Fréttasafn
16. júní 2005
Evrópufundur um fjarskipti í Reykjavík 20-24 júní.
Nánar
Evrópska samstarfsnefndin um fjarskipti (European Communications Committe) fundar á Hótel Nordica dagana 20-24 júní. Fulltrúar 40 ríkja og hagsmunahópa sitja fundinn og hafa meira en 80 manns skráð þátttöku. Eitt meginverkefni fundarins er að samræma notkun tíðnisviða í Evrópu og setja reglur sem tryggja einn innri markað í Evrópu, bæði fyrir fjarskiptatæki og þjónustu.Meðal mála sem rædd verða á fundinum eru samræmdar reglur um notkun GSM-síma um borð í flugvélum og skipum, notkun FM útvarpstíðna fyrir ýmsan lágaflsbúnað, háhraða þráðlaus aðgangskerfi (WiMAX) og notkun 5 GHz tíðnisviðsins í Evrópu. Niðurstöður vinnuhópa á hinum ýmsu sviðum verða kynntar og ræddar og þess freistað að ná sem víðtækustu samkomulagi um niðurstöður.46 ríki eiga aðild að samstarfsvettvangi evrópskra stjórnvalda á sviði fjarskipta og einskorðast hann ekki við Evrópusambandsríki og þau ríki sem eiga aðild að samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Frekari upplýsingar veitir Guðmundur Ólafsson forstöðumaður tæknisviðs hjá Póst- og fjarskiptastofnun í síma 510-1524 Fréttatilkynning 16. júní 2005
14. júní 2005
Síminn breytir tímamælingum fyrir gjaldtöku
Nánar
Póst - og fjarskiptastofnun vill vekja athygli á að Síminn hefur tilkynnt um breytingar á gjaldtöku símtala og tóku þær gildi 2. júní s.l. Þær fela í sér að ekki verður lengur innheimt samkvæmt sekúndumælingu í einstaklingsáskriftum farsíma (Frístundaáskrift, Ásinn og Almenn áskrift) heldur sem hér segir: - Innan GSM kerfis Símans er fyrsta mínútan gjaldfærð og síðan hverjar 10 sekúndur.- Út fyrir GSM kerfi Símans eru fyrstu 20 sekúndurnar gjaldfærðar og síðan hverjar 10 sekúndur. Engin breyting er gerð á gjaldtöku fyrir áskrift að Frelsi. Í framhaldi af tilkynningu Símans óskaði Póst- og fjarskiptastofnun eftir upplýsingum um afleiðingar þessara breytinga fyrir neytendur og hvernig þeim yrði gerð grein fyrir þeim. Í svarbréfi frá Símanum dagsettu 8. júní segir m.a. að þessar breytingar samhliða nýjum sparnaðarleiðum muni leiða til lækkunar á símreikningum viðskiptavina sem eru skráðir fyrir slíkum afsláttarkjörum. Hins vegar muni breytingin leiða til hækkunar ef einungis er horft á breytingu á sekúndumælingu símtala. Samkvæmt upplýsingum frá Símanum mun þessi breyting á gjaldtöku leiða til þess að gjöld farsímanotenda með einstaklingsáskrift, sem ekki nýta sér sparnaðarleiðir, hækka að meðaltali um 2880 kr. á ári. Breytingin snertir tugi þúsunda farsímanotenda. Tilkynnt var um téða breytingu á gjaldtöku símtala á vefsíðu Símans. Telur Póst- og fjarskiptastofnun ólíklegt að neytendur fylgist að öðru jöfnu með verðbreytingum sem birtar eru með þeim hætti.Í lögum um Póst- og fjarskiptastofnun segir að hún eigi að stuðla að birtingu skýrra upplýsinga fyrir notendur og krefjast gagnsæi gjaldskráa og skilmála fyrir notkun almennrar fjarskipta- og póstþjónustu. Frekari uppl. veitir Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunarí s. 510-1500 Fréttatilkynning 14. júní 2005
10. júní 2005
Leitað eftir sjónarmiðum um framtíðarnotkun NMT-tíðnisviðs
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hyggst á næstu mánuðum afla upplýsinga um heppilegustu framtíðarnotkun þess tíðnisviðs sem notað hefur verið fyrir NMT-450 farsímaþjónustuna. Síminn hefur rekið NMT-kerfið frá árinu 1986, en að öllu óbreyttu rennur rekstrarheimild fyrir það út 31. desember 2007. Samkvæmt rekstrarleyfi Símans getur Póst- og fjarskiptastofnun frestað lokun NMT-kerfisins í allt að tvö ár, ef það þykir þjóna hagsmunum neytenda. PFS telur þó ekki rétt að taka ákvörðun um rekstrarlok fyrr en kallað hefur verið eftir sjónarmiðum hagsmunaðila um framtíðarnotkun tíðnisviðsins. Það verður m.a. gert með því að birta umræðuskjal á vef stofnunarinnar. Jafnramt verður unnið að frekari gagnaöflun. Vonast er til að hægt verði að taka ákvörðun um hvenær NMT-kerfið verður lagt niður fyrir árslok 2005. Frekari upplýsingar veitir Guðmundur Ólafsson forstöðumaður tæknideildar PFS í síma 510-1500 Fréttatilkynning 10. júní 2005
6. júní 2005
Netsíma-ráðstefna á vefnum
Nánar
Allt efni ráðstefnunnar Netsími- ný tækifæri, sem Póst- og fjarskiptastofnun stóð fyrir á Grand-Hóteli 17. maí síðastliðinn er nú aðgengilegt á vefnum. Markmið ráðstefnunnar var að mynda umræðugrundvöll um nýjar talsímalausnir og skapa tengsl milli starfsmanna fjarskiptafyrirtækja, sérfræðinga og stjórnvalda. Vel tókst til, en um sjötíu manns sátu ráðstefnuna. Með því að gera allt efni ráðstefnunnar aðgengilegt geta enn fleiri haft gagn af þeim upplýsingum sem fram komu. Sjá vefsíðu um ráðstefnuna.
31. maí 2005
Ríkisútvarpið og 365 ljósvakamiðlar ehf. bjóða í UHF-rásir fyrir stafrænt sjónvarp
Nánar
Tilboð í UHF-rásir fyrir stafrænt sjónvarp á landsvísu skv. DVB-T staðli voru opnuð hjá Póst- og fjarskiptastofnun kl. 13.00 í dag. Tvö fyrirtæki buðu í rásirnar; Ríkisútvarpið og 365 ljósvakamiðlar ehf. Ríkisútvarpið bauð í þrjár rásir til að dreifa 7 sjónvarpsdagskrám til 98% landsmanna fyrir 1. október 2007. Að auki hyggst Ríkisútvarpið dreifa háskerpusjónvarpi á einni rás. 365 ljósvakamiðlar ehf. bauð í tvær sjónvarpsrásir til að dreifa 7-15 sjónvarpsdagskrám. Fyrirtækið hyggst ljúka uppbyggingu á dreifikerfi fyrir 98% landsmanna 1. maí 2007.Ekki var sótt um rás til að dreifa háskerpusjónvarpi. Með því að bjóða út UHF-rásir er stefnt að því að sem flestir landsmenn eigi innan tveggja ára kost á að taka á móti stafrænum sjónvarpssendingum með DVB-T tækni. Í úboði voru gerðar þær kröfur að dreifinet bjóðenda næðu að lágmarki til 40 sveitarfélaga innan árs frá úthlutun réttinda og til 98% heimila í landinu innan tveggja ára. Ekki verður krafist gjalds fyrir réttindi til að nota UHF-rásirnar, heldur munu aðrir þættir ráða vali á milli bjóðenda s.s. útbreiðsla sendinga og þjónusta við notendur. Tilkynnt verður um niðurstöðu útboðsins eigi síðar en 27. júní. Fundargerð frá opnun tilboða í UHF-rásirnar. Frekari upplýsingar veitir Hrafnkell V. Gíslason forstjóri PFS s. 510 1500
31. maí 2005
Opnun tilboða í UHF-tíðnir frestað til kl. 13.00
Nánar
Tilboð í UHF tíðnir fyrir stafrænt sjónvarp á landsvísu skv. DVB-T staðli - I. áfanga verða opnuð í dag kl. 13.00, þriðjudaginn 31. maí. Tilboð verða opnuð á fundi sem hefst um leið og hinn framlengdi tilboðsfrestur er liðinn, hjá Póst- og fjarskiptastofnun, að Suðurlandsbraut 4, 2. hæð, sbr. lið 4.2. í útboðslýsingu. Misræmi var í upplýsingum á vef PFS og tillkynningu um framlengdan tilboðsfrest - þar sem annars vegar var tilkynnt að tilboð yrðu opnuð kl. 11.00 og hins vegar kl. 13.00. Seinni tímasetningin verður því látin ráða. Leitast verður við að tilkynna bjóðendum hvort tilboði þeirra verður tekið eða hafnað á áður auglýstum tíma, 27. júní nk.
24. maí 2005
Ísland í 4. sæti í breiðbandsvæðingu
Nánar
Í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) kemur fram að Ísland er í 4. sæti í útbreiðslu breiðbands. Breiðbandsþjónusta er mest útbreidd í Suður-Kóreu þar sem 24,9 af hverjum 100 íbúum eru áskrifendur að slíkri þjónustu. Þetta hlutfall er 19% í Hollandi, 18,8% í Danmörku og 18,3% á Íslandi. Í næstu sætum koma Kanada, Sviss, Belgía, Japan, Finnland, Noregur og Svíþjóð.DSL er nú útbreiddasta breiðbandsþjónustan í 27 OECD-ríkjum af 30. Hlutfall þeirrar þjónustu er hæst á Íslandi eða 17,4%. Áskrifendur að breiðbandsþjónustu voru 118 milljónir í aðildarríkjum OECD í lok síðasta árs og að jafnaði voru 10,2 af hverjum 100 íbúum ríkjanna með slíka áskrift. Þetta hlutfall var 7,3% í árslok 2003. Ný þjónusta, svo sem myndbandaþjónusta í sjónvarpi, hefur valdið því að áskriftir að breiðbandi hafa aukist til muna. Skýrsla OECD byggir m.a. á tölfræðiupplýsingum frá Póst- og fjarskiptastofnun.Sjá yfirlit OECD um útbreiðslu breiðbands
20. maí 2005
Norrænt málþing um fjarskipti fyrir fatlaða
Nánar
Í tilefni af fundi norræns vinnuhóps í Reykjavík dagana 23.-24. maí 2005 um aðgengi fatlaðra að upplýsingasamfélaginu (NFTH) var boðið til opins málþings á Hótel Sögu miðvikudaginn 25. maí frá kl. 9 til 13. Á málþinginu fór m.a. fram kynning á starfsemi NFTH, sem hefur það að markmiði að samræma aðgerðir til að veita fötluðum sem best aðgengi að upplýsingasamfélaginu. Áhersla var lögð á texta- og IP-símtækni og fjallað um nýjungar á sviði reglugerða og tækni á Norðurlöndum. Málþingið fór fram á ensku og er allar kynningar á málþinginu aðgengilegar hér. Dagskrá Hörður Halldórsson, Póst- og fjarskiptastofnun, setti málþingið.Erland Winterberg, formaður NFTH kynnti starfsemi NFTH.Gunnar Helström, frá sænska fyrirtækinu Omnitor talaði um textasíma og IP-símtækni. og Evrópustaðla og textasíma. Thor Nielsen, frá fyrirtækinu Netwise talaði um textasímtækni sem byggist á farsíma- og IP-tækni.10.30 Umræður og spurningar - Stutt hlé -10.55 Þróun á sviði fjarskiptatækni fyrir fatlaða á Norðurlöndum· FinnlandRaija Grahn frá TellaSonera í Finnlandi talaði um símþjónustu fyrir fólk með sérþarfir.· ÍslandRúnar Guðjónsson frá samgönguráðuneyti gerði grein fyrir stöðu mála á Íslandi.· Noregur Vigids Jynge frá norsku tryggingastofnuninni sagði frá fjarskiptaþjónustu fyrir fatlaða og Eivind Hermansen frá norska símafyrirtækinu Telenor talaði um textasímalausnir fyrir fatlaða notendur. · SvíþjóðRobert Hecht frá sænsku Póst- og fjarskiptastofnunni sagði frá því hvernig lögum um aðgangi fyrir alla að fjarskiptaþjónustu væri framfylgt í Svíþjóð og Jörgen Kunnari kynnti norrænu miðstöðina fyrir þróun hjálpartækja fyrir fatlaða · Danmörk Bente Forslund frá fjarskiptastofnuninni í Danmörku talaði um takmarkanir netsímans fyrir fatlaða notendur. Þá töluðu Bitten Rasch, TDC og Erland Winterberg formaður NFTH. 13.00 Lokaorð: Hörður Halldórsson, Póst- og fjarskiptastofnun. Nánari upplýsingar veita:Hörður Halldórsson, Póst og fjarskiptastofnun, sími 5 10 15 00, netfang hordur@pta.isÞór G. Þórarinsson, félagsmálaráðuneytið, sími 5 45 81 00, - thor.thorarinsson@fel.stjr.isSjá frekari upplýsingar um fjarskipti fyrir fatlaða.