Hoppa yfir valmynd
Ákvarðanir

Númer

11/2023

Heiti

Skortur á samráði við eigendur mannvirkis um lagnaleið

Dagsetning

21.11.2023

Málsaðilar

Málaflokkur

Annað

Lagagreinar

  1. gr. Aðgangur að landi og mannvirkjum.

Reifun

Fjarskiptastofa komist að þeirri niðurstöðu að Míla hf. hafi brotið gegn 1. mgr. 34. gr. fjarskiptalaga nr. 70/2022 með því að hafa ekki haft samráð við húseigendur um staðsetningu á ljósleiðarastreng við botnlanga í innkeyrslu götu í Reykjavík. Míla viðurkenndi að fyrir mistök hefði samráðið ekki átt sér stað áður en framkvæmdir hófust.

 

Samkvæmt lagaákvæðinu skal fjarskiptafyrirtæki hafa samráð við eigendur eða umráðamenn fasteigna og mannvirkja um hvar lagnir eru lagðar og skal þess gætt að sem minnst sé raskað hagsmunum eigandans. Fjarskiptafyrirtæki skal vinna teikningu að fyrirhugaðri framkvæmd og kynna hana hlutaðeigandi landeigendum og öðrum rétthöfum sem rétt geta átt til eignarnámsbóta. Ágreiningi um fyrirhugaða lagningu fjarskiptavirkis má vísa til Fjarskiptastofu sem að fengum sjónarmiðum málsaðila úrskurðar um legu slíkra lagna.

 

Í þessu máli er um að ræða lóð sem er í eigu Reykjavíkurborgar, en er í langtíma útleigu til lóðarleiguhafa, eins og alla jafna tíðkast um fasteignalóðir í eigu sveitarfélaga. Reykjavíkurborg staðfesti að réttur til samráðs um val á lagnaleið samkvæmt 34. gr. fjarskiptalaga væri í höndum húseigenda samkvæmt umsömdum umráðarétti þeirra yfir lóðinni.

Tengt efni

Ekkert tengt efni skráð