Fréttasafn
25. mars 2025
Opið samráð vegna aðgerða gegn símtala- og smáskilaboðasvikum
Nánar
Fjarskiptastofa efnir hér til opins samráðs vegna tillagna um aðgerðir gegn svikastarfsemi með óumbeðnum símtölum og smáskilaboðum sem beinast að notendum íslenskra símanúmera í kjölfar starfs vinnuhóps á vegum Fjarskiptastofu og fjarskiptafélaganna Nova, Símanum og Vodafone.
20. mars 2025
Fjarskiptafyrirtæki óheimilt að afhenda skattrannsóknarstjóra fjarskiptagögn einstaklings
Nánar
Fjarskiptastofa (FST) hefur komist að þeirri niðurstöðu að fjarskiptafyrirtæki sé óheimilt að afhenda skattrannsóknarstjóra fjarskiptagögn tiltekins notanda hjá fjarskiptafyrirtækinu Hringdu ehf., sbr. ákvörðun nr. 2/2025.
28. febrúar 2025
Samningur milli utanríkisráðuneytisins og Fjarskiptastofu um starfsemi CERT-IS
Nánar
Í dag var undirritaður samningur milli utanríkisráðuneytisins og Fjarskiptastofu um að utanríkisráðuneytið láti netöryggissveitinni CERT-IS í té aðgang að vinnurými og öruggri aðstöðu sem gerir netöryggissveitinni CERT-IS kleift að eiga samskipti við erlendar netöryggissveitir og aðra aðila með öruggum hætti sem m.a. uppfyllir kröfur NATO um slík upplýsingaskipti. Netöryggissveitin CERT-IS mun verða hýst í húsnæði utanríkisráðuneytisins, en verða eftir sem áður hluti af starfsemi og skipulagi Fjarskiptastofu.
20. febrúar 2025
Opið samráð um stefnu Fjarskiptastofu um fyrirkomulag og framkvæmd eftirlits með net- og upplýsingaöryggi hjá fjarskiptafyrirtækjum, rekstraraðilum stafrænna grunnvirkja og veitendum stafrænnar þjónustu
Nánar
19. febrúar 2025
Úttekt á notkun vefþjónustuaðila á vefkökum – úrbóta þörf
Nánar
Fjarskiptastofa framkvæmdi úttekt á notkun á vefkökum hjá átta af vinsælum vefþjónustuaðilum hér á landi með það að markmiði að kanna fylgni við þær formkröfur sem gerðar eru fyrir notkun á vefkökum.
14. febrúar 2025
Samnýting jarðvinnuframkvæmda sem styrktar eru af fjarskiptasjóði
Nánar
Fjarskiptastofa minnir á að samkvæmt samningum fjarskiptasjóðs við sveitarfélög árið 2024, um styrki til jarðvinnuframkvæmda vegna ljósleiðaravæðingar þéttbýlisstaða, ber að gefa kost á samnýtingu framkvæmda í samræmi við 11. gr. skilmála fjarskiptasjóðs frá 2. júlí 2024 og 2. mgr. 8. gr. laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraðafjarskiptaneta nr. 125/2019.
10. febrúar 2025
Stjórnvaldssekt á Mílu fyrir ranga og ófullnægjandi upplýsingagjöf staðfest
Nánar
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur úrskurðað í kærumáli nr. 4/2024 um stjórnvaldssekt sem Fjarskiptastofa lagði á Mílu fyrir ranga og ófullnægjandi upplýsingagjöf félagsins til stofnunarinnar í tengslum við markaðsgreiningu á heimtauga- og bitastraumsmarkaði sem lokið var við á síðasta ári. Í úrskurði sínum staðfestir úrskurðarnefnd sektarákvörðun Fjarskiptastofu, sbr. ákvörðun nr. 9/2024, bæði að efni til og formi.
31. janúar 2025
Niðurstaða úttektar á fjárhagslegum aðskilnaði Ljósleiðarans innan OR samstæðunnar
Nánar
Í lok síðasta árs tók Fjarskiptastofa (FST) ákvörðun nr. 15/2024 sem nú er birt vegna úttektar stofnunarinnar á framkvæmd á fjárhagslegum aðskilnaði Ljósleiðarans ehf. innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur (OR).