Fréttasafn
28. apríl 2004
Kvörtun frá símnotenda vegna þess að bannmerki var ekki virt
Nánar
sjá ákvörðun
26. apríl 2004
Framlengdur frestur til að skila umsögnum um drög að reglum um almenna heimild.
Nánar
Ákveðið hefur verið að framlengja frest til þess að skila umsögnum um drög að reglum um almenna heimild til fjarskiptastarfsemi. Fresturinn er framlengdur til 3. maí nk. Þeir aðilar sem kjósa að senda inn umsagnir eru beðnir um að gera það bæði á skriflegu og rafrænu formi. Í dreifibréfi sem sent var með drögunum til allra fjarskiptafyrirtækja þann 26. mars sl. var gefið upp tölvupóstfangið pfs@pfs.is. Því miður er þetta tölvupóstfang ekki virkt og eru umsagnaraðilar því beðnir um að nota tölvupóstfangið sigurjon@pta.is
20. apríl 2004
Þriðja kynslóð farsíma
Nánar
Samgönguráðherra hefur lagt fram frumvarp um þriðju kynslóð farsíma,þar sem kemur fram hvaða leið skuli farin við að úthluta tíðnum. Fram kemur að úthlutunin skuli fara fram að undangengnu almennu útboði og gildistími leyfa er 15 ár. Takmarkaður fjöldi fyrirtækja fær úthlutað tíðni á grundvelli útboðs, eða fjórum. Komi hins vegar ekkert tilboð, verður að hámarki þremur úthlutað tíðni. Sjá nánar á http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=130&mnr=815
10. nóvember 2003
Landssíma Íslands gert að veita Og Fjarskiptum reiki
Nánar
Póst og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að Landssími Íslands haldi áfram að veita Og fjarskiptum (Og Vodafone) aðgang að farsímastöðvum sínum á landsbyggðinni með svokölluðu reiki. Þetta þýðir að viðskiptavinir Og fjarskipta geta áfram nýtt sér GSM þjónustu á þeim svæðum sem Og Fjarskipti hefur ekki enn byggt upp eigið farsímanet. Jafnframt bætast við nokkrir nýir staðir eins og Grímsey, Blöndusvæðið og Kárahnjúkasvæðið. Einnig skal Landssími Íslands hf. veita GPRS reiki, en með GPRS þjónustu geta GSM notendur m.a. flutt aukið gagnamagn um farsíma. Stofnunin vísaði frá kröfu Og fjarskipta um að ákvarða verð fyrir reikiþjónustu. Farsímafélögin vísuðu fyrr á árinu ágreiningi sínum vegna reikiþjónustu til Póst- og fjarskiptastofnunar. Ágreiningur félaganna var um reikisvæði, þ.e. hvar GSM notendur Og fjarskipta geta notað dreifikerfi Landssíma Íslands en einnig um ýmis önnur mál tengd reiki eins og möguleika á notkun GPRS þjónustu. Áframhaldandi reikisamningur á milli félaganna kemur íslenskum farsímanotendum til góða, þar sem þeir munu áfram geta valið milli farsímafyrirtækjanna á þessum svæðum sem stuðlar þannig að aukinni samkeppni.
16. júlí 2003
Og Vodafone með umtalsverða markaðshlutdeild á markaði fyrir farsímanet
Nánar
Og Vodafone úrskurðað með umtalsverða markaðshlutdeild á markaði fyrir farsímanet og þjónustu. Póst og fjarskiptastofnun hefur úrskurðað að Og Vodafone hafi umtalsverða markaðshlutdeild á markaði fyrir farsímanet og farsímaþjónustu. Ennfremur hefur stofnunin úrskurðað að Og Vodafone hafi ekki umtalsverða markaðshlutdeild á samtengingarmarkaði. Forsaga máls þessa er sú að í desember sl. krafðist Landssími Íslands hf. þess að Og Vodafone yrði útnefnt með umtalsverða markaðshlutdeild bæði á farsíma- og samtengingarmarkaði. Úrskurður stofnunarinnar er kveðinn upp að undangenginni ítarlegri gagnaöflun frá báðum fjarskiptafélögunum. Útnefning Og Vodafone sem félags með umtalsverða markaðshlutdeild hefur í för með sér skyldu til að verða við beiðnum um tengingu við fjarskiptanet félagsins, gæta jafnræðis og veita aðgang að nauðsynlegum upplýsingum vegna samtenginga. Stofnunin mun hins vegar ekki, að svo stöddu, krefjast kostnaðargreiningar heildsöluþjónustu Og Vodafone, enda er slík kvöð tengd umtalsverðri markaðshlutdeild á samtengingarmarkaði.
