Fréttasafn
1. mars 2000
Upplýsingar um R&TTE tilskipunina
Nánar
Eitt af helstu markmiðum ESB/EES er að skapa eitt markaðssvæði, þar sem sömu reglur gilda á öllu svæðinu.Einn þáttur á fjarskiptasviðinu hefur setið nokkuð eftir í þessari samræmingu en hann er samþykki á: a. notendabúnaði sem tengist almennum fjarskiptanetum (símar, faxtæki o.s.frv.) b. hverskonar radíótækjum (talstöðvar, útvarpssendar, fjarstýringar o.s.frv) Um þennan búnað hafa gilt mismunandi reglur í hinum ýmsu löndum, sem hafa leitt til þess að framleiðendur/innflytjendur hafa orðið að fá samþykki fyrir búnaðinn í hverju landi fyrir sig, áður en heimilað er að setja búnaðinn á markað. Hin nýja tilskipun felur í sér þá grundvallarbreytingu að í stað þess að stjórnvöld í hverju landi þurfi að samþykkja búnaðinn fyrirfram, áður en hann er settur á markað, er framleiðendum / innflytjendum gert kleyft að sannreyna eða láta sannreyna á eigin ábyrgð að búnaðurinn uppfylli grunnkröfur tilskipunarinnar og setja hann síðan á markað.Í vissum tilvikum er framleiðanda / innflytjanda gert að tilkynna stjórnvöldum um fyrirætlan sína um að setja búnað á markað, en ekki er krafist formlegs samþykkis stjórnvalda. Þetta gildir eingöngu um radíóbúnað, þar sem tíðninotkun hefur ekki verið samræmd alls staðar á EES svæðinu.Í mjög sérstökum tilvikum er aðildarríkjum heimilað að banna markaðssetningu og sölu á fjarskiptatækjum og að gera slík tæki upptæk.Ákvæði tilskipunarinnar koma til framkvæmda innan ESB 8.4.2000. Búist er við að tilskipunin taki gildi innan EES og þar með á Íslandi fljótlega eftir það.Eldri gerðarsamþykki munu þó gilda í 1 ár frá gildistöku tilskipunarinnar á Íslandi.Góðar upplýsingar (á ensku) má fá á www.ero.dk (veljið "Fast Links" og "R&TTE info"). Auk nánari útskýringa á því, hvaða áhrif hinar nýju reglur munu hafa, má finna texta tilskipunarinnar á heimasíðunni. Einnig má fá ítarlegar upplýsingar á vef Framkvæmdastjórnarinnar á http://europa.eu.int/comm/enterprise/rtte/Mikilvægt er að innflytjendur fjarskiptatækja geri erlendum viðskiptavinum sínum ljóst að ákvæði tilskipunarinnar munu einnig gilda á Íslandi vegna aðildar okkar að EES.1.mars 2000
6. desember 1999
Fyrsta skrefið tekið að númeraflutningi
Nánar
06.desember .1999- Fréttatilkynning NúmeraflutningurMöguleiki símnotenda að flytja með sér símanúmer sín þegar þeir skipta um þjónustuveitanda er talinn lykilatriði fyrir samkeppnismarkað í fjarskiptum. Póst- og fjarskiptastofnun og rekstrarleyfishafarnir Íslandssími hf., Landssími Íslands hf. og Tal hf. hafa komist að samkomulagi um fyrsta skrefið í númeraflutningi. Notendur sem hafa stofntengingu, þ.e. 2 Megabit/s heimtaug og 100 númera röð eða meira, geta flutt með sér númer sín ef þeir flytja sig frá einu símafyrirtæki til annars. Sömuleiðis geta þeir tekið með sér símanúmer sem byrja á 800 og 901-908.Símnotendum sem óska eftir númeraflutningi ber að senda umsókn þar að lútandi til símafyrirtækisins sem þeir vilja flytja sig til. Gert er ráð fyrir að um 2 vikur líði frá því að umsókn berst þangað til að númeraflutningur er framkvæmdur.Samgönguráðherra fól Póst- og fjarskiptastofnun í lok ágúst að setja reglur um númeraflutning eins skjótt og það væri tæknilega öruggt og mögulegt . Stofnunin óskaði eftir því að símafyrirtæki sem fá úthlutað símanúmerum til afnota fyrir símnotendur sína tækju þátt í vinnuhóp til þess að skoða möguleika á númeraflutningi í símakerfum fyrirtækjanna og hefur komist að niðurstöðu um bráðabirgðafyrirkomulag eins og að framan er lýst. Vinnuhópurinn mun næst kanna hversu fljótt hægt er að innleiða númeraflutning fyrir alla símnotendur en vonast er til að hægt sé að flýta því í samræmi við þróunina í nágrannalöndunum
7. september 1998
PFS gerir ekki athugasemdir við gjaldskrárhækkun Landsímans
Nánar
