Hoppa yfir valmynd

Leiðbeiningar um úrræði vegna ótryggs farnetssambands

Fréttasafn
02. júní 2023

Leiðbeiningar um úrræði vegna ótryggs farnetssambands

Mynd með frétt

Fjarskiptastofa hefur gefið úr leiðbeiningar um úrræði til heimila og vinnustaða með slitrótt farnetssamband.

Ísland er í fremstu röð á heimsvísu þegar kemur að fjarskiptasambandi almennings og fyrirtækja þrátt fyrir að vera strjálbýlt og landfræðilega erfitt þegar kemur að uppbyggingu fjarskiptakerfa.

Engu að síður eru ennþá örfáir staðir þar sem ekki er hægt að tryggja fullt innanhússamband og enn færri sem ekkert samband hafa utanhúss þegar um farnetssamband er að ræða. Íslensk stjórnvöld og fjarskiptafyrirtækin vinna þó stöðugt að því að bæta samband almennings og fyrirtækja.

Nokkrar lausnir eru til sem geta hjálpað notendum farneta  sem eru með ótryggt farnetssamband innanhúss til þess að ná góðu sambandi og þannig tryggja aukið öryggi notenda.

Sjá leiðbeiningarnar á vef Fjarskiptastofu