Hoppa yfir valmynd
Ákvarðanir

Númer

5/2022

Heiti

Skilyrði um persónuskilríki v/ rafrænna skilríkja

Dagsetning

13.05.2022

Málsaðilar

Málaflokkur

Rafræn auðkenning og traustþjónustur

Lagagreinar

Engin lög skráð

Reifun

Fjarskiptastofu barst kvörtun þess efnis að Auðkenni ehf. gefur ekki út rafræn skilríki til ólögráða umsækjenda ef þeir framvísa ekki gildum persónuskilríkjum. Kvartandi gerði þá kröfu að barn sitt fengi rafræn skilríki án þess að það þyrfti framvísa persónuskilríkjum. Að áliti kvartanda ætti það að nægja til staðfestingar á kennslum barnsins að forsjáraðilar þess framvísuðu löggildum skilríkjum sínum. Þessu til stuðnings vísaði kvartandi til þess að börn geta fengið útgefin vegabréf með þessum hætti.

FST hefur eftirlit með eIDAS reglugerðinni en samkvæmt 1. mgr. 24. gr. reglugerðarinnar eiga fullgildir traustþjónustuveitendur við útgáfu fullgildra vottorða fyrir traustþjónustu að sannprófa, með viðeigandi hætti og í samræmi við landslög, kennsl og ef við á hvers konar viðeigandi eigindi þess einstaklings eða lögaðila sem fullgilda vottorðið er gefið út fyrir. Ekki er tiltekið í ákvæðinu að gerðar séu lakari eða annars konar kröfur við sannprófun kennsla vegna ólögráða einstaklinga. Við framkvæmd virkjunar rafrænna skilríkja á skráningarstöð gerir því Auðkenni sömu kröfur til ólögráða og lögráða um að þeir framvísi persónuskilríkjum til sannprófunar á kennslum.

FST gat ekki séð að gerðar væru vægari kröfur um sannprófun kennsla fyrir börn í lögum nr. 55/2019 né afleiddri reglugerð. Var það því það niðurstaða stofnunarinnar að það skilyrði að börn yngri en 18 ára þyrftu að framvísa persónuskilríkjum, sem sannprófun á kennslum, stangaðist ekki á við ákvæði eIDAS reglugerðarinnar, né var sú krafa talin fela í sér brot á lögunum.

Tengt efni

Ekkert tengt efni skráð