Hoppa yfir valmynd

Landsíminn frestar hækkun á leigu fyrir heimtaug til 1.des.

Fréttasafn
28. ágúst 2002

Landsíminn frestar hækkun á leigu fyrir heimtaug til 1.des.

Fréttatilkynning frá Póst og fjarskiptastofnun.

Efni: Verðbreytingar á heimtaugarleigu Landssíma Íslands.

Í framhaldi af tilkynningu Landssíma Íslands um hækkun á leigu heimtaugar frá 26. júlí sl sem taka átti gildi 1. september nk, þá hefur Landssíminn ákveðið að fara að tilmælum Póst og fjarskiptastofnunar um að fresta hækkuninni að sinni. Ráðgert er að forsendur verðbreytinga heimtaugarleigunnar liggi fyrir eigi síðar en 1. desember nk. Tíminn fram til 1. desember verður notaður í áframhaldandi greiningu á kostnaði heimtaugarleigunnar samanber reglugerð 960/2001 um bókhaldslega og fjárhagslega aðgreiningu í rekstri fjarskiptafyrirtækja. Vinna við kostnaðargreininguna verður jafnframt tengd vinnu við gerð viðmiðunartilboðs fyrir heimtaugarleigu. Ráðgert er að gerð viðmiðunartilboðsins ljúki einnig fyrir 1. desember nk.

Nánari upplýsingar veitir Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar