Ákvarðanir
 • Númer

  2/2021

 • Heiti

  Upphaf jarðvegsframkvæmda frá dagsetningu tilkynningar

 • Dagsetning

  24.08.2021

 • Málsaðilar

  Austurljós ehf.,Míla ehf.

 • Málaflokkur

  Markaðsgreiningar - samkeppnismál

 • Lagagrein

  17. gr. Framkvæmd markaðsgreiningar.,27. gr. Kvaðir á fjarskiptafyrirtæki.

 • Reifun

  Austurljós ehf. lagði fram kvörtun gegn Mílu ehf. þess efnis að félagið hefði brotið kvöð sem á því hvílir um að tilkynna um fyrirhugaðar jarðvegsframkvæmdir og að mega ekki hefja þær fyrr en að liðnum 6 mánuðum frá dagsetningu tilkynningar. Míla hafði hafið tilteknar jarðvegsframkvæmdir á ákveðnum svæðum (götum) á Egilsstöðum. Míla ehf. taldi umræddar framkvæmdir falla utan kvaðarinnar þar sem um væri að ræða ídrátt ljósleiðara í fyrirliggjandi rör og að sú minniháttar jarðvinna sem því fylgdi væri tilfallandi m.a. vegna stíflu/bilana í rörum, útskiptingu eldri brunna og niðurlagningu koparskápa vegna fyrirhugaðri niðurlagningu koparkerfis Mílu. Fjarskiptastofa féllst á að holugröftur í slíkum tilgangi félli fyrir utan gildissvið kvaðarinnar um tilkynningarskyldu um fyrirhugaðar jarðvegsframkvæmdir. Austurljós ehf. hafði hvorki óskað eftir þátttöku í þeim jarðvegsframkvæmdum sem Míla hafði tilkynnt um að ætlunin væri að fara í á Egilsstöðum né kallað eftir upplýsingum um þær. Taldi Fjarskiptastofa tilefni til að fjalla um tilgang 6 mánaða frests áður en Míla ehf. má hefja jarðvegsframkvæmdir, en hann er til þess að gefa öðrum netrekendum raunhæft svigrúm til þátttöku. Fresturinn væri ekki hugsaður til þess að gefa öðrum netrekendum forkot til uppbyggingar á fyrirhuguðum uppbyggingarvæðum Mílu.    

 • Staða máls
  Engin staða skráð
 • Tengt efni
  Ekkert tengt efni skráð
 • Skjöl