Tölfræði og gagnasafn
Útgefið efni
Árlega gefur Fjarskiptastofa út ýmsar skýrslur sem tengjast fjarskiptum og starfssemi stofnunarinnar ásamt ýmsu öðru efni s.s. leiðbeiningar ofl.
Gagnatorg Fjarskiptastofu
Gagnatorg Fjarskiptastofu er myndræn og aðgengileg framsetning á völdum gögnum úr tölfræðiskýrslum Fjarskiptastofu þar sem auðvelt er að skoða og vinna með einstaka þætti. Gagnatorgið skiptist í fjóra yfirþætti þ.e. Farsímanet, Breiðband, IPTV og Fastanet og síðan í 9 undirflokka sem gera áhugasömum auðvelt fyrir að skoða og velta upp hinum ýmsu hliðum fjarskiptanotkunar á Íslandi.
Gagnvirkur upplýsingavefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis
Vegvísir.is er nýr gagnvirkur upplýsingavefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Vefnum er ætlað að vera leiðarvísir almennings að lykilupplýsingum um samgöngur, fjarskipti og byggðamál. Vegvísir markar tímamót með nýstárlegri framsetningu á opinberum gögnum, en þar verður hægt að fylgjast með fjármögnun, framvindu og árangri í yfir 500 verkefnum og stöðu 60 árangursmælikvarða. Á vefnum eru upplýsingar um markmið, aðgerðir, fjármagn, framvindu og árangur í þremur lykiláætlunum ráðuneytisins – samgönguáætlun, fjarskiptaáætlun og byggðaáætlun.
Hægt er að skoða aðgerðir og framkvæmdir ýmist á korti (kortasjá) eða í lista (aðgerðayfirlit). Hægt er að kalla fram ýmsar upplýsingar eftir áætlunum og leitarskilyrðum. Til að fá fram ítarlegri upplýsingar um hverja aðgerð er smellt á viðeigandi tákn á kortinu. Þá er hægt að skoða allar upplýsingar og framvindu verkefna eftir landshlutum.
Hér er að finna eyðublöð, rafræn form fyrir tilkynningar og umsóknir og rafræn form fyrir kvartanir til Fjarskiptastofu