Netöryggisráðstefna CERT-IS og HVIN 31. október 2023
Netöryggisráðstefna CERT-IS og HVIN 31. október 2023
Í tilefni alþjóðlegs netöryggismánaðar efna CERT-IS og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið til ráðstefnu um gagnagíslatökur, þróun þeirra og áhrif á rekstur fyrirtækja og stofnana. Hér má finna Facebook viðburð ráðstefnunnar.
Ráðstefnan er sérstaklega ætluð fólki með ábyrgð á rekstri og fjármunum fyrirtækja og stofnana.
Dagskrá:
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra netöryggismála, setur ráðstefnuna. CERT-IS fer yfir sögu gagnagíslataka og hvernig slíkar árásir hafa breyst í gegnum tíðina.
Brimborg og Geislatækni munu fjalla um reynslu sína af gagnagíslatökum og hvaða afleiðingar þau atvik höfðu í för með sér.
Einnig verður fjallað um samstarfsvettvang fræðslu, menntunar og rannsókna á sviði netöryggis á Íslandi.
Ráðstefnan fer fram í Gullteig á Grand Hótel þann 31. október frá 13:00 til 16:30 og boðið verður upp á léttar veitingar að henni lokinni.