Hoppa yfir valmynd

Úrskurður í máli Landsíma Íslands gegn Póst og fjarskiptastofnun

Fréttasafn
12. mars 2001

Úrskurður í máli Landsíma Íslands gegn Póst og fjarskiptastofnun

Nr. 2/2000: Landssími Íslands hf. gegnPóst- og fjarskiptastofnun

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála kvað 2.mars 2001 upp úrskurð í ágreiningsmáli nr. 2/2000 Landssími Íslands hf. gegn Póst- og fjarskiptastofnun. Úrskurðarorð eru:

"Ákvarðanir Póst- og fjarskiptastofnunar frá 6. og 20. desember 2000 um breytingar á fastagjaldi fyrir talsíma eru felldar úr gildi. Ákvörðun PFS frá 27. mars 2000 skal standa óbreytt.

Úrskurð þennan þarf að bera undir dómstóla innan sex mánuða frá því að aðilar fengu vitneskju um hann."

Úrskurðurinn er birtur í heild á vefsíðu Póst- og fjarskiptastofnunar.