Fréttasafn
6. október 2006
Framlengdur frestur til að skila athugasemdum við drög að greiningu á markaði 15
Nánar
Þann 8. september sl. tilkynnti Póst- og fjarskiptastofnun að hagsmunaaðilum væri gefið tækifæri að nýju til þess að koma á framfæri athugasemdum við drög að greiningu og úrræðum á markaði fyrir aðgang og upphaf símtala í farsímanetum (markaður 15). Tilkynning þess efnis var birt á heimasíðu stofnunarinnar auk þess sem sent var bréf til allra skráðra fjarskiptafyrirtækja. Ástæða þess að drögin voru lögð fram til umsagnar að nýju var m.a. sú að komið hafði fram sú skoðun að ekki hefðu öll fjarskiptafyrirtæki fengið nægilegt tækifæri til að tjá sig um þau. Stofnuninni hafa ekki borist nein svör eftir 8. september sl. þar sem gerðar eru athugasemdir við efni greiningarinnar. Vakin er athygli á því að berist engar athugasemdir þá mun stofnunin líta svo á að hagsmunaaðilar hafi ekki frekari andmæli fram að færa og mun stofnunin þá taka ákvörðun byggða á fyrirliggjandi gögnum. Fjarskiptafyrirtækjum og öðrum hagsmunaaðilum er hér með gefinn lokafrestur til að koma athugasemdum á framfæri og skulu þær hafa borist Póst- og fjarskiptastofnun eigi síðar en föstudaginn 13. október nk. Að þeim fresti loknum verður málið tekið til ákvörðunar.
28. september 2006
Samráð um niðurstöðugreiningar á markaði 11
Nánar
Samráð um lokadrög og niðurstöður um markað fyrir aðgang að koparheimtaugum í heildsölu. (markaður 11) nánar
27. september 2006
Fréttatilkynning - samnorræn skýrsla um farsímamarkaðinn.
Nánar
Norrænn samanburður sýnir að GSM þjónusta hækkar í verði á Íslandi meðan hún lækkar á hinum Norðurlöndunum. Á sameiginlegum fundi forstjóra systurstofnanna Póst og fjarskiptastofnunar áNorðurlöndunum þann 7. nóvember sl. var ákveðið að setja á stofn vinnuhóp til þessað bera saman farsímamarkaðina á Norðurlöndunum. Megið markmið verkefnisinsvar að kanna áhrif reglugerða á markaðsþróun og samkeppni í þeim tilgangi að metareynsluna og árangur eftir löndum. Hvað varðar íslenska markaðinn þá eru megin niðurstöður þær að hann einkennist affákeppni, þar sem tvö fjarskiptafyrirtæki skipta markaðnum á milli sín og hefurSíminn 65% markaðshlutdeild og Og Vodafone hefur 35% markaðshlutdeild.Verð til neytenda hefur hækkað hérlendis frá árinu 2002 á meðan það hefur lækkað íhinum norðurlöndum. Á sama tíma hefur notkun farsímaþjónustu, mæld í fjölda mínúta á viðskiptavin,hérlendis staðið í stað á meðan hún hefur heldur aukist í hinum Norðurlöndunum. Þessi staða er áhyggjuefni. Viðbrögð Póst- og fjarskiptastofnunar eru þau helst aðhlutast til um lækkun og jöfnun lúkningaverðs farsímafyrirtækjanna og leggjaaðgangskvöð á Símann til að auðvelda nýjum þjónustuaðilum leið inn á markaðinn.Þessar aðgerðir birtast í niðurstöðu markaðsgreininga fyrir farsímamarkaðina, sem núliggja fyrir. Úrdráttur úr norrænni farsímaskýrslu (pdf) Norræn GSM skýrsla - lokaútgáfa (pdf)
8. september 2006
Samráð um niðurstöðugreiningar á markaði 15
Nánar
Samráð um lokadrög og niðurstöður um markað fyrir aðgang og upphaf símtala í almenn farsímanet (markaður 15) nánar
8. september 2006
Nýr úrskurður frá úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála
Nánar
Þann 31. ágúst 2006 kom úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála saman til þess að kveða upp úrskurð um frestun réttaráhrifa í ágreiningsmáli nr. 13/2006. Og fjarskipti ehf. gegn Póst- og fjarskiptastofnun. Hafnað var kröfu Dagsbrúnar hf. um frestun réttaráhrifa ákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar frá 20. júlí 2006. sjá nánar
1. september 2006
Nýr úrskurður frá úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála
Nánar
Þann 24. ágúst kom úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála saman til að kveða upp úrskurð í ágreiningsmáli nr. 9/2006 er varðar greiðslu starfrækslugjalda. Með úrskurðinum er ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar frá 27. apríl 2006 að hluta til felld úr gildi. Sjá nánar: nr. 9/2006 - Síminn hf. gegn Póst- og fjarskiptastofnun og Samgönguráðherra.
28. ágúst 2006
Samráð við ESA um markað 15
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur sent til ESA drög að ákvörðun um útnefningu fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á markaði fyrir aðgang og upphaf símtala í almennum farsímanetum (markaður 15). sjá nánar
24. ágúst 2006
Ákvörðun í kvörtunarmálum varðandi óumbeðin fjarskipti
Nánar
Þann 16.ágúst tók PFS ákvörðun í kvörtunarmálum varðandi óumbeðin fjarskipti...(PDF)