Hoppa yfir valmynd
Ákvarðanir

Númer

3/2023

Heiti

Kostnaðargreining á heildsöluverðum koparheimtauga

Dagsetning

03.05.2023

Málsaðilar

Málaflokkur

Kostnaðargreining

Lagagreinar

  1. gr Eftirlit með gjaldskrá

Reifun

Með ákvörðun Fjarskiptastofu nr. 3/2023 samþykkir stofnunin kostnaðargreiningu Mílu hf. á heildsöluaðgangi að koparheimtaugum og tengigrindum Mílu hf.

Samkvæmt niðurstöðu í kostnaðargreiningu Mílu hf. sem Fjarskiptastofa hefur nú samþykkt mun gjald fyrir aðgang að koparheimtaugum verða 1.978 kr. á mánuði án vsk. og 1.553 kr. án vsk. á mánuði fyrir hverja 100 línu tengihausa í tengigrind. Þá falla niður stofngjöld vegna koparheimtauga. Um er að ræða 27% hækkun frá núverandi gjaldskrá fyrir mánaðargjöld, sem tók gildi 1. júní 2019. Hluti af þessari hækkun kemur til vegna þess að stofngjöldin voru lögð niður.