- Fjarskiptastofa
- Fjarskiptainnviðir
- Skipa- og flugfjarskipti
- Skráð fjarskiptafyrirtæki
- Fjarskiptatæki og búnaður
- Tíðnimál
- Farsímanet
- Truflanir á farsímasambandi
- Upplýsingar fyrir neytendur
- Skráningar og leyfi
- Númer og vistföng
- Radíóamatörar
- Fyrirhugaðar jarðvegsframkvæmdir
- Ljósleiðarauppbygging og ríkisstyrkir
- Fjarskiptalagnir í íbúðarhúsnæði
- Gervihnattaþjónusta
- Vefsjá Fjarskiptastofu
- Farsímanet
- 5G á Íslandi
5G á Íslandi
Almenn umfjöllun um 5G og innleiðinguna á Íslandi
5G hefur hafið innreið sína á íslandi. En hvað er 5G? Stutta svarið er að 5G er næsta kynslóð farneta. Þessi kynslóð hefur verið kölluð net iðnaðarins og er í raun límið í fjórðu iðnbyltingunni, forsenda fyrir því að ótal nettengdir hlutir og kerfi geti sent gögn sín á milli á leifturhraða.
Hlutverk Fjarskiptastofu í þessu sambandi er fyrst og fremst að rýma tíðnisvið (eldri þjónusta á tíðnisviðinu) sem notuð verða fyrir 5G og sjá til þess að tíðnisvið sé tiltækt til úthlutunar á réttum tíma. Fjarskiptastofa setur einnig fram kvaðir varðandi útbreiðslu og gæði þjónustunnar á 5G kerfunum. Auk þess er hlutverk hennar að hafa eftirlit með notkun tíðnisviðsins. Í því felst að fylgjast með því að þeim viðmiðum sem sett eru upp í 5G stöðlum sé fylgt, t.d. að ekki sé notað of mikið afl á sendastöðum, bæði vegna mögulegra truflana og vegna eftirlits með hámarks rafsegulgeislun frá sendum.
Fjarskiptastofa getur einnig beitt sér fyrir þeim möguleikum sem felast í nýju fjarskiptaregluverki og kallar á aukið samstarf við hagnýtingu 5G tækninnar sem og annarrar tækni sem styður við 5G. Stofnunin mun áfram standa vörð um heilbrigða samkeppni á fjarskiptamarkaði en verð á fjarskiptaþjónustu á Íslandi er með því lægsta sem þekkist.
Með 5G býðst stóraukinn hraði, talinn í gígabitum á sekúndu (Gbps) og mun styttri tengitími, tækin biðja um gögn og fá þau í sömu andrá. Þá býður 5G upp á mun meiri bandbreidd en fyrri tækni og mun öruggari/áreiðanlegri tengingar en nú þekkjast. Allt er þetta forsenda aukinnar sjálfvirknivæðingar t.d. verksmiðja, landbúnaðar og annars iðnaðar. 5G tæknin mun einnig hafa mikil áhrif á heilbrigðisþjónustu, hvort sem um er að ræða snjallvæðingu sjúkrahúsa, fjarhjúkrun og jafnvel fjaraðgerðir. 5G gegnir þannig lykilhlutverki í samskiptum milljarða tengdra hluta en sú þróun er þegar komin vel á veg.
Tækniþróun 5G byggir á hagkvæmari og umhverfisvænni tækni búnaðarins. Þannig er búnaður sem notaður verður í 5G (t.d. sendabúnaður) orkusparandi og minni um sig og fellur þannig betur að umhverfinu.
Tíðni sem í dag er notuð fyrir 2G, 3G og 4G þjónustu munu í framtíðinni einnig verða notuð fyrir 5G. Í Evrópu hefur 700 MHz, 3,6 GHz (3,4 – 3,8 GHz) og 26 GHz sérstaklega verið skilgreint fyrir 5G þjónustu. 700 MHz og 3,6 GHz tíðnisviðinu hefur þegar verið úthlutað en gert er ráð fyrir að 26 GHz tíðnisviðinu verði úthlutað á næstu 3 til 5 árum. Hærri tíðnin (26 GHz) sem á eftir að úthluta er hins vegar skammdræg og því verður styttra á milli senda og sendarnir smærri, netið verður því þéttriðnara. Það hentar betur í þéttbýli og þar sem fjöldi notenda er mikill. Sömuleiðis næst með þeirri tíðni enn meiri bandbreidd og þar með hraði og meiri afköst.
