Fréttasafn
29. febrúar 2024
Fjarskiptastofa framlengir gildistíma á kvöðum Mílu á heimtauga- og bitastraumsmörkuðum
Nánar
Frá því að úrskurður úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála (ÚFP) í kærumáli nr. 3/2021 var kveðinn upp þann 29. desember 2021 hefur legið fyrir að Fjarskiptastofa (FST) myndi endurskoða markaðsgreiningu sína á heimtauga- og bitastraumsmörkuðum, m.a. vegna þeirra forsendubreytinga á fjarskiptamarkaði sem urðu haustið 2021 með sölunni á Mílu út úr Símasamstæðunni.
13. febrúar 2024
Aðvörun vegna mikils fjölda svikasímtala erlendis frá í febrúar
Nánar
Undanfarna sólarhringa hafa þúsundir svikasímtala borist til símnotenda hér landi. Símanúmerin sem birtast á símum notenda bera með sér að þau komi frá Lúxemborg og Sri Lanka. Númerin sem um ræðir byrja á +352 og +94. Þar sem hér er um svikasímtöl að ræða, framkvæmd með upphringivélum, gætu símanúmerin verið skálduð og algjörlega ótengd þessum löndum. Mikilvægt er að svara hvorki né hringja til baka.
9. febrúar 2024
Fjarskiptastofa samþykkir heildsölugjaldskrá Mílu fyrir ljósbylgjur og samhliða breytingu á viðmiðunartilboði leigulína
Nánar
Með ákvörðun Fjarskiptastofu nr. 1/2024 samþykkir stofnunin kostnaðargreiningu Mílu hf. (Mílu) á heildsöluaðgangi að ljósbylgjum Mílu á markaði fyrir stofnlínuhluta leigulína. Með ákvörðuninni er einnig samþykkt breyting á viðmiðunartilboði Mílu fyrir leigulínur. Ljósbylgja er samband í bylgjulengdarkerfi Mílu sem notar DWDM tækni. Boðið er upp á ljósbylgju á tilgreindum stöðum í stofnneti Mílu og eru fjórir gagnaflutningshraðar í boði 1, 10, 25 og 100 Gb/s og sex vegalengdarflokkar.
2. febrúar 2024
Opnun vefsjár Fjarskiptastofu
Nánar
Í tengslum við UT messuna sem fram fer í dag og á morgun mun Fjarskiptastofa opna nýja vefsjá fyrir almenning. Vefsjáin er hugsuð til upplýsingar fyrir alla sem vilja kynna sér stöðu og þróun fjarskiptauppbyggingar á Íslandi hvort sem um er að ræða tengingar heimila og fyrirtækja við ljósleiðara eða uppbyggingu farneta á landsvísu.
23. janúar 2024
Samráð um breytingar á mati á umtalsverðum markaðsstyrk í Rangárþingi eystra á markaði 3b, mati á því hvort Ljósleiðarinn og Tengir teljast hrein heildsölufyrirtæki og breyting á útfærslu kvaðar um tilkynningu jarðvegsframkvæmda og gildistöku þeirrar kvaðar gagnvart nýjum aðilum
Nánar
Í kjölfar tveggja samráða um drög að markaðsgreiningu á heildsölumörkuðum fyrir staðaraðgang með fasttengingu og miðlægan aðgang með fasttengingu fyrir fjöldaframleiddar vörur og útnefningar fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk á landfræðilegum mörkuðum viðkomandi heildsölumarkaða hefur Fjarskiptastofu (FST) borist umtalsverðar athugasemdir hagsmunaaðila sem Fjarskiptastofa hefur tekið til meðferðar.
12. janúar 2024
Kærumáli um bráðabirgðaákvörðun Fjarskiptastofu vísað frá úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála
Nánar
Með úrskurði í kærumáli úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála (ÚFP) nr. 1/2023 frá 20. desember 2023 var kæru Mílu hf. og Ljósleiðarans ehf. á ákvörðun Fjarskiptastofu (FST) nr. 9/2023 til bráðabirgða vísað frá. Var það gert á þeim forsendum að um væri að ræða bráðabirgðaákvörðun í stjórnsýslumáli sem enn væri ólokið með endanlegri stjórnvaldsákvörðun. Að áliti ÚFP er slík ákvörðun ekki kæranleg nema í undantekningartilvikum, þegar nauðsynlegt þykir fyrir áframhaldandi meðferð máls sem til meðferðar hjá stjórnvaldi. Við mat á því hvort nauðsynlegt sé að taka hina kærðu bráðabirgðaákvörðun til umfjöllunar telur ÚFP að m.a. verði að líta til lögmætis hennar, hvort gætt hafi verið að meðalhófi og hvort slíkar röksemdir hafi verið færðar fram þannig að nauðsyn sé fyrir frekari málsmeðferð.
9. janúar 2024
Samráð við ESA um drög að ákvörðun varðandi heildsölugjaldskrá Mílu fyrir ljósbylgjur og breyting á viðmiðunartilboði leigulína
Nánar
Í dag sendi Fjarskiptastofa ákvörðunardrög varðandi kostnaðargreiningu Mílu hf. á heildsöluverðum fyrir ljósbylgjur og breytingu á viðmiðunartilboði leigulína til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA.
9. janúar 2024
Íslenska farsímakerfið mælist sambærilegt öðrum evrópskum farsímakerfum í óháðum gæðaprófunum
Nánar
Gæðaprófanirnar hafa staðfest að íslensk fjarskiptafyrirtæki eru að standa sig ágætlega í alþjóðlegum samanburði þegar kemur að farnetskerfinu og þá sérstaklega þegar tekið er tillit til þess hversu strjálbýlt landið er. Það er hins vegar rými til að gera betur og slík vinna er sífellt í gangi hjá fjarskiptafélögunum og þegar hafa einstaka úrbætur verið gerðar á grundvelli gæðaprófananna.