Fréttasafn
3. janúar 2007
Nýjar reglur um innanhússfjarskiptalagnir
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur sett reglur um innanhússfjarskiptalagnir sem birtar voru í Stjórnartíðindum 29. desember sl. Reglur um innanhússfjarskiptalagnir nr. 1109/2006 (PDF)
29. desember 2006
Útboð á tveimur tíðniheimildum fyrir GSM 1800 farsímakerfi innan skamms
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun mun bjóða út tíðnisvið fyrir GSM 1800 farsíma innan skamms.Gert er ráð fyrir að tíðniheimildir verði gefnar út í byrjun annars ársfjórðungs 2007.Haft verður samráð við hagsmunaaðila og hafa þeir frest til kl. 12, miðvikudaginn 17. janúar 2007 til að skila inn umsögnum, athugasemdum og ábendingum. Samráðsgögnin má nálgast hér neðar. Tilgangur með þessu útboði er að auglýsa eftir umsóknum frá aðilum, sem ekki hafa tíðniheimildir á GSM 1800 tíðnisviðinu. PFS telur að útgáfa tíðniheimilda til nýrra aðila sé til þess fallin að efla samkeppni á fjarskiptamarkaði hér á landi. Því er ekki gert ráð fyrir að núverandi rétthafar tíðniheimilda fyrir GSM farsímakerfi á Íslandi taki þátt í útboði þessu. Allt að tveimur bjóðendum verður úthlutað tíðnum. Sett verða skilyrði um hraða uppbyggingarinnar í 2 áföngum. Tíðniheimildir munu gilda í 10 ár. Samráðsgögn vegna útboðs (PDF) Nánari upplýsingar veitir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, s. 510-1500, t-póstur:hrafnkell@pta.is
28. desember 2006
Útboðsauglýsing - Útgáfa tíðniheimilda fyrir þriðju kynslóð farsíma, IMT-2000
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun mun, með heimild í lögum um þriðju kynslóð farsíma nr. 8/2005, gefa út tíðniheimildir til starfrækslu þriðju kynslóðar farsímakerfa skv. IMT-2000 stöðlum Alþjóðafjarskiptasambandsins (ITU), þ.m.t. UMTS-stöðlum, að undangenginni auglýsingu og vali milli umsækjenda sem byggt verður á skilmálum sem fram koma hér á eftir. Allt að fjórum bjóðendum verður úthlutað tíðnum. Sérhver tíðniheimild gildir fyrir allt landið og mun fela í sér eitt eftirtalinna fjögurra tíðnisviða, sem hvert um sig er samtals 2 x 15 MHz FDD og 5 MHz TDD, samtals 35 MHz: 1) 1920-1935MHz / 2110-2125MHz og 1915-1920MHz2) 1935-1950MHz / 2125-2140MHz og 1900-1905MHz3) 1950-1965MHz / 2140-2155MHz og 1905-1910MHz4) 1965-1980MHz / 2155-2170MHz og 1910-1915MHz Afhenda skal umsóknir í afgreiðslu Póst- og fjarskiptastofnunar bæði á pappírs- og tölvutæku formi. Nánari upplýsingar og skilmála er að finna í útboðslýsingu - sjá neðar Einnig má fá útboðslýsingu á skrifstofu Póst- og fjarskiptastofnunar, Suðurlandsbraut 4, Reykjavík. Hér fyrir neðan má sækja Excel-skjal, sem reiknar út stigafjölda tilboða sem fall af útbreiðslu og hraða uppbyggingar, sem bjóðandi skuldbindur sig til að ná með tilboði sínu. Tilboðum skal skila á skrifstofu Póst- og fjarskiptastofnunar, eigi síðar en mánudaginn 12. mars 2007 kl 11:00. Verða tilboð þá opnuð að viðstöddum fulltrúum bjóðenda, sem þess óska. Lesin verða upp nöfn bjóðenda ásamt tilboðsblaði með stigaútreikningi, sbr. viðauka 1 í útboðslýsingu. Útboðslýsing (PDF) Útreikningur stiga í útboðslýsingu (Excel - skjal) Samráð vegna útboðs - samantekt á svörum (PDF) Nánari upplýsingar veitir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, s. 510-1500, t-póstur:hrafnkell@pta.is
27. desember 2006
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur staðfest ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um markað 16
Nánar
Þann 22. desember 2006 staðfesti úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála í úrskurði sínum nr. 12/2006 ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar frá 20. júlí 2006 um markað 16, um lúkningu símtala í einstökum farsímanetum. Úrskurðinn má lesa hér í heild sinni (PDF)
14. desember 2006
Ákvörðun um aðgang að málsgögnum.