Mikið hefur verið rætt um hugsanleg áhrif 5G á heilsu fólks. Í því sambandi má nefna að mikilvægt er að skoða virtar heimildir um vísindalegar staðreyndir og rannsóknir sem birtar hafa verið. Alþjóða geislavarnarráðið setur viðmiðunarmörk fyrir ójónandi geislun eins og þá sem kemur frá farnetssendum. Þau viðmiðunarmörk eru sett 50 sinnum lægri en þau viðmið sem talin eru geta haft skaðleg áhrif á mannslíkamann.
5G á því ekki að hafa áhrif á heilsu fólks frekar en fyrri kynslóðir farsíma og farneta. Mikil þróun hefur orðið í tækni sem notuð er við byggingu búnaðar fyrir 5G. Eins og fram kemur hér að ofan mun 5G byggja á fleiri og smærri sendum, sérstaklega á þéttbýlissvæðum og á það aðallega við um nýtingu á hærri tíðni eins og 26 GHz. Þessir nýju sendar útgeisla minna en núverandi sendar farneta og því er fyrirséð að ójónandi geislun verði minni en í núverandi kerfum þegar 2G, 3G og 4G sendar verða teknir úr notkun.
Sjá umfjöllun um 5G og geislun á vef Evrópusambandsins (spurning 6) og fræðsluefni á vef Geislavarna ríkisins.
Umræðan um ójónandi geislun og ótti almennings vegna skaðlegra áhrifa hennar er ekki ný. Geislavarnir ríkisins (GR) hafa eftirlit með þessum þætti en Fjarskiptastofa hefur átt gott samstarf við GR sem nær m.a. til mælinga og prófana á sendastöðum víða um land. Fjarskiptastofa leggur mikið upp úr því að umræða um þetta mikilvæga málefni grundvallist á réttri og góðri upplýsingagjöf sem er byggð á þekkingu og viðurkenndum rannsóknum.
Í öllum tíðniheimildum sem Fjarskiptastofa úthlutar eru skilyrði um takmörkun á leyfilegu afli sem miðast við að geislun frá sendabúnaði sé innan þeirra viðmiðunarmarka sem sett eru í stöðlum fyrir tækjabúnaðinn.
Með 5G býðst stóraukinn hraði, talinn í gígabitum á sekúndu (Gbps) og mun styttri tengitími, tækin biðja um gögn og fá þau í sömu andrá. Þá býður 5G upp á mun meiri bandbreidd en fyrri tækni og mun öruggari/áreiðanlegri tengingar en nú þekkjast. Allt er þetta forsenda aukinnar sjálfvirknivæðingar t.d. verksmiðja, landbúnaðar og annars iðnaðar. 5G tæknin mun einnig hafa mikil áhrif á heilbrigðisþjónustu, hvort sem um er að ræða snjallvæðingu sjúkrahúsa, fjarhjúkrun og jafnvel fjaraðgerðir. 5G gegnir þannig lykilhlutverki í samskiptum milljarða tengdra hluta en sú þróun er þegar komin vel á veg. Þá á 5G að gera sjálfkeyrandi bílum, flygildum (drónum) og vélmennum kleift að fá þær upplýsingar sem þeir þurfa um umhverfi sitt, nógu hratt og örugglega til að geta forðast árekstra og óhöpp, nánast í rauntíma.
Ein tækninýjung sem kemur með 5G er möguleikinn á að búa til svokallaðar netsneiðar (e. Network Slicing) en með þeirri aðferð má sníða sérstaka hluta netsins fyrir einstaka þjónustur þar sem gerðar eru sérstakar kröfur til meiri áreiðanleika, meiri bandbreiddar eða aukins öryggis. Þar má t.d. nefna öryggisfjarskipti, fjarskipti hátæknisjúkrahúsa og fleira í þeim dúr.
Það má einnig nefna að tækniþróun 5G byggir á hagkvæmari og umhverfisvænni tækni búnaðarins. Þannig er búnaður sem notaður verður í 5G (t.d. sendabúnaður) orkusparandi og minni um sig og fellur þannig betur að umhverfinu.
