Númer
14/2022
Heiti
Synjun á endurupptöku á ákvörðun nr. 8/2022
Dagsetning
30.12.2022
Málsaðilar
Engir skráðir málsaðilar
Málaflokkur
Uppbygging, samnýting, aðgangur o.fl.
Lagagreinar
- gr. Aðgangur að landi.
- gr. Aðgangur að landi og mannvirkjum.
Reifun
Með ákvörðun FST nr. 8/2022 var staðfestur réttur Ljósleiðarans ehf. til aðgangs að landi í Þykkvabænum vegna lagningu ljósleiðarastrengs milli Þorlákshafnar og Landeyjarsands í þeim tilgangi samtengja landtökustöðvar sæstrengja Farice ehf. Framkvæmdin hafði mætt andstöðu af hópi landeigenda sem taldi að val á lagnaleið hefði verið ákveðin í samráðsleysi fyrir þá og að fullar bætur ættu að koma fyrir nýtingu landsins.
Framangreind ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála sem efnislega staðfesti niðurstöðuna á aðeins breyttum forsendum í kærumáli nr. 5/2022. Einn landeigandi sem ekki var í hópi kæranda krafðist aftur á móti að Fjarskiptastofa endurupptæki ákvörðun nr. 8/2003. Forsendur endurupptökubeiðninnar voru a) að tiltekinn fullyrðing Ljósleiðarans ehf. hafi ekki verið rétt, b) að ljósleiðarastrengurinn takamarkaði nýtingu á malatökusvæði sem bæta þyrfti fyrir og c) að ekki hefðu verið gerðar nægilegar öryggisráðstafanir til að verja strenginn við þverun hans yfir framræsluskurði.
Það var niðurstaða FST að að ákvörðun nr. 8/2022 hefð almennt ekki til þess hluta ljósleiðarastrengsins sem endurupptökubeiðni endurupptökubeiðanda tók til. Þá hafi verið fjallað um skerta möguleika til landnýtingar, þ.m.t. vegna efnistöku, í fyrrnefndri ákvörðun. Sú umfjöllun breytti þó engu um að ef endurupptökubeiðandi teldi sig eiga rétt til bóta vegna slíkrar skerðingar á möguleikum til landnýtingar gæti hann látið reyna á bótarétt sinn gagnvart matsnefnd eignarnámsbóta.
Að virtu var það niðurstaða FST, að skilyrði fyrir endurupptöku á ákvörðun FST nr. 8/2022, samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, væru ekki fyrir hendi, þ.e. að ákvörðunin hafi byggt á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum, á þeim tíma sem hún var tekin, eða að atvik hafi breyst verulega frá því að ákvörðunin var tekin með þeim afleiðingum að forsendur hennar hafi brostið. Kröfu endurupptökubeiðanda um endurupptöku á ákvörðun FST nr. 8/2022 frá 22. september 2022 var því hafnað.
Tengt efni
Ekkert tengt efni skráð