Ákvarðanir
 • Númer

  1/2021

 • Heiti

  Frágangur tenginga í húskassa

 • Dagsetning

  08.07.2021

 • Málsaðilar

  Gagnaveita Reykjavíkur ehf.,Míla ehf.

 • Málaflokkur

  Annað

 • Lagagrein

  60. gr. Innanhússfjarskiptalagnir.

 • Reifun

  Míla kvartaði yfir því að Gagnaveita Reykjavíkur hefði ekki gengið frá tengingum í samræmi við kröfur 3. mgr. 7. gr. reglna nr. 1111/2015 um innanhússfjarskiptalagnir, eins og ákvæðinu var breytt með reglum nr. 421/2018 í tilteknu fjölbýlishúsi í Hafnarfirði. Umrædd krafa felst í því að þegar heimtaug er bræðisoðin við innanhússfjarskiptalögn skuli laus aukaþráður innanhússfjarskiptalagnar komið fyrir í tengilista í húskassa húseiganda. Krafðist Míla þess að GR yrði gert að aftengja umræddar heimtaugar að viðlögðum dagsektum.

  Niðurstaða Fjarskiptastofu var á þá leið að umrætt ágreiningsefni milli sömu aðila hefði áður komið til úrlausnar stofnunarinnar, sbr. ákvörðun PFS nr 6/2020. Var kvörtuninni því vísað frá að undanskilinni kröfu Mílu um aftenginu á heimtaugum GR að viðlögðum dagsektum, þar sem það væri sjálfstætt úrlausnarefni hverju sinni hvort beita ætti viðurlögum. Í þessu tilfelli var Míla búin lagfæra umrætt frávik og koma lausa aukaþræðinum fyrir á tengilista í húskassa húseiganda. Var það því mat FST að það væri engin skylda til staðar sem hægt væri að knýja GR á um að yrði efnd. Því var kröfu Mílu hafnað. Þá var GR gert að greiða fyrir vettvangsathugun sem FST taldi nauðsynlegt að framkvæma.       

 • Staða máls
  Engin staða skráð
 • Tengt efni
  Ekkert tengt efni skráð
 • Skjöl