Tíðni sem í dag er notuð fyrir 2G, 3G og 4G þjónustu munu í framtíðinni einnig verða notuð fyrir 5G. Í Evrópu hefur 700 MHz, 3,6 GHz (3,4 – 3,8 GHz) og 26 GHz sérstaklega verið skilgreint fyrir 5G þjónustu. 700 MHz og 3,6 GHz tíðnisviðinu hefur þegar verið úthlutað en gert er ráð fyrir að 26 GHz tíðnisviðinu verði úthlutað á næstu 3 til 5 árum.
Það tíðnisvið sem þegar hefur verið úthlutað eru á svipuðum stað í tíðnirófinu og þau tíðnisvið sem hafa verið notuð fyrir 2G, 3G og 4G. Millitíðnin sem hefur verið úthlutað (3,6 GHz) er þannig á milli tíðni sem notuð er fyrir þráðlausa beina sem við notum t.d. heima hjá okkur (2,4 GHz og 5 GHz).
Tíðnin sem hefur verið úthlutað er því annars vegar langdræg (700 MHz) og millidræg (3,6 GHz) og hentar vel til að ná víðtækri dekkun, t.d. á landsbyggðinni og á smærri þéttbýlisstöðum.
Hærri tíðnin (26 GHz) sem á eftir að úthluta er hins vegar skammdræg og því verður styttra á milli senda og sendarnir smærri, netið verður því þéttriðnara. Það hentar betur í þéttbýli og þar sem fjöldi notenda er mikill. Sömuleiðis næst með þeirri tíðni enn meiri bandbreidd og þar með hraði og afköst meiri.
Hefðbundin leið fyrir fólk sem kennir sér mein að einhverju leiti er að ferðast á heilsugæslu eða aðra sjúkrastofnun til að fá meðferð hjá lækni. Þessi leið hefur oft reynst erfið fyrir þá sem eiga erfitt með ferðalög, búa afskekkt eða komast ekki ferða sinna vegna veðurs. Með tilkomu 5G verður mun auðveldara að nýta hágæðatengingar til fjarlækninga og fjareftirlits.
Miklar framfarir eru í allskyns vöktunarbúnaði og skynjurum sem geta fylgst með líðan fólks og lífsmerkjum og tengist 5G. Sjálfvirkur búnaður á heilbrigðisstofnunum getur fylgst með og metið stöðu sjúklinga og gert heilbrigðisstarfsfólki viðvart tímalega ef eitthvað er að. Samband heilbrigðisstarfsfólks við sjúklinga verður auðveldara með fjartengingum sem minnkar þörf á ferðalögum. Fjarlækningar verða auðveldari í framkvæmd og jafnvel verður hægt að framkvæma fjaraðgerðir í náinni framtíð.
5G mun mögulega hafa veruleg jákvæð og hagkvæm áhrif til aukinnar sjálfvirknivæðingar í landbúnaði. Sjálfvirk og sértæk vökvun og áburðardreifing er dæmi um slíka hagræðingu. Flygildi (drónar) og ýmiskonar sjálfakandi eða fjarstýrð landbúnaðartæki munu líta dagsins ljós í náinni framtíð.
Aukin notkun skynjara sem tengjast yfir 5G net munu einnig auðvelda bændum vinnuna og auka nýtingu og hagkvæmni.
Við gerð staðla, hönnun og þróun 5G hefur mikil áhersla verið lögð á öryggi og áreiðanleika kerfisins. Það gerir 5G ákjósanlegt til að geta stutt við ýmiskonar þjónustu fyrir viðbragðsaðila eins og lögreglu, slökkvilið, sjúkraflutninga, hjálparsveitir og störf almannavarna. Hér má nefna búnað eins og nettengdar myndavélar og upptökubúnað sem getur gert gæfumuninn þar sem tími í viðbragði er spurning um líf eða dauða. Til að mynda eru flygildi (drónar) sem eru búin nettengdum hágæðamyndavélum og upptökubúnaði sem gætu verið mun fljótari á staðinn og gætu þannig gefið mikilvægar upplýsingar um stöðuna þannig að viðbragðsaðilar geti komið á staðinn með rétt viðbragð.
Setja má upp sérstakar netsneiðar í 5G kerfunum sem eru sérsniðnar að þeim kröfum sem gerðar eru af þessum aðilum varðandi öryggi og áreiðanleika og afkastagetu sem krafist er í þeirra störfum.