1. júlí 2003
Númeraflutningi í farsímaþjónustu frestað
Nánar
Póst og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að fresta gildistöku númeraflutnings í farsímanetum sem til stóð að kæmi til framkvæmda þann 1. júlí n.k. Notendur heimilissíma hafa síðan í lok árs 2000 getað flutt númer á milli þjónustuveitenda og til stendur að innleiða þennan möguleika í farsímaþjónustu. Og Vodafone hefur beðið um þessa frestun þar sem mikil vinna á sér stað innan félagsins við að sameina GSM símstöðvar og reikningakerfi félagsins vegna samruna Íslandssíma, Tals og Halló. Þessar breytingar eru forsenda þess að vinna við númeraflutning geti haldið áfram innan félagsins. Ákvörðun um nýja dagsetningu er að vænta fyrir lok ársins.
28. maí 2003
Virða skal bannmerki í símaskrá
Nánar
Ábending um að virða bannmerki í símaskrá. Nú þegar hafa um 90 þúsund talsímanotendur farið fram á að Landssíminn merki við þá í símaskrá með bannmerki og er það um tvöföldun frá því sem var í símaskránni fyrir 2002. Grunur leikur á að aðilar sem nota talsímaþjónustu sem lið í markaðssetningu á vöru eða þjónustu virði ekki bannmerki í símaskrá sem gefa til kynna að viðkomandi áskrifandi talsímaþjónustu vilji ekki slíkar hringingar til sín. Þeir áskrifendur sem hafa farið fram á að sett verði bannmerki við nafn sitt í símaskrá en verða þrátt fyrir það fyrir ónæði af völdum aðila sem nota talsímaþjónustu sem lið í markaðsetningu á vöru eða þjónustu, geta snúið sér til Póst- og fjarskiptastofnunar, t.d. með því að senda inn erindi á tölvupóstfangið pta@pta.is Nauðsynlegt er að fram komi hver verður fyrir ónæði og hvaða fyrirtæki það er sem virðir ekki bannmerki símaskrár. Auk þess þarf að koma fram hvaða vöru eða þjónustu verið var að selja með símtali í umrætt skipti. Póst- og fjarskiptastofnun mun í framhaldi af viðbrögðum almennings meta umfang þessa vandamáls og setja sig í samband við þá aðila sem virða ekki bannmerkingar.
23. apríl 2003
Landssíma Íslands gert að lækka heildsölugjald inn í farsímanet sitt
Nánar
Landssíma Íslands gert að lækka heildsölugjald inn í farsímanet sitt Póst- og fjarskiptastofnun hefur í dag, með ákvörðun, gert Landssíma Íslands hf að lækka heildsöluverð inn í GSM farsímanet sitt um 15% að meðaltali frá og með 1. júní nk. Heildsöluverð hjá Landssímanum lækki því úr 11 krónum á dagtaxta og úr 10 krónum á næturtaxta í eitt verð 8,92 krónur. Lækkun þessi gefur fjarskiptafyrirtækjunum svigrúm til þess að lækka verð til neytenda á símaþjónustu sem tengist farsímakerfi Landssíma Íslands. Heildsöluverð (lúkningarverð) í GSM netum er það verð sem fjarskiptafyrirtæki greiða til að viðskiptavinir þeirra geti hringt í notendur annarra GSM farsímakerfa. Sambærileg heildsöluverð hjá Og Vodafone (áður Íslandsími) eru nú 13,50 krónur og er verðmunur á heildsöluverði félaganna því 2,50 krónur á dagtaxta fyrir ákvörðun þessa. Þróun heildsöluverðs erlendis er með svipuðum hætti. Í Noregi og Svíþjóð hafa systurstofnanir Póst- og fjarskiptastofnunar gert farsímafyrirtækjum með umtalsverða markaðshlutdeild að lækka heildsöluverð. Sambærilegt verð í Noregi og Svíþjóð eru um ISK 8, en það er lægsta heildsöluverð í Evrópu nú. Í Bretlandi er heildsöluverð á dagtaxta um 15 krónur og mun lækka í um 9 krónur árið 2005 í þremur 15% skrefum. Póst- og fjarskiptastofnun mun í framhaldi af ákvörðun þessari kanna markaðsstöðu Og Vodafone í þeim tilgangi að kanna hvort fyrirtækið hafi umtalsverða markaðshlutdeild í skilningi fjarskiptalaga. Reynist svo vera getur Póst- og fjarskiptastofnun m.a. lagt þá kvöð á fyrirtækið að það verði að bjóða heildsöluverð inn í net sitt á kostnaðargrundvelli eins og Landssíma Íslands er skylt að gera samkvæmt ákvörðun þessari.