- Fjarskiptastofa
- Fjarskiptainnviðir
- Skipa- og flugfjarskipti
- Skráð fjarskiptafyrirtæki
- Fjarskiptatæki og búnaður
- Tíðnimál
- Truflanir á farsímasambandi
- Upplýsingar fyrir neytendur
- Skráningar og leyfi
- Númer og vistföng
- Radíóamatörar
- Fyrirhugaðar jarðvegsframkvæmdir
- Ljósleiðarauppbygging og ríkisstyrkir
- Fjarskiptalagnir í íbúðarhúsnæði
- Gervihnattaþjónusta
- Vefsjá Fjarskiptastofu
- Farsímanet
Farsímanet
Ýmis farsímaþjónusta
Fleiri en ein tegund farsímaþjónustu stendur neytendum til boða. GSM er stafrænt farsímanet sem nú er útbreitt um allan heim. 3G og 4G farsímanet eru óðum að breiðast út. Munurinn felst í því að 3G býður upp á mun meiri hraða á gagnaflutningi en GSM og 4G veitir enn meiri hraða í netnotkun.
Val á fjarskiptafyrirtæki
Neytendur geta valið á milli fjarskiptafyrirtækja sem selja farsímaþjónustu. Til þess að finna hvaða þjónusta hentar þurfa neytendur að kynna sér þau kjör sem bjóðast hjá mismunandi fyrirtækjum. Þá þarf að hafa í huga eigin notkun, svo sem hversu mikið er hringt, hvort síminn er notaður til netnotkunar, í hverja er hringt mest og hjá hvaða fyrirtæki þeir eru svo hægt sé að nýta t.d. vinaafslætti, fríar hringingar innan kerfis o.s.frv.
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að skoða algengar spurningar og svör undir neytendahluta vefsins.
Fjarskiptakortin sýna útbreiðslusvæði farsíma- og farnetsþjónustu fyrir GSM, 3G og 4G þjónustu.
5G hefur hafið innreið sína á íslandi. En hvað er 5G? Stutta svarið er að 5G er næsta kynslóð farneta. Þessi kynslóð hefur verið kölluð net iðnaðarins og er í raun límið í fjórðu iðnbyltingunni, forsenda fyrir því að ótal nettengdir hlutir og kerfi geti sent gögn sín á milli á leifturhraða.