Nánar
Þann 11. desember sl. tók Póst- og fjarskiptastofnun ákvörðun í ágreiningsmáli milli Símans og Orkuveitu Reykjavíkur um aðgang Símans að gögnum í máli vegna ákvörðunar stofnunarinnar um fjárhagslegan aðskilnað fjarskiptastarfsemi OR frá öðrum rekstri fyrirtækisins. Skv. ákvörðun PFS verða Símanum afhent öll málsgögn, með þeim takmörkunum sem leiða af 17. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Ákvörðun um aðgang Símans hf. að málsgögnum (PDF)
13. desember 2006
Tíðnisvið fyrir þriðju kynslóð farsíma boðin út innan skamms
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun mun bjóða út tíðnisvið fyrir þriðju kynslóð farsíma innan skamms. Gert er ráð fyrir að tíðniheimildir verði gefnar út í byrjun annars ársfjórðungs 2007. Haft verður samráð við hagsmunaaðila og hafa þeir frest til kl. 12, miðvikudaginn 20. desember 2006 til að skila inn umsögnum, athugasemdum og ábendingum. Samráðsgögnin má nálgast hér neðar. Allt að fjórum bjóðendum verður úthlutað tíðnum. Gerð verður lágmarkskrafa um útbreiðslu til hvers tíðnirétthafa samkvæmt lögum nr. 8/2005. Skal þriðju kynslóðar farsímaþjónusta ná til a.m.k. 60% íbúa sérhverra eftirfarandi svæða: a) Höfuðborgarsvæðis b) Vesturlands, Vestfjarða og Norðurlands vestra c) Norðurlands eystra og Austurlands d) Suðurlands og Suðurnesja Sett verða skilyrði um hraða uppbyggingarinnar í 4 áföngum. Tíðniheimildir munu gilda í 15 ár. Þjónusta sem byggir á þriðju kynslóð farsíma tryggir neytendum hraðari gagnaflutning en hefðbundin farsímaþjónusta sem byggir á GSM tækni. Erlendis hefur þjónusta sem byggir á tækni þriðju kynslóðar farsíma sótt í sig veðrið undanfarið og ýmis þjónusta sem krefst mikillar bandbreiddar hefur náð fótfestu. Notendabúnaður er til í fjölbreyttu úrvali á samkeppnishæfu verði. Það er því von Póst- og fjarskiptastofnunar að úthlutun tíðniheimilda fyrir þriðju kynslóðar farsímaneta hér á landi muni leiða til aukins framboðs þjónustu og aukinnar samkeppni á fjarskiptamarkaði hérlendis. Kynning á samráði við hagsmunaaðila um útboð á tíðniheimildum fyrir þriðju kynslóð farsíma. (PDF) Nánari upplýsingar veitir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, s. 510-1500, t-póstur:hrafnkell@pta.is
23. nóvember 2006
Ákvörðun í kvörtunarmáli vegna stofngjalds heimtauga
Nánar
Þann 14 nóvember sl. tók Póst- og fjarskiptastofnun ákvörðun í kvörtunarmáli vegna stofngjalds heimtauga. (PDF)
16. nóvember 2006
Ákvörðun tekin um útboð á NMT-450 tíðnisviðinu
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að bjóða út allt NMT-450 tíðnisviðið til eins aðila til reksturs langdrægrar stafrænnar farsímaþjónustu. Stefnt er að opnu útboði á fyrri hluta næsta árs, samkvæmt sérstakri auglýsingu um dagsetningu og fyrirkomulag. Um síðustu áramót tilkynnti Póst- og fjarskiptastofnun Símanum ákvörðun sína um að nýta heimild til að fresta lokun NMT-farsímakerfisins þar til ný stafræn og langdræg farsímaþjónusta leysti hana af hólmi, eða til 31. desember 2008. Stefnt er þó að því að ný þjónusta á 450 MHz tíðnisviðinu verði í boði talsvert fyrr eða fyrir árslok 2007. (Sjá fréttatilkynningu 2. jan. 2006)Ákvörðun þessi var tekin með tilliti til mikilvægis þjónustunnar og hagsmuna notenda hennar. Leitað var eftir áliti hagsmunaaðila á ýmsum þáttum málsins og voru þeir flestir sammála um að skynsamlegast væri að úthluta tíðnisviðinu til eins rekstraraðila. Þá var það samdóma álit þeirra að landfræðileg skipting tíðnisviðsins kæmi ekki til greina. Í útboðsskilmálum verður mælt fyrir um forsendur og skilyrði úthlutunar, auk þess sem raktar verða þær tæknilegu kröfur til búnaðar sem hin nýja þjónusta verður að uppfylla. Stefnt er að því að útboðsskilmálar liggi fyrir upp úr næstu áramótum. Sjá nánar:Ákvörðun um útboð á NMT-450 tíðnisviðinu (PDF)Samantekt á sjónarmiðum hagsmunaaðila