Hoppa yfir valmynd

Sameiginlegt lið Svíþjóðar og Íslands bar sigur úr býtum á netvarnaræfingunni Skjaldborg (Locked Shields)

Fréttasafn
21. apríl 2023

Sameiginlegt lið Svíþjóðar og Íslands bar sigur úr býtum á netvarnaræfingunni Skjaldborg (Locked Shields)

Íslenska liðið á netvarnaræfngunni Skjaldborg

Sameiginlegt lið Svíþjóðar og Íslands bar sigur úr býtum á netvarnaræfingunni Skjaldborg (Locked Shields).

Æfingin var haldin af öndvegissetri Atlantshafsbandalagsins í netvörnum í Tallinn en íslensku keppendurnir tóku þátt úr húsnæði sænska hersins í Enköping í Svíþjóð ásamt sænskum liðsfélögum. Æfingin var sett upp sem keppni í að verjast hörðum netárásum óvinveittra aðila og stóð í tvo daga, en undirbúningurinn tók fleiri vikur. 

Um er að ræða eina stærstu netvarnaræfingu í heimi og taka rúmlega 2.400 manns þátt. Fyrir Íslands hönd tóku þátt starfsmenn frá netöryggissveit Fjarskiptastofu (CERT-IS), Landhelgisgæslu Íslands, Ríkislögreglustjóra, Seðlabanka Íslands, Reiknistofu bankanna og utanríkisráðuneyti Íslands. Mikil ánægja var með íslensku þátttakendurna og er nokkuð víst að þeim verði boðið til þátttöku í næstu keppni að ári sem gæti orðið mikilvægur liður í að styrkja netvarnir Íslands í framtíðinni.