Ákvarðanir
 • Númer

  4/2021

 • Heiti

  Réttur til upplýsinga um fjarskiptanotkun

 • Dagsetning

  14.09.2021

 • Málsaðilar

  Síminn hf.

 • Málaflokkur

  Neytendamál,Friðhelgi einkalífs

 • Lagagrein

  38. gr. Reikningar áskrifenda o.fl.,42. gr. Gögn um fjarskipti.,47. gr. Öryggi og þagnarskylda.

 • Reifun

  Fjarskiptastofu barst erindi frá neytanda um að fjarskiptafyrirtækið hans vildi ekki afhenda honum tilteknar upplýsingar um fjarskiptanotkun hans. Voru það m.a. upplýsingar um móttekin símtöl. Fram kom í málinu að hann hafði aðgang að upplýsingum um eigin fjarskiptanotkun á sérstöku þjónustuvefsvæði fjarskiptafélagsins, sbr. 38. gr. fjarskiptalaga og reglugerð nr. 526/2011 um reikningagerð fyrir fjarskiptanotkun. Reglugerðin gerir ekki ráð fyrir því að áskrifendur að fjarskiptaþjónustu eigi rétt á að fá aðrar upplýsingar en þær sem tilteknar eru í henni. Það var því mat Fjarskiptastofu að Símanum væri ekki skylt að afhenda umbeðnar upplýsingar, enda ætti það sér ekki stoð í fjarskiptalögum og gengi ekki framar ákvæðum fjarskiptalaga um varðveislu og eyðingu fjarskiptagagna, sem og sjónarmiðum um persónuvernd í fjarskiptum.

 • Staða máls
  Engin staða skráð
 • Tengt efni
  Ekkert tengt efni skráð
 • Skjöl