Hoppa yfir valmynd
Ákvarðanir

Númer

8/2023

Heiti

Synjanir á númera– og þjónustuflutningi og rétthafabreytingar án samþykkis

Dagsetning

13.09.2023

Málsaðilar

Málaflokkur

Númer og kóðar

Neytendamál

Lagagreinar

  1. gr. Númeraflutningur og flutningur netaðgangsþjónustu milli fjarskiptafyrirtækja.

Reifun

Fjarskiptastofu (FST) barst kvörtun frá félaginu Stan Company ehf. um að fjarskiptafélagið Nova hefði hafnað flutningi fjölda símanúmera sem að fyrirtækið væri rétthafi að en Stan Company var í fyrirtækjaþjónustu hjá Nova. Einnig kvartað fyrirtækið yfir rétthafabreytingu tveggja númera án fyrirliggjandi samþykkis. Krafa kvartanda laut að því að stofnunin skæri úr um hvort verkferlar Nova  samrýmdust reglum nr. 1112/2022 um númera- og þjónustuflutning. Þá var þess krafist að stofnunin legði stjórnvaldssekt á Nova yrði komist að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn reglunum. 

Þessa kvörtun mátti rekja til þess Nova hafði sagt upp viðskiptasambandi við Stan Company þar sem að fjarskiptafélagið taldi að brotið hefði verið gegn skilmálum viðskiptasambands þar sem fyrirtækið virtist hafa úthlutað stökum númerum til óskyldra endanotenda í gegnum félagið I CALL ehf. Komust aðilar ekki að samkomulagi um breyttar forsendur viðskiptasambandsins. 

Í kjölfar þess sendi fjarskiptafélagið Hringdu flutningsbeiðnir fyrir rúmlega 300 númer, sem voru skráð á Stan Company, til Nova en öllum flutningsbeiðnunum var hafnað. Samkvæmt Nova var um ræða mistök sem að mátti rekja til misskilnings starfsmanna um heimildir Stan Company eftir að uppsögnin tók gildi. Hófst þá langur flutningsferill við að afgreiða útistandandi númeraflutningsbeiðnir. 

Það var niðurstaða FST að framkvæmd Nova á rétthafabreytingum og númera- og þjónustuflutningi hafi ekki verið í samræmi við kröfur 10. og 12. gr. reglna nr. 1112/2022. Stofnunin taldi þó ekki koma til álita að leggja stjórnvaldssekt á Nova vegna brota á ákvæðum um rétt neytenda. 

 

Tengt efni

Ekkert tengt efni skráð