Ákvarðanir
 • Númer

  6/2021

 • Heiti

  Heildsöluverð fyrir lúkningu símtala í föstum almennum talsímanetum (markaður 1/2016)

 • Dagsetning

  29.10.2021

 • Málsaðilar

  Hringdu ehf.,Sýn hf.,Tismi BV,Nova hf.,Síminn hf.

 • Málaflokkur

  Kostnaðargreining

 • Lagagrein

  32. gr. Eftirlit með gjaldskrá.

 • Reifun

  Ákvörðun þessi byggir á ákvörðun PFS nr. 22/2016, dags. 23. desember 2016, um útnefningu fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumörkuðum fyrir lúkningu símtala í föstum almennum talsímanetum. Kveðið er á um í hinni nýju ákvörðun að heildsöluverð fyrir lúkningu símtala í föstum almennum talsímanetum skuli vera að hámarki 0,10 kr./mín. fyrir tímabilið 1. janúar 2022 til 31. desember 2022. Núverandi lúkningarverð, 0,12 kr. á mínútu, mun gilda áfram óbreytt til og með 31. desember 2021.

 • Staða máls
  Engin staða skráð
 • Tengt efni
  Ekkert tengt efni skráð
 • Skjöl