Fréttasafn
8. maí 2024
Leiðbeiningar fyrir forsetaframbjóðendur í aðdraganda kosninga
Nánar
Fjölmiðlanefnd, Fjarskiptastofa og Persónuvernd hafa í samstarfi við landskjörstjórn og Ríkislögreglustjóra sett saman leiðbeiningar fyrir frambjóðendur til forsetakjörs sem fer fram þann 1. júní nk. Leiðbeiningarnar varða rétt einstaklinga til réttra upplýsinga, friðhelgi og persónuverndar í aðdraganda kosninga.
2. maí 2024
Svikaskilaboð, reynsla neytenda og tjón af þeirra völdum
Nánar
Fjarskiptastofa hefur látið gera neytendakönnun um algengi og reynslu neytenda af svikaskilaboðum eða netsvikum. Könnunin var framkvæmd af Gallup í seinni hluta desember síðastliðnum í kjölfar hrinu svikasímtala sem íslenskir símnotendur fengu í miklum mæli um nokkurra daga skeið fyrr í sama mánuði.
8. apríl 2024
Samráð við ESA um markaðsgreiningar á heildsölumörkuðum fyrir heimtaugar og bitastraumstengingar
Nánar
19. mars 2024
Fjarskiptastofa kallar eftir áformum um lagningu ljósleiðara-aðgangsneta 2024-2026
Nánar
6. mars 2024
Fjarskiptastofa gefur út verklagsreglur vegna gagnaöflunar stofnunarinnar
Nánar
Fjarskiptastofa sinnir fjölbreyttum verkefnum við framþróun fjarskiptamarkaðar. Hafa þessi verkefni m.a. það markmið að efla samkeppni neytendum til hagsbóta, auka aðgengi almennings að háhraða gagnaflutningsþjónustu og stuðla að öryggi fjarskiptaneta og auknum gæðum þjónustunnar.
29. febrúar 2024
Fjarskiptastofa framlengir gildistíma á kvöðum Mílu á heimtauga- og bitastraumsmörkuðum
Nánar
Frá því að úrskurður úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála (ÚFP) í kærumáli nr. 3/2021 var kveðinn upp þann 29. desember 2021 hefur legið fyrir að Fjarskiptastofa (FST) myndi endurskoða markaðsgreiningu sína á heimtauga- og bitastraumsmörkuðum, m.a. vegna þeirra forsendubreytinga á fjarskiptamarkaði sem urðu haustið 2021 með sölunni á Mílu út úr Símasamstæðunni.
13. febrúar 2024
Aðvörun vegna mikils fjölda svikasímtala erlendis frá í febrúar
Nánar
Undanfarna sólarhringa hafa þúsundir svikasímtala borist til símnotenda hér landi. Símanúmerin sem birtast á símum notenda bera með sér að þau komi frá Lúxemborg og Sri Lanka. Númerin sem um ræðir byrja á +352 og +94. Þar sem hér er um svikasímtöl að ræða, framkvæmd með upphringivélum, gætu símanúmerin verið skálduð og algjörlega ótengd þessum löndum. Mikilvægt er að svara hvorki né hringja til baka.
9. febrúar 2024
Fjarskiptastofa samþykkir heildsölugjaldskrá Mílu fyrir ljósbylgjur og samhliða breytingu á viðmiðunartilboði leigulína
Nánar
Með ákvörðun Fjarskiptastofu nr. 1/2024 samþykkir stofnunin kostnaðargreiningu Mílu hf. (Mílu) á heildsöluaðgangi að ljósbylgjum Mílu á markaði fyrir stofnlínuhluta leigulína. Með ákvörðuninni er einnig samþykkt breyting á viðmiðunartilboði Mílu fyrir leigulínur. Ljósbylgja er samband í bylgjulengdarkerfi Mílu sem notar DWDM tækni. Boðið er upp á ljósbylgju á tilgreindum stöðum í stofnneti Mílu og eru fjórir gagnaflutningshraðar í boði 1, 10, 25 og 100 Gb/s og sex vegalengdarflokkar.