Fréttasafn
5. desember 2016
Úrskurðarnefnd hafnar kröfu Útvarps Sögu um frestun réttaráhrifa.
Nánar
Með úrskurði 2. desember sl. hafnaði úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála kröfu Útvarps Sögu um frestun réttaráhrifa ákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar nr. 15/2016.
24. nóvember 2016
Vegna villandi fréttaflutnings af tíðnimálum Útvarps Sögu
Nánar
Vegna umræðu og fréttaflutnings undanfarið af tíðnimálum Útvarps Sögu vill Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) ítreka eftirfarandi staðreyndir í málinu: Útvarp Saga er með heimild til að nota tíðnina 99,4 MHz á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er verið að svipta Útvarp Sögu tíðninni 102,1 MHz enda er stöðin ekki með heimild til að nota hana. Í maí 2015 fékk Útvarp Saga leyfi til að prófa þessa tíðni tímabundið og sá tími er löngu liðinn.
23. nóvember 2016
Samráð um skilmála viðmiðunartilboðs um aðgang að leigulínum
Nánar
Þann 16. ágúst sl. efndi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til samráðs um skilmála viðmiðunartilboðs Mílu um aðgang að leigulínum í heildsölu. Engar athugasemdir bárust frá markaðsaðilum.
23. nóvember 2016
Útburður póstsendinga vegna atkvæðagreiðslu um kjarasamninga á milli ASÍ og SA í samræmi við ákvæði laga um póstþjónustu
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt ákvörðun nr. 18/2016, um framkvæmd útburðar Íslandspósts (ÍSP), vegna kosninga um hvort félagsmenn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) samþykktu kjarasamning sem gerður hafði verið við Samtök Atvinnulífsins (SA).
22. nóvember 2016
Netöryggisæfing með innlendum aðilum haldin í dag
Nánar
Í dag stóð netöryggissveitin CERT-ÍS fyrir netöryggisæfingu með þeim innlendu aðilum sem falla undir þjónustuhóp sveitarinnar í samræmi við ákvæði fjarskiptalaga.
22. nóvember 2016
Bannákvæði 5. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga nær til hliðrænnar myndmiðlunar
Nánar
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur staðfest ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar þess efnis að bannákvæði 5. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga nr. 38/2011 taki til hliðrænnar (ólínulegrar) myndmiðlunar, ekki síður en til sjónvarpsútsendinga í rauntíma (línulegrar myndmiðlunar).
22. nóvember 2016
Samráð við ESA um drög að ákvörðunum vegna greininga á mörkuðum fyrir talsímaþjónustu.
Nánar
Annars vegar er um að ræða drög að ákvörðun um markaðsgreiningu á heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í föstum almennum talsímanetum, markaður nr. 1/2016. Hins vegar er um að ræða drög að ákvörðun um markaðsgreiningu á smásölumarkaði fyrir aðgang að fasta almenna talsímanetinu (Markaður 1/2008) og heildsölumarkaði fyrir upphaf símtala í fasta almenna talsímanetinu (Markaður 2/2008).
16. nóvember 2016
Samráð um númer fyrir samskipti milli tækja og hluta
Nánar
Um er að ræða það sem á ensku hefur verið kallað M2M (machine to machine) en er kallað á íslensku TíT (tæki í tæki). TíT vísar til þess þegar tæki og hlutir geta haft bein samskipti sín á milli, bæði þráðlaust og í fastlínukerfum.