafn sitt í símaskrá en verða þrátt fyrir það fyrir ónæði af völdum aðila sem nota talsímaþjónustu sem lið í markaðsetningu á vöru eða þjónustu, geta snúið sér til Póst- og fjarskiptastofnunar, t.d. með því að senda inn erindi á tölvupóstfangið pta@pfs.is Nauðsynlegt er að fram komi hver verður fyrir ónæði og hvaða fyrirtæki það er sem virðir ekki bannmerki símaskrár. Auk þess þarf að koma fram hvaða vöru eða þjónustu verið var að selja með símtali í umrætt skipti.

Póst- og fjarskiptastofnun mun í framhaldi af viðbrögðum almennings meta umfang þessa vandamáls og setja sig í samband við þá aðila sem virða ekki bannmerkingar.