Fréttasafn
5. apríl 2006
Útboðsauglýsing
Nánar
Útgáfa tíðniheimilda fyrir háhraða aðgangsnet á 3,5 og 10 GHzMeð vísan til 9. gr., sbr. og 11. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003 auglýsir Póst- og fjarskiptastofnun eftir umsóknum um heimild til notkunar á tíðnum fyrir háhraða aðgangsnet á 3,5 GHz og 10 GHz. Umrædd tíðnisvið eru m.a. ætluð fastasamböndum svo sem milli móðurstöðva og fastra radíóstöðva notenda þar sem þau mynda þráðlaust aðgangsnet sem kemur í stað heimtauga í jörðu. Gert er ráð fyrir að gagnaflutningsþjónusta sem veitt verður notendum verði með hraða sem er sambærilegur við aðgangsnet sem nota hefðbundnar koparheimtaugar í jörðu, t.d. ADSL. Sérhver úthlutun mun fela í sér heimild til notkunar á 28 MHz (2 x 14 MHz) bandbreidd. Að uppfylltum vissum skilyrðum má þó veita heimild til notkunar á 14 MHz (2 x 7 MHz) til viðbótar án auglýsingar. Afhenda skal umsóknir í afgreiðslu Póst- og fjarskiptastofnunar bæði á pappírs- og tölvutæku formi. Með hverri umsókn skal fylgja greiðsla að upphæð kr. 70.000.Nánari upplýsingar og skilmála er að finna í útboðslýsingu - (pdf-snið).Útboðslýsing í word-skjali Einnig má fá útboðslýsingu á skrifstofu Póst- og fjarskiptastofnunar, Suðurlandsbraut 4, Reykjavík. Tilboðsfrestur er til 15. maí 2006, kl. 16:00.
31. mars 2006
Úrskurðarnefnd fjarskipta og póstmála
Nánar
Úrskurður í máli nr. 3/2006 frá úrskurðarnefnd fjarskipta og póstmála (PDF)
30. mars 2006
Úrskurðarnefnd fjarskipta og póstmála
Nánar
Úrskurður í máli nr. 4/2006 frá úrskurðarnefnd fjarskipta og póstmála (pdf)
6. mars 2006
Úrskurðarnefnd afgreiðir tvær kærur
Nánar
Úrskurðarnefnd fjarskiptamála kom saman 3. mars 2006. Hún kvað upp úrskurði í tveimur kærumálum; annars vegar í máli Reykjaprents ehf gegn Póst- og fjarskiptastofnun og Símanum hf. og hins vegar kæru Símans gegn Póst- og fjarskiptastofnun. Sjá úrskurðina hér að neðan. nr. 1/2006 - 3. mars 2006 - Reykjaprent ehf. gegn PFS og Símanum hf. nr. 2/2006 - 3. mars 2006 - Síminn gegn PFS
6. mars 2006
Bráðabirgðaákvörðun PFS - Einkaréttur OR til fjarskiptalagna
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur ákvarðað til bráðabirgða að Orkuveitu Reykjavíkur sé óheimilt að bera fyrir sig ákvæði um einkarétt sér til handa til fjarskiptalagna í landi Kross, Innri-Akraneshreppi. Þetta er gert með vísan til heimildar í 11. gr. laga nr. 69/2003, um Póst- og fjarskiptastofnun. Í ávörðunarorðum 28. febrúar 2006 segir: Orkuveitu Reykjavíkur er óheimilt að bera fyrir sig ákvæði um einkarétt sér til handa til fjarskiptalagna í landi Kross, Innri-Akraneshreppi, í samningi, dags. 10. febrúar 2005, milli Orkuveitu Reykjavíkur, Innri-Akraneshrepps og Stafna á milli ehf. Orkuveita Reykjavíkur skal heimila Símanum hf. að samnýta skurði þá sem lagðir verða um umrætt land með atbeina Orkuveitu Reykjavíkur.Ákvörðun þessi tekur gildi frá dagsetningu ákvörðunar.Ákvörðun þessi er kæranleg til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála, sbr. 13. gr. laga nr. 69/2003, um Póst- og fjarskiptastofnun. Kæran skal berast úrskurðarnefnd innan fjögurra vikna frá því viðkomandi varð kunnugt um ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar. Sjá bráðabirgðarákvörðunina í heild sinni (pdf)
10. febrúar 2006
Yfirlýsing um netsímaþjónustu
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur tilkynnt að heimilt sé að flytja símanúmer milli hefðbundinnar talsímaþjónustu og netsímaþjónustu (VoIP) nema þegar um flökkuþjónustu er að ræða. Ennfremur hefur verið ákveðið að úthluta sérstökum símanúmerum fyrir svokallaða flökkuþjónustu en það er netsímaþjónusta sem ekki er bundin við ákveðna staðsetningu. Númeraflutningur er ekki heimilaður milli slíkrar þjónustu og hefðbundinnar talsímaþjónustu. Með þessu er fyrirtækjum gert kleift að bjóða netsímaþjónustu til almennings. Framboð á slíkri þjónustu getur leitt til aukinnar samkeppni í talsímaþjónustu. Sjá yfirlýsingu PFS um netsímaþjónustu Sjá yfirlýsing ERG um netsímaþjónustu Nánari upplýsingar veitir Sigurjón Ingvason forstöðumaður eftirlitsdeildar Póst- og fjarskiptastofnunar í síma 510-1500.
10. febrúar 2006
Breyting á samtengigjöldum Símans - ný ákvörðun
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur afturkallað ákvörðun sína frá 4. janúar sl. um breytingar á samtengingargjöldum Símans. Jafnframt hefur stofnunin tekið nýja ákvörðun í málinu, þar sem skýrt er kveðið á um afstöðu stofnunarinnar til hækkunar téðra gjalda. Ástæða þess að PFS afturkallar ákvörðun sína frá 4. janúar er sú að ákvörðunarorð stofnunarinnar voru þannig orðuð að skilja mátti þau ein og sér með þeim hætti að stofnunin hafnaði öllum breytingum sem Síminn hafði tilkynnt þann 25. nóvember sl., en eins og kom fram í forsendum ákvörðunarinnar var ætlunin aðeins að hafna tilteknum liðum. Taldi PFS sér því rétt og skylt að afturkalla téða ákvörðun og taka nýja ákvörðun þar sem sú afstaða stofnunarinnar kemur fram með skýrari hætti að hafna hækkunum á kvöld-, nætur- og helgidagataxta fyrir umflutning, nýju tengigjaldi fyrir umflutning og hækkun á sérstöku gjaldi fyrir aðgangstengingu í föstu forvali. Ekki eru gerðar athugasemdir við hækkun á kvöldtaxta fyrir lúkningu í NMT farsímanet Símans, né ýmiss tengigjöld sem með tilkynningu Símans voru færð inn í viðmiðunartilboðið. Í bréfi PFS til Símans er því hins vegar hafnað að PFS hafi brotið reglur stjórnsýslulaga um andmælarétt, rannsóknarreglu og jafnræði. Sjá nánar bréf PFS, dags. 25. janúar 2006, krafa um afturköllun og breyting á samtengingargjöldum og ákvörðun PFS, dags. 25. janúar 2006. Nánari upplýsingar veitir Sigurjón Ingvason forstöðumaður eftirlitsdeildar Póst- og fjarskiptastofnunar í síma 510-1500.
30. janúar 2006
Samráð - Verðsamanburður og aðlögunartími fyrir lækkun lúkningaverðs vegna símtala í GSM farsímanet Símans og Og fjarskipta
Nánar
Með bréfi, dags. 8. júlí 2005, lagði Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) frumdrög greiningar að heildsölumarkaði um lúkningu símtala í einstökum farsímanetum (markað 16) fram til samráðs og bauð fjarskiptafyrirtækjum og öðrum sem áhuga höfðu á að gera athugasemdir við þau. Í frumdrögunum kemur fram að með heimild í 32. gr. fjarskiptalaga nr. 81/2003 hyggst PFS ákveða lúkningaverð fyrir símtöl í GSM farsímaneti Símans og Og fjarskipta með samanburði við verð sem tíðkast á sambærilegum mörkuðum. PFS hefur nú útbúið skjal þar sem gert er grein fyrir þeirri aðferðafræði sem stofnunin hyggst styðjast við við ákvörðun á lúkningaverði fyrir símtöl í GSM farsímaneti Símans og Og fjarskipta og aðlögunartíma fyrir lækkun verðsins. Skjalið er nú lagt fram til samráðs og PFS býður fjarskiptafyrirtækjum og öðrum sem áhuga hafa á að gera athugasemdir við það, sbr. 6. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun. Skjalið er að finna á heimasíðu PFS www.pfs.is. Athugasemdum ber að skila til PFS eigi síðar en mánudaginn 20. febrúar nk. Þegar athugasemdir hafa borist mun PFS endurskoða skjalið með hliðsjón af þeim og síðan verður skjalið sent til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) með greiningu að markaði 16 og svörum PFS við þeim athugasemdum sem bárust við frumdrög greiningar að markaði 16, sbr. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 69/2003. Geri ESA ekki athugasemdir við markaðsgreiningu og niðurstöður PFS verður ákvörðun birt hlutaðeigandi fyrirtækjum. Verðsamanburður og aðlögunartími fyrir lækkun lúkningaverðs vegna símtala í GSM farsímanet Símans og Og fjarskipta ( PDF)