5G er öruggara en fyrri farnet eins og 3G og 4G enda var mikil vinna lögð í að auka öryggi í vinnslu staðla fyrir 5G. Meiri dulkóðun á gögnum verður gerð í 5G og því verður erfiðara að rekja og eiga við tengingar. 5G byggir meira á hugbúnaði í skýinu sem gefur meiri möguleika á að fylgjast með mögulegum ógnum.
Eins og fram kemur hér að framan verður möguleiki á að búa til svokallaðar netsneiðar í 5G netinu, þannig má hanna sýndarnet fyrir mismunandi þjónustur sem gera kröfur til aukins öryggis.
Þó er rétt að hafa í huga að á meðan að á uppbyggingu 5G stendur mun notendabúnaður færast yfir á eldri þjónustur (3G/4G) og því geta veikleikar sem hugsanlega eru til staðar þar haft áhrif.
Hlutverk Fjarskiptastofu er fyrst og fremst að sjá til þess að tíðnisvið sé tiltækt til úthlutunar á réttum tíma. Í því felst m.a. að rýma tíðnisvið (eldri þjónusta á tíðnisviðinu) sem notuð verða fyrir 5G. Eins og kemur fram hér að framan hefur þegar verið úthlutað ákveðnum hluta þess tíðnisviðs sem notað verður fyrir 5G. Fjarskiptastofa setur einnig fram kvaðir varðandi útbreiðslu og gæði þjónustunnar á 5G kerfunum. Auk þess er hlutverk Fjarskiptastofu að hafa eftirlit með notkun tíðnisviðsins. Í því felst að fylgjast með því að þeim viðmiðum sem sett eru upp í 5G stöðlum sé fylgt, t.d. að ekki sé notað of mikið afl á sendastöðum, bæði vegna mögulegra truflana og vegna eftirlits með hámarks rafsegulgeislun frá sendum.
Fjarskiptastofa tekur virkan þátt í umræðunni um 5G og þær miklu breytingar sem innleiðing tækninnar getur haft í för með sér. Fjarskiptastofa getur einnig beitt sér fyrir þeim möguleikum sem felast í nýju fjarskiptaregluverki og kallar á aukið samstarf við hagnýtingu 5G tækninnar sem og annarrar tækni sem styður við 5G.
Fjarskiptastofa mun áfram standa vörð um heilbrigða samkeppni á fjarskiptamarkaði en verð á fjarskiptaþjónustu á Íslandi er með því lægsta sem þekkist.
Alþjóða geislavarnarráðið setur viðmiðunarmörk fyrir ójónandi geislun eins og þá sem koma frá farnetssendum. Þau viðmiðunarmörk eru sett 50 sinnum lægri en þau viðmið sem talin eru geta haft skaðleg áhrif á mannslíkamann. 5G á því ekki að hafa áhrif á heilsu fólks frekar en fyrri kynslóðir farsíma og farneta. Mikil þróun hefur orðið í tækni sem notuð er við byggingu búnaðar fyrir 5G. Hluti 5G kerfa mun byggja á fleiri og smærri sendum, sérstaklega á þéttbýlissvæðum og á það aðallega við um nýtingu á hærri tíðni eins og 26 GHz. Þessir nýju sendar útgeisla minna en núverandi sendar farneta og því er fyrirséð að ójónandi geislun verði minni en í núverandi kerfum þegar 2G, 3G og 4G sendar verða teknir úr notkun.
Sjá einnig umfjöllun á vef Evrópusambandsins (spurning 6) https://ec.europa.eu/digital-single-market/en/faq/5g-faq
og fræðsluefni á vef Geislavarna ríkisins https://gr.is/fraedsluefni_um_5g/.
Framtíð 5G á Íslandi - Tæknivarpið 1. júlí 2020 Hlaðvarp Kjarnans
Á vef IEEE Spectrum: https://www.comreg.ie/industry/radio-spectrum/about-5g/
Á vef Ofcom UK: https://www.ofcom.org.uk/phones-telecoms-and-internet/advice-for-consumers/advice/what-is-5g
Á vef Evrópusambandsins: https://ec.europa.eu/digital-single-market/en/faq/5g-faq
Á vef NOVA: https://www.nova.is/netid/5g-net/spurningar
Á vef Geislavarna ríkisins: https://gr.is/fraedsluefni_um_5g/