Númer
5/2023
Heiti
Tilkynningarskylda um hljóðritun símtals
Dagsetning
13.06.2023
Málsaðilar
Engir skráðir málsaðilar
Málaflokkur
Friðhelgi einkalífs
Lagagreinar
- gr. Hljóðritun símtala.
Reifun
Fjarskiptastofu barst kvörtun þess efnis að símtal kvartanda við fulltrúa á lögmannsstofu var hljóðritað án hans vitundar en samkvæmt 1. mgr. 48. gr. eldri fjarskiptalaga er hljóðritun símtals óheimil án þess að viðmælanda sé tilkynnt um það í upphafi þess nema í þeim undantekningartilfellum sem kveðið er á um í 2. og 3. mgr. ákvæðisins.
Þar sem að umrædd hljóðritun átti sér stað í gildistíð eldri fjarskiptalaga fór um úrlausn málsins samkvæmt eldri lögum.
Af gögnum málsins mátti ekki ráða að kvartanda hafi verið tilkynnt um að símtalið væri hljóðritað. Ekki var um að ræða opinbera stofnun né fyrirtæki sem starfar í þágu þjóðar- og almannaöryggis og kom því undantekningin í 3. mgr. 48. gr. fjarskiptalaga ekki til skoðunar. Þá taldi FST að stofnunin gæti ekki gefið sér að það væri almenn vitneskja að hljóðritun símtala væri eðlilegur þáttur í starfi fulltrúa á lögmannsstofu. Ekki væri hægt að ætla einstaklingar mættu gera ráð fyrir því að þegar hringt væri í þá, að þeir viti í hvaða tilgangi sé hringt og að verið sé að hljóðrita símtalið. Af þessum sökum taldi FST að undantekningin í 2. mgr. 48. gr. laganna gæti ekki átt við.
Að því virtu var það niðurstaða FST að fulltrúinn hafi brotið gegn 1. mgr. 48. gr. fjarskiptalaga með því að hafa ekki tilkynnt kvartanda í upphafi símtals að það yrði hljóðritað.
Tengt efni
Ekkert tengt efni skráð