Ákvarðanir
 • Númer

  3/2021

 • Heiti

  Réttur til upplýsinga um fjarskiptanotkun

 • Dagsetning

  14.09.2021

 • Málsaðilar

  Nova hf.

 • Málaflokkur

  Neytendamál,Friðhelgi einkalífs

 • Lagagrein

  38. gr. Reikningar áskrifenda o.fl.,42. gr. Gögn um fjarskipti.,47. gr. Öryggi og þagnarskylda.

 • Reifun

  Fjarskiptastofu barst kvörtun frá neytanda þess efnis að fjarskiptafyrirtækið hans vildi ekki afhenda honum tilteknar upplýsingar um fjarskiptanotkun hans Voru það upplýsingar um netnotkun hans, hringd og móttekin símtöl, send og móttekin SMS-skilaboð, sem og efni skilaboðanna. Fram kom í málinu að kvartandi hafði aðgang að upplýsingum um eigin fjarskiptanotkun á sérstöku þjónustuvefsvæði fjarskiptafélagsins, sbr. 38. gr. fjarskiptalaga, sem og reglugerð nr. 526/2011. Í reglugerðinnni er ekki gert ráð fyrir því að áskrifendur að fjarskiptaþjónustu eigi rétt á að fá aðrar upplýsingar en þær sem tilteknar eru í henni. Það var því mat Fjarskiptastofu að kvartandi gæti ekki átt tilkall til slíkra upplýsinga þar sem það væri andstætt skýrri meginreglu 42. gr. fjarskiptalaga. Krafa kvartanda ætti sér ekki stoð í fjarskiptalögum og gengi hún ekki framar ákvæðum fjarskiptalaga um varðveislu og eyðingu fjarskiptagagna, sem og sjónarmiðum um persónuvernd í fjarskiptum.

 • Staða máls
  Engin staða skráð
 • Tengt efni
  Ekkert tengt efni skráð
 • Skjöl