Í síðasta mánuði tilkynnti Landssími Íslands hf um hækkun á gjöldum fyrir símtöl í upplýsinganúmerin 114 fyrir erlend númer og 118 fyrir innlend númer. Meðalhækkun var talin nema 15% fyrir símtöl í 114 og 24% fyrir 118. Af þessu tilefni óskaði Póst- og fjarskiptastofnun eftir upplýsingum um tekjur og útgjöld af þessari þjónustu. Þá hefur stofnunin safnað upplýsingum um gjöld fyrir samsvarandi þjónustu í nokkrum nágrannalöndum til þess að hægt væri að gera samanburð við íslensku gjaldskrána. Á grundvelli fyrrgreindra upplýsinga hefur Póst- og fjarskiptastofnun ákveðið að gera ekki athugasemd við gjaldskrárhækkunina. Þar eð tölurnar benda til þess að þrátt fyrir hækkunina verði enn nokkur hallarekstur af upplýsingaþjónustunni beinir stofnunin því til Landssímans að láta henni í té eftir næstu áramót tölur um afkomu þjónustunnar á síðustu mánuðum ársins. Verði enn um halla á þjónustunni að ræða mun verða óskað eftir ráðstöfunum af hálfu Landssímans til að jafna út rekstrartapið, t.d. með hagræðingu, svo að ekki verði framhald á niðurgreiðslu á þessari þjónustu, sem skerðir möguleika annarra aðila að keppa við Landssímann á þessu sviði. Póst- og fjarskiptastofnun væntir þess að lækkaðar niðurgreiðslur á upplýsingaþjónustunni sem síðasta gjaldskrárhækkun leiddi af sér skili sér til notenda í formi lægri gjalda fyrir aðra þjónustu. Gjöld fyrir sambærilega þjónustu í næstu löndum við okkur, þ.e. Bretlandi, Danmörku, Írlandi, Noregi og Svíþjóð eru sem hér segir í íslenskum krónum að meðtöldum virðisaukaskatti en hann er ekki jafnhár í öllum löndunum. Innlend númer Erlend númer Bretland 41,93 (upplýsingar um 2 númer) 95,79 (upplýsingar um 2 númer) Danmörk 38,22 byrjunargjald og 73.80 á mínútu (daggjald) númer sama gjald og fyrir innlend Írland 34.73 fyrir hvert uppkall (upplýsingar um 3 númer) númer sama gjald og fyrir innlend Noregur 3,63 byrjunargjald og 81,69 á mínútu 3,63 byrjunargjald og 99,84 á mínútu Svíþjóð 26.63 byrjunargjald og 99.84 á mínútu (daggjald) 53.25 byrjunargjald og 142.00 á mínútu (daggjald) Á Írlandi eru fjögur fyrstu símtöl á hverju 2. mánaða tímabili innifalin í föstu afnotagjaldi fyrir síma. Ef gert er ráð fyrir að hvert símtal í upplýsingaþjónustuna til að fá eitt símanúmer taki 30 sek verður samanburður milli Íslands og hinna landanna eftirfarandi: Innlend númer Erlend númer Bretland 41,93 95,79 Danmörk 75.12 75,12 Írland 34,73 34,73 Ísland 29,88 22,41 Noregur 44,48 53,55 Svíþjóð 76,55 124,25 Samkvæmt gildandi lagaákvæðum getur Póst- og fjarskiptastofnun sett þak á gjaldskrá fyrir upplýsingaþjónustuna, ef hún er ekki í samræmi við gjaldskrá nágrannalandanna. Taflan sýnir að ekki er þörf fyrir aðgerðir af hálfu Póst- og fjarskiptastofnunar. Fréttatilkynning 7. september 1998
19. ágúst 1998
Farsímanotendur Tals hf. skráðir í símaskrá
Nánar
19. ágúst 1998Fréttatilkynning Póst- og fjarskiptastofnun hefur tilkynnt Landssíma Íslands hf. að fyrirtækinu sé heimilt að skrá í símaskrá Landssímans áskrifendur í GSM farsímakerfi Tals hf. Það skilyrði er sett að áskrifendur Tals hf leggi fram skriflega beiðni um skráningu. Tölvunefnd hefur tilkynnt Póst- og fjarskiptastofnun að hún geri ekki athugasemd við þessa afgreiðslu.Landssíma Íslands ber að taka gjald fyrir skráninguna sams konar og er tekið fyrir aukalínur í símaskrána enda sé það í samræmi við tilkostnað.Vegna umfjöllunar um þetta mál í fjölmiðlum telur Póst- og fjarskiptastofnun rétt að upplýsa að Tali hf ber samkvæmt ákvæði í leyfisbréfi sínu að tryggja að öllum fyrirspurnum um símanúmer í GSM þjónustu Tals hf sé svarað allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Einnig skal tryggja að áskrifendur Tals hf eigi aðgang að upplýsingaþjónustu í öðrum fjarskiptanetum og að áskrifendur þeirra eigi aðgang að upplýsingaþjónustu Tals hf.
17. ágúst 1998
Tal hf. fær rekstraleyfi
Nánar
17. ágúst 1998 FRÉTTATILKYNNING Í samræmi við fjarskiptalög og lög um Póst- og fjarskiptastofnun hefur Póst og fjarskiptastofnun gefið út í dag rekstrarleyfi til Tals hf. Samkvæmt rekstrarleyfinu hefur Tal hf. nú leyfi til að starfrækja DCS 1800 (GSM 1800) fjarskiptanet og -þjónustu og er Tal hf. þar með rekstrarleyfishafi númer tvö sem hefur slíkt leyfi. Auk fyrrgreinds rekstrarleyfis hefur Tal hf. einnig leyfi til að starfrækja GSM 900 fjarskiptanet og -þjónustu en það leyfi fékk Tal hf. á síðastliðnu ári.
30. júlí 1998
Landssíminn með verulega markaðshlutdeild
Nánar
30.07.1998 Í samræmi við fjarskiptalög og lög um Póst- og fjarskiptastofnun hefur Póst- og fjarskiptastofnun gefið út í dag rekstrarleyfi til Landssíma Íslands hf. Í leyfinu er skilgreint hvaða fjarskiptaþjónustu og hvaða fjarskiptanet Landssímanum sé heimilt að starfrækja.