Hoppa yfir valmynd

Samráð við ESA um drög að ákvörðun varðandi heildsölugjaldskrá Mílu fyrir aðgang að koparheimtaugum og tengigrindum

Fréttasafn
30. mars 2023

Samráð við ESA um drög að ákvörðun varðandi heildsölugjaldskrá Mílu fyrir aðgang að koparheimtaugum og tengigrindum

Mynd með frétt

Þann 29. mars 2023 sendi Fjarskiptastofa ákvörðunardrög varðandi kostnaðargreiningu Mílu hf. á heildsöluaðgangi að koparheimtaugum og tengigrindum til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA.

Stofnunin hyggst samþykkja kostnaðargreiningu Mílu hf. fyrir aðgang að koparheimtaugum og tengigrindum félagsins.

Í meðfylgjandi drögum er forsendum og aðferðum við greiningu á kostnaði lýst nánar. Í viðauka I er lýsing á því hvernig vegið meðaltal fjármagnskostnaðar er ákvarðað.

Frumdrög að ákvörðun um heildsölugjaldskrá fyrir aðgang að koparheimtaugum fór í innanlandssamráð sem stóð frá 10. janúar til 9. febrúar 2023. Athugasemdir bárust frá Símanum hf. og Sýn hf. Fjarskiptastofa sendi athugasemdirnar til umsagnar hjá Mílu. Athugasemdir Símans hf. og Sýnar hf. í heild sinni ásamt svörum Mílu hf. má finna í Viðauka II. Í Viðauka III hefur Fjarskiptastofa síðan tekið saman helstu sjónarmið Símans hf. og Sýnar hf. vegna ákvarðanadraga Fjarskiptastofu og þar eru jafnframt tilgreind svör Mílu hf. þar sem það á við og afstaða stofnunarinnar. Fjarskiptastofa telur að þær athugasemdir sem komu fram í innanlandssamráðinu kalli ekki á breytingar á fyrirhugaðri niðurstöðu Fjarskiptastofu um verðskrá fyrir aðgang að koparheimtaugum.

Ákvörðunardrögin hafa nú verið send til ESA og annarra eftirlitsstofnana á EES-svæðinu til samráðs með vísan til 28. gr. laga nr. 75/2021 um Fjarskiptastofu og tilmæla ESA frá 2009 um slíkt samráð. Umræddir aðilar hafa einn mánuð til að setja fram athugasemdir við ákvörðunardrögin. Eftir það getur Fjarskiptastofa formlega tekið ákvörðun nema fram komi óskir frá ESA um að Fjarskiptastofa dragi ákvörðunardrögin til baka. Ekki er gert ráð fyrir því að innlendir hagsmunaaðilar geri athugasemdir við ákvörðunardrögin að þessu sinni. 

Drög að ákvörðun heildsölugjaldskrá koparheimtauga til birtingar

Viðauki I WACC fyrir 2021

Viðauki II Athugasemdir úr samráði og svör Mílu

Viðauki III Helstu sjónarmið aðila í innanlandssamráði og afstaða Fjarskiptastofu

Draft Decision Tariff for Copper Local Loop (Public)

Appendix I WACC calculations (Public)

Appendix II Comments from national consultation and Mila responce (Public)

Appendix III Main views of parties to national consultation and the position of ECOI